Kom, fylg mér 2024
21.–27. október: „Og vissulega gat ekki hamingjusamara fólk.“ 3. Nefí 27–4. Nefí


„21.–27. október: ‚Og vissulega gat ekki hamingjusamara fólk.‘ 3. Nefí 27–4. Nefí,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„21.–27. október. 3. Nefí 27–4. Nefí,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Upprisinn Jesús kennir fólki

21.–27. október: „Og vissulega gat ekki hamingjusamara fólk“

3. Nefí 274. Nefí

Kenningar Jesú Krists eru miklu meira en einungis falleg heimspeki til íhugunar. Þeim er ætlað að innblása okkur til að verða eins og hann er. 4. bók Nefí sýnir hvernig fagnaðarerindi frelsarans megnar að gjörbreyta fólki. Eftir stutta þjónustu Jesú, var endir bundinn á aldagamlar deilur á milli Nefítanna og Lamanítanna. Tvær þjóðir, sem þekktar voru fyrir dramb og ágreining, urðu „eitt, börn Krists“ (4. Nefí 1:17), og „allt var sameign þeirra“ (4. Nefí 1:3). „[Elska] Guðs … bjó í hjörtum fólksins,“ og „vissulega gat ekki hamingjusamara fólk á meðal allra þeirra, sem Guð hafði skapað“ (4. Nefí 1:15–16). Þannig breyttu kenningar frelsarans Nefítunum og Lamanítunum. Hvernig breyta þær ykkur?

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

3. Nefí 27:1–12

Kirkja Jesú Krists er nefnd hans nafni.

Þegar lærisveinar frelsarans tóku að stofnsetja kirkju hans víða um landið, kom upp spurning, sem sumir gætu talið léttvæga – hvert ætti nafn kirkjunnar ætti að vera? (sjá 3. Nefí 27:1–3). Hvað lærið þið um mikilvægi þessa nafns af svari frelsarans í 3. Nefí 27:4–12?

Frelsarinn opinberaði nafn kirkju sinnar á okkar tíma í Kenningu og sáttmálum 115:4. Ígrundið hvert orð í nafni hennar. Hvernig hjálpa þessi orð okkur að vita hver við erum, hverju við trúum og hvernig okkur ber að breyta?

Sjá einnig Russell M. Nelson forseti, „Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna, október 2018; „Jesus Christ Declares the Name of His Church and His Doctrine“ (myndband), Gospel Library.

3. Nefí 27:10–22

Kirkja Jesú Krists er byggð á fagnaðarerindi hans.

Eftir að frelsarinn hafði sagt að kirkjan hans yrði að „byggjast á fagnaðarerindi [hans]“ (3. Nefí 27:10), útskýrði hann hvað fagnaðarerindi hans er. Hvernig mynduð þið gera samantekt á því sem hann sagði í 3. Nefí 27:13–22? Hvaða þýðingu hefur það fyrir kirkjuna – og fyrir ykkur sjálf – að hún sé byggð á fagnaðarerindi hans, samkvæmt þessari skilgreiningu.

Skráið það sem þið lærið. Gætið að því sem frelsarinn kenndi lærisveinum sínum í 3. Nefí 27:23–26. Af hverju er mikilvægt að halda heimild um andlegar upplifanir? Hvað finnst ykkur þið innblásin að skrá eftir að hafa lært um þjónustu frelsarans í 3. Nefí?

3. Nefí 28:1–11

„Hvers óskið þér af mér?“

Hvað mynduð þið segja, ef frelsarinn spyrði ykkur þess sama og lærisveina sinna: „Hvers óskið þér af mér?“ (3. Nefí 28:1). Ígrundið þessa spurningu við lestur 3. Nefí 28:1–11. Hvað lærið þið um hjartans þrá lærisveinanna af svörum þeirra við spurningu hans? Hvernig eru ykkar þrár að breytast við það að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists?

Sálmar tjá oft hjartnæmar þrár – „Auk heilaga helgun“ er gott dæmi um það (Sálmar, nr. 39). Íhugið að finna sálm sem endurspeglar þrár ykkar.

3. Nefí 29–30

Mormónsbók er tákn um að síðari daga verk Guðs sé að uppfyllast.

Hugsið um tákn sem gefa til kynna að eitthvað sé að fara að gerast. Dæmi: Hvernig vitið þið að von er á rigningu eða árstíðarbreytingu? Hvernig vitið þið að það verk Guðs að safna saman fólki sínu sé „þegar að uppfyllast,“ samkvæmt 3. Nefí 29:1–3? (sjá einnig 3. Nefí 21:1–7). Þið gætuð líka gætt að því í 3. Nefí 29:4–9 sem fólk myndi afneita á okkar tíma. Hvernig styrkir Mormónsbók trú ykkar á þessa hluti?

