Kom, fylg mér 2024
18.–24. nóvember: „Svo að hið illa verði afnumið.“ Eter 6–11


„18.–24. nóvember: ‚Svo að hið illa verði afnumið.‘ Eter 6–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„18.–24. nóvember. Eter 6–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Jaredítar sigla á sjó

Ég mun færa ykkur aftur upp úr djúpi sjávar, eftir Jonathan Arthur Clarke

18.–24. nóvember: „Svo að hið illa verði afnumið“

Eter 6–11

Hundruðum ára eftir tortímingu Jaredítanna, uppgötvuðu Nefítarnir rústir hins forna samfélags þeirra. Meðal þessara rústa voru dularfullar heimildir – „þéttáletraðar töflur“ úr „skíra gulli,“ og Nefítunum „fýsti takmarkalaust“ að lesa þær (Mósía 8:9; 28:12). Við, á okkar tíma, höfðum útdrátt úr þessari heimild sem nefnd er Bók Eters. Þegar Nefítarnir lásu heimildirnar „fylltust þeir trega“ er þeir komust að hinu hörmulega falli Jaredítanna. „Þó veitti hún þeim mikla þekkingu, sem gladdi þá“ (Mósía 28:18). Þið gætuð líka fundið sorglega atburði í þessari bók. En þið getið líka glaðst yfir þessari gjöf þekkingar. Moróní ritaði: „Það [er] viska Guðs, að þetta sé yður sýnt … svo að hið illa verði afnumið og sá tími komi, að Satan hafi ekkert vald yfir hjörtum mannanna barna“ (Eter 8:23, 26).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Eter 6:1–12

Drottinn mun leiða mig á jarðnesku ferðalagi mínu.

Þið gætuð hlotið andlegan skilning af því að bera saman ferð Jaredítanna yfir hafið og ferð ykkar um jarðlífið. Hverju hefur Drottinn t.d. séð ykkur fyrir sem lýsir veg ykkar, líkt og steinarnir í bátum Jaredítanna? Hvað gætu bátarnir táknað eða vindurinn sem „blés stöðugt í átt til hins fyrirheitna lands“? (Eter 6:8). Hvað lærið þið af því sem Jaredítarnir gerðu fyrir og eftir sjóferðina og meðan á henni stóð? Hvernig leiðir Drottinn ykkur í átt að fyrirheitna landi ykkar?

„Lofsyngið Drottni.“ Jaredítarnir tjáðu Guði þakklæti og elsku með söng og lofgjörð (sjá Eter 6:9). Þið gætuð leitað eða skapað tækifæri til að nota tónlist og hjartnæman vitnisburð til að lofa Guð á heimili ykkar eða í kirkju. Dæmi: Það gæti verið viðeigandi að syngja lofgjörðarsálm eins og „Öll sköpun syngi Drottni dýrð“ (Sálmar, nr. 16 ) þegar þið lærið Eter 6:1–12.

fjölskylda meðal Jaredíta í báti sínum

Barn um borð, eftir Kendal Ray Johnson

Eter 6:5–18, 30; 9:28–35; 10:1–2

„Ganga í auðmýkt frammi fyrir Drottni.“

Þótt dramb og ranglæti hafi virst ráðandi í sögu Jaredítanna, þá má líka finna í þessum kapítulum dæmi um auðmýkt – einkum í Eter 6:5–18, 30; 9:28–35; og 10:1–2. Að ígrunda eftirfarandi spurningar, gæti hjálpað ykkur að læra af þessum dæmum: Af hverju auðmýktu Jaredítarnir sig í þessum aðstæðum? Hvernig sýndu þeir auðmýkt? Hvernig blessaði Guð þá í kjölfarið? Íhugið hvað þið getið gert til að vera fús til að „ganga í auðmýkt frammi fyrir Drottni