Kom, fylg mér 2024
11.–17. nóvember: „Sviptið vantrúarhulunni frá.“ Eter 1–5


„11.–17. nóvember: ‚Sviptið vantrúarhulunni frá.‘ Eter 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„11.–17. nóvember. Eter 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Jaredítar ferðast í óbyggðunum

Jaredítar fara frá Babel, eftir Albin Veselka

11.–17. nóvember: „Sviptið vantrúarhulunni frá“

Eter 1–5

Þótt háttur Guðs sé æðri okkar og við ættum ætíð að beygja okkur undir vilja hans, þá hvetur hann okkur líka til að hugsa og framkvæma sjálfstætt. Það var ein lexía sem Jared og bróður hans lærðist. Dæmi: Hugmyndin um að ferðast til nýs lands sem var „öllum öðrum löndum betra,“ virtist eiga uppruna í huga Jareds og Drottinn varð að ósk hans og sagði: „Þetta mun ég gjöra fyrir þig, vegna þess að þú hefur ákallað mig svo lengi“ (sjá Eter 1:38–43). Þegar bróðir Jareds þurfti síðan ljós í bátana sem áttu að bera þá til fyrirheitna landsins þeirra, þá spurði Drottinn spurningar sem við spyrjum hann yfirleitt sjálf að: „Hvað vilt þú, að ég gjöri?“ (Eter 2:23). Hann vill hlusta á hugsanir okkar og hugmyndir og hann mun hlusta og staðfesta eða veita viðeigandi leiðsögn. Stundum er það einungis eigin „[vantrúarhula]“ sem heldur frá okkur þráðum blessunum og ef okkur tekst að „[svipta] vantrúarhulunni frá“ (Eter 4:15), þá gætum við undrast það sem Drottinn er fús að gera fyrir okkur.

Sjá einnig „The Lord Appears to the Brother of Jared“ (myndband), Gospel Library.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Eter 1:33–43

Drottinn mun hafa samúð með mér þegar ég ákalla hann.

Í Eter 1:33–43 er sagt frá þremur bænum bróður Jareds. Hvað lærið þið af viðbrögðum Drottins við hverri þessara bæna? Hugsið um stundir þar sem þið hafið upplifað samúð Drottins við að ákalla hann í bæn. Þið gætuð viljað skrá slíka upplifun og miðla henni einhverjum sem gæti þarfnast þess að hlýða á vitnisburð ykkar.

Sjá einnig „Bænamál,“ Sálmar, nr. 45.

Eter 2; 3:1–6; 4:7–15

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég get hlotið opinberun fyrir eigið líf.

Russell M. Nelson forseti sagði: „Ég hvet ykkur eindregið til að auka andlegt atgervi ykkar til að hljóta opinberun. … Ákveðið að takast á við hið andlega verk sem þarf til að fá notið gjafar heilags anda og heyrt betur og oftar rödd andans“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Hvað lærið þið um „hið andlega verk“ sem Nelson forseti gat um í Eter 2; 3:1–6; 4:7–15? Þið gætuð merkt með einum lit spurningar og áhyggjuefni bróður Jareds og hvernig hann brást við þeim og með öðrum lit hvernig Drottinn liðsinnti honum og gerði vilja sinn ljósan.

Hér eru nokkrar spurningar til að hugleiða við námið:

  • Hvað vekur áhuga ykkar varðandi það hvernig Drottinn svarar spurningum bróður Jareds í Eter 2:18–25?

  • Hvernig gætuð þið notað Eter 3:1–5 til að hjálpa einhverjum sem er að læra að biðjast fyrir?

  • Hvað gæti komið í veg fyrir að þið hljótið opinberun frá Drottni? (sjá Eter 4:8–10). Hvernig gætuð þið hlotið oftar opinberun frá honum? (sjá Eter 4:7, 11–15).

  • Hvað haldið þið að merking þess sé að „svipta vantrúarhulunni frá“ í lífi ykkar (Eter 4:15)?

Hvað annað lærið þið af bróður Jareds um persónulega opinberun?

Öldungur Dale G. Renlund kenndi: „Rammi fyrir persónulega opinberun“ (aðalráðstefna, október 2022). Íhugið að teikna myndaramma og skrifa fjóra þætti rammans á hverja hlið. Hvernig getur þessi rammi hjálpað ykkur að „auka hæfni ykkar til að hljóta persónulega opinberun“?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Opinberun,“ Gospel Library.

Eter 2:14–15; 3:1–20

Með átölum sínum býður Drottinn mér að iðrast og koma til sín.

Jafnvel spámaður jafn mikilhæfur og bróðir Jareds var, þurfti átölur frá Drottni. Hvað lærið þið í Eter 2:14–15 um átölur Drottins? Íhugið hvernig átölur Drottins og viðbrögð bróður Jareds gætu hafa hjálpað við að búa hann undir þá upplifun sem finna má í Eter 3:1–20.

Eter 2:16–25

Drottinn mun búa mig undir að fara yfir mitt „mikla djúp.“

Stundum er eina leiðin fyrir okkur til að framfylgja vilja Guðs að fara yfir hið „mikla djúp.“ Sjáið þið samlíkingar við líf ykkar í Eter 2:16–25? Hvernig hefur Drottinn búið ykkur undir eigin áskoranir? Hvað er hann að biðja ykkur að gera í dag til að búa ykkur undir það sem hann vill að þið gerið í framtíðinni?

Sjá einnig L. Todd Budge, „Stöðugt og varanlegt traust,“ aðalráðstefna, október 2019.

Tileinkið ykkur það sem þið lærið. Trúarnám ætti að innblása okkur til að breyta lífi okkar. Eftir að hafa lesið Eter 4:11–12, gætuð þið skráð einhverja áhrifaþætti í lífi ykkar og hugleitt hvort þeir hvetji ykkur til að gera gott. Hvaða breytingar finnst ykkur þið hvött til að gera?

Eter 5

Vitni staðfesta sannleiksgildi Mormónsbókar.

Þegar þið lesið spádóm Morónís í Eter 5, hugleiðið þá þann tilgang Drottins að búa marga undir að verða vitni að Mormónsbók. Hvaða vitni hafa innblásið ykkur til að trúa að Mormónsbók sé orð Guðs? Hvernig hefur Mormónsbók sýnt ykkur fram á „kraft Guðs, og einnig orða hans“? (Eter 5:4).

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Eter 1:33–37; 2:16–25; 3:1–6

Himneskur faðir heyrir og svarar bænum mínum.

  • Ef þið kunnið tungumál sem börnin ykkar kunna ekki, gefið þeim þá einfaldar leiðbeiningar á því tungumáli (eða spilið upptöku af öðru tungumáli). Þið getið notað þetta til að útskýra af hverju bróðir Jareds bað um hjálp í Eter 1:33–37. Undirstrikið hvað Drottni fannst um þessa bæn og hvernig hann brást við (sjá einnig „kafla 50: Jaredítarnir fara frá Babel,“ Sögur úr Mormónsbók, 143–44).

  • Börn ykkar gætu látist vera að smíða bát þegar þið lesið Eter 2:16–17. Þið og börn ykkar gætuð síðan lesið um vandann sem Jaredítarnir höfðu varðandi bátana (sjá Eter 2:19) og hvernig Drottinn svaraði bænum bróður Jareds á mismunandi vegu (sjá Eter 2:19–25; 3:1–6). Myndin og verkefnasíðan aftast í þessum lexíudrögum gætu hjálpað ykkur og börnum ykkar við að segja söguna. Hvað lærum við af bróður Jareds um bæn? Íhugið að miðla reynslu þar sem þið báðuð um hjálp og himneskur faðir hjálpaði ykkur.

Eter 3:6–16

Ég var skapaður/sköpuð í mynd Guðs.

  • Þegar börn ykkar vaxa úr grasi munu mörg skilaboð dynja á þeim um Guð, þau sjálf og hinn efnislega líkama þeirra. Þið gætuð beðið þau að hjálpa ykkur að finna sannleika um þetta efni í Eter 3:6–16. Til að leggja áherslu á sannleikann sem kenndur er í Eter 3:13, 15, gætuð þið horft saman á mynd af frelsaranum og boðið börnum ykkar að benda á hina ýmsu líkamshluta hans. Þau gætu síðan bent á sömu líkamshluta á sjálfum sér. Þið gætuð líka sungið saman söng sem tengist líkama okkar, svo sem „Ég lifi í því húsi“ (Syngdu með mér, B-48). Þið og börn ykkar gætuð rætt af hverju þið eruð þakklát fyrir líkama ykkar.

Ljósmynd
barn hlaupandi á akri

Við erum sköpuð í mynd Guðs

Eter 5

Þrjú vitni báru vitni um Mormónsbók.

  • Moróní spáði að vitnin þrjú myndu hjálpa við að staðfesta sannleiksgildi Mormónsbókar. Til að kenna hvað vitni er, gætuð þið beðið börn ykkar að lýsa einhverju sem þau hafa séð eða upplifað sem aðrir hafa ekki gert. Þegar þið síðan lesið saman Eter 5 gætuð þið rætt af hverju Guð notar vitni í verki sínu. Þið gætuð líka miðlað hvert öðru hvernig þið vitið að Mormónsbók sé sönn og hvernig þið getið gefið öðrum vitnisburð ykkar.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Jesús snertir sextán steina í návist bróður Jareds

Sást þú meira en þetta? eftir Marcus Alan Vincent

Prenta