4. Nefí 1:1–18

trúarskólatákn
Að lifa eftir kenningum Jesú Krists leiðir til einingar og hamingju.

Hvernig gæti það hafa verið að lifa á árunum í kjölfar heimsóknar frelsarans? Þegar þið lærið 4. Nefí 1:1–18, íhugið þá að skrá blessanirnar sem fólkið hlaut. Þið gætuð líka merkt við eða getið um ákvarðanirnar sem fólkið tók sem leiddu til þessa blessaða lífs. Hvað kenndi Jesús fólkinu sem gæti hafa innblásið réttlátar ákvarðanir þess? Hér eru nokkur dæmi, en þið gætuð fundið fleiri: 3. Nefí 11:28–30; 12:8–9, 21–24, 40–44; 13:19–21, 28–33; 14:12; 18:22–25.

Hugleiðið hvað þið getið gert til að hjálpa fjölskyldu ykkar, deild eða samfélagi að búa við aukna einingu og hamingju. Hvað getið þið gert til að sigrast á sundrungu og verða sannlega „eitt“ með öðrum börnum Guðs? Hvaða kenningar Jesú Krists hjálpa ykkur að ná fram þessu markmiði?

Því miður þá féll Síonarsamfélagið sem lýst er í 4. Nefí að endingu í ranglæti. Gætið að því viðhorfi og atferli, við lestur 4. Nefí 1:19–49, sem batt enda á hamingju og einingu þeirra. Hvað getið þið gert til að forðast slíkt viðhorf og atferli?

Sjá einnig HDP Móse 7:18; D. Todd Christofferson, „Sjálfbær samfélög,“ aðalráðstefna, október 2020; Reyna I. Aburto, „Með einum huga,“ aðalráðstefna, apríl 2018; Gospel Topics, „Belonging in the Church of Jesus Christ,“ Gospel Library.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

3. Nefí 27:3–8

Ég tilheyri kirkju Jesú Krists.

  • Til að kynna mikilvægi nafns kirkju Jesú, ræðið þá við börn ykkar um þeirra eigin nöfn. Af hverju eru nöfn okkar mikilvæg? Þið gætuð síðan lesið saman 3. Nefí 27:3 og fundið spurninguna sem lærisveinar Jesú lögðu fyrir hann. Hjálpið börnum ykkar að finna svarið í 3. Nefí 27:5–8. Af hverju er nafn kirkjunnar mikilvægt?

  • Þið gætuð líka hjálpað börnum ykkar að hugsa um mismunandi hópa sem þau tilheyra, svo sem fjölskylduna eða Barnafélagið. Spyrjið þau að því hvað þeim finnst gott við að tilheyra hverjum hópi. Þið gætuð síðan sungið saman „Kirkja Jesú Krists“ (Barnasöngbókin, 48) og rætt ástæður þess að þið eruð þakklát fyrir að tilheyra kirkju frelsarans.

3. Nefí 27:13–16

Kirkja Jesú Krists er byggð á fagnaðarerindi hans.

  • Frelsarinn dró saman fagnaðarerindi sitt í 3. Nefí 27. Þið gætuð útskýrt fyrir börnum ykkar að orðið fagnaðarerindi þýði „góð tíðindi.“ Hvaða góðu tíðindi finnum við í 3. Nefí 27:13–16? Notið verkefnasíðu þessarar viku til að kenna að kirkja frelsarans er byggð á fagnaðarerindi hans.

3. Nefí 27:30–31

Himneskur faðir gleðst þegar börn hans koma aftur til hans.

  • Íhugið að fara í leik þar sem einhver felur sig og hinir reyna að finna viðkomandi. Þetta gæti leitt til umræðu um gleðina sem við finnum þegar einhver finnst sem var týndur. Eftir að hafa lesið 3. Nefí 27:30–31, gætuð þið rætt um það hvernig við getum hjálpað hvert öðru að vera nærri himneskum föður svo að „enginn … glatist.“

4 Nefí

Það veitir mér gleði að fylgja Jesú Kristi.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að læra um hamingju fólksins sem lýst er í 4. Nefí, gætuð þið sýnt þeim myndir af glöðu fólki. Þegar þið síðan lesið saman vers 2–3 og 15–17 (eða „kafla 48: Friður í Ameríku,“ Sögur úr Mormónsbók, 136–37), gætu þau bent á myndirnar þegar þið komið að einhverju í frásögninni sem færir hamingju.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að tileinka sér það sem kennt er í 4. Nefí 1:15–16, gætuð þið sagt þeim frá aðstæðum þar sem fólk er reitt við hvert annað. Bjóðið þeim að leika það hvernig aðstæður gætu verið ef við höfum „elsku Guðs“ í hjörtum okkar.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Jesús talar við þrjá nefíska lærisveina

Kristur með þremur nefískum lærisveinum, eftir Gary L. Kapp