Kom, fylg mér 2024
28. október–3. nóvember: „Ég vildi, að ég gæti fengið alla til að iðrast.“ Mormón 1–6


„28. október–3. nóvember: ‚Ég vildi, að ég gæti fengið alla til að iðrast.‘ Mormón 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„28. október–3. nóvember. Mormón 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Mormón ritar á gulltöflur

Mormón gerir útdrátt af töflunum, eftir Tom Lovell

28. október–3. nóvember: „Ég vildi, að ég gæti fengið alla til að iðrast“

Mormón 1–6

Mormón hlífði okkur við „[fullri] frásögn“ af því hræðilega ranglæti og blóðbaði „sem blasti við augum [hans]“ meðal Nefítanna (Mormón 2:18; 5:8). Það sem hann skráði í Mormón 1–6 er þó nægjanlegt til að gera okkur ljóst hve djúpt fólk getur fallið sem áður var réttlátt. Umkringdur svo útbreiddri illsku, gat enginn áfellst Mormón fyrir að þreytast og jafnvel hugfallast. Hann missti þó aldrei sjónar á hinni miklu miskunn Guðs, þrátt fyrir allt sem hann sá og upplifði, og eigin sannfæringu um að iðrun væri leiðin til að njóta hennar. Mormón var ljóst að hann þurfti að sannfæra mun fleiri áheyrendur, þótt hans eigið fólk hefði hafnað innilegu ákalli hans um iðrun. „Sjá,“ sagði hann, „ég skrifa til allra heimshluta.“ Með öðrum orðum, þá ritaði hann til ykkar (sjá Mormón 3:17–20). Þessi boðskapur hans til ykkar í dag, er sá sami og hefði getað frelsað Nefítana á þeirra tíma: „Að þér megið trúa fagnaðarerindi Jesú Krists, … iðrast og búa yður undir að standa frammi fyrir dómstóli Krists“ (Mormón 3:21–22).

Sjá einnig „Mormon Preserves the Record to Bring the House of Israel to Christ“ (myndband), Gospel Library.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Mormón 1–6

trúarskólatákn
Ég get fylgt Jesú Kristi hvað svo sem aðrir gera.

Þegar Mormón var aðeins um tíu ára gamall var hann merkilega frábrugðinn fólkinu umhverfis. Þegar þið lesið Mormón 1–6, gætið þá að því hvernig trú Mormóns á Jesú Krist gerði hann einstakan og veitti honum tækifæri til að þjóna og blessa aðra. Eftirfarandi vers gætu verið góð byrjun:

Mormón 1:2–3, 13–17.Hvaða mun sjáið þið á Mormón og fólki hans? Að hvaða eiginleikum bjó hann sem hjálpuðu honum að vera andlega sterkur á slíkum erfiðleikatíma?

Mormón 2:18–19.Hvaða orð notaði Mormón til að lýsa veröld sinni? Hvernig viðhélt hann von þrátt fyrir ranglætið umhverfis?

Mormón 3:12.Hvað fannst Mormón um fólkið umhverfis? Hvað getið þið gert til að þróa sömu elsku og hann bjó að?

Hvaða fleiri vers í Mormón 1–6 undirstrika trú Mormóns á Jesú Krist? Hvaða tækifæri veittust honum af því að hann kaus að vera trúfastur?

Íhugið að læra boðskap Thomas S. Monson forseta, „Ver fyrirmynd og ljós“ (aðalráðstefna, október 2015) og gætið að ástæðum þess að fylgjendum Jesú Krists er mikilvægt að skera sig úr eða vera öðruvísi. Hvernig mynduð þið ljúka setningum eins og þessum? „ var mér fordæmi þegar hann [eða hún] . Þetta hjálpaði mér að vilja .“

Mormón gæti hafa fundist fordæmi sitt ekki hafa mikið að segja fyrir fólkið hans. Hvað mynduð þið segja við Mormón um það hversu mikið fordæmi hans hefur hjálpað ykkur, ef ykkur gæfist kostur á að ræða við hann?

Sjá einnig David A. Bednar, „Quick to Observe,“ Ensign, des. 2006, 30–36 eða Liahona, des. 2006, 14–20; „Something Different about Us: Example“ (myndband), Gospel Library; Gospel Topics, „Living the Gospel of Jesus Christ,“ Gospel Library.

Hjálpið öðrum að miðla því sem lært er. Þegar fólk miðlar því sem það lærir styrkist trú þess sjálfs og trú annarra (sjá Kenning og sáttmálar 88:122). Reynið að spyrja fjölskyldu ykkar eða námsbekk að því hvaða upplifanir þau hafa átt af því að læra orð Guðs.

Nefítar og Lamanítar berjast

Orrusta, eftir Jorge Cocco

Mormón 2:10–15

Guðleg sorg leiðir mig til Krists og varanlegrar breytingar.

Þegar Mormón sá sorg fólks síns, vonaði hann að það myndi iðrast. En „hryggð þeirra stefndi ekki að iðrun“ (Mormón 2:13) – hún var ekki guðleg sorg, heldur veraldleg sorg. Til að skilja muninn þar á milli, íhugið þá að skrá það sem þið lærið í Mormón 2:10–15 í töflu eins og þessa:

Guðleg sorg

Veraldleg sorg

Koma til Jesú (vers 14)

Formæltu Guði (vers 14)

Hvernig vitið þið hvort sorg ykkar er guðleg eða veraldleg? Hvernig getið þið breytt veraldlegri sorg í guðlega, ef þið upplifið veraldlega sorg?

Sjá einnig 2 Korintubréf 7:8–11; Michelle D. Craig, „Guðlegt ósætti,“ aðalráðstefna, október 2018.

Mormón 3:3, 9

„Menn gjörðu sér ekki ljóst, að það var Drottinn, sem hafði hlíft þeim.“

Mormón sá að Nefítarnir viðurkenndu ekki hvernig Drottinn hafði blessað þá. Þegar þið lesið Mormón 3:3, 9, gætuð þið ígrundað hvernig þið viðurkennið áhrif Guðs í lífi ykkar. Hvaða blessanir hljótið þið þegar þið viðurkennið áhrif hans? Hverjar eru afleiðingar þess að viðurkenna hann ekki? (sjá Mormón 2:26; Kenning og sáttmálar 59:21).

Sjá einnig Henry B. Eyring, „Ó, munið og hafið hugfast,“ aðalráðstefna, október 2007.

Mormón 5:8–24; 6:16–22

Jesús Kristur stendur með opinn faðminn til að taka á móti mér.

Ef þið finnið einhvern tíma til vanmáttar yfir eigin syndum, þá gæti sú lýsing Mormóns að frelsarinn standi „með opinn faðm til að taka á móti [okkur]“ veitt hughreystingu. Hvað lærið þið um tilfinningar himnesks föður og Jesú til ykkar, jafnvel þegar þið syndgið, er þið lesið Mormón 5:8–24 og 6:16–22? Á hvaða hátt hafið þið fundið Jesú Krist bjóða ykkur í opinn faðm sinn? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera sökum þess?

Sjá einnig „Kom þú til Jesú,“ Sálmar, nr. 40.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Mormón 1:1–3; 2:1, 23–24; 3:1–3, 12, 17–22

Ég get fylgt Jesú Kristi eins og Mormón gerði.

  • Mormón getur verið börnum ykkar innblástur, því hann var nokkuð ungur þegar hann þróaði trú sína á Krist. Þið gætuð ef til vill lesið Mormón 1:1–3 og börn ykkar hlustað eftir því hve gamall Mormón var þegar Ammaron fól honum sérstakt verkefni. Þið gætuð líka hjálpað þeim að finna eiginleikana í þessum versum sem Ammaron sá í Mormón. Hvernig hjálpa þessir eiginleikar okkur að fylgja Jesú Kristi?

    Mormón sem ungur drengur

    Mormón,10 ára, eftir Scott Snow

  • Mormón veittist tækifæri til að þjóna og blessa aðra því hann fylgdi Jesú Kristi. Þið gætuð boðið börnum ykkar að lesa einn eða fleiri eftirfarandi ritningarhluta og hjálpað þeim að miðla því sem þau lærðu um Mormón: Mormón 1:1–3; 2:1, 23–24; og 3:1–3, 12, 20–22 (sjá einnig „kafla 49: Mormón og kenningar hans,“ Sögur úr Mormónsbók, 138–42). Hvernig fylgdi hann Jesú Kristi? Hvernig hjálpaði og blessaði trú hans aðra? Hvernig getur trú okkar hjálpað fólki sem við þekkjum?

Mormón 2:8–15

Guðleg sorg leiðir mig til Krists og varanlegrar breytingar.

  • Þið gætuð ef til vill búið til töflu eins og þá sem er í „hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju“ til að hjálpa börnum ykkar að skilja muninn á guðlegri og veraldlegri sorg, er þau lesa Mormón 2:8, 10–15. Þau gætu síðan líka kannað Mormón 2:12 til að finna ástæður þess að iðrun ætti að fá okkur til að „gleðjast í hjarta.“ Hvernig getum við verið viss um að sorgin sem við upplifum vegna synda okkar fái okkur til að leita hjálpar Guðs til að breytast?

Mormón 3:3, 9

Himneskur faðir veitir mér margar blessanir.

  • Að bjóða börnum ykkar að skrá (eða teikna) eitthvað af því sem þau eru þakklát fyrir gæti verið góð leið til að hjálpa þeim að finna til þakklætis fyrir Guð. Eftir að þau hafa skráð þetta, gætuð þið lesið Mormón 3:3, 9 og útskýrt að himneskur faðir hafði líka blessað Nefítana, en þeir skeyttu engu um það. Hvað getum við gert til að sýna að við séum þakklát himneskum föður fyrir blessanir hans?

Mormón 3:12

Himneskur faðir vill að ég elski alla.

  • Þótt Nefítarnir hafi verið ranglátir, lét Mormón aldrei af því að elska þá. Hjálpið börnum ykkar að finna orðin „unnað“ og „elsku“ í Mormón 3:12. Þið gætuð líka sungið saman söng um að elska aðra, svo sem „Elskið alla, Jesús bauð“ (Barnasöngbókin, 39) meðan þið sýnið myndir af börnum víða um heim. Berið vitni um elsku Guðs til allra barna hans.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

gulltöflur

Mormónsbók var rituð svo „þér megið trúa fagnaðarerindi Jesú Krists“ (Mormón 3:21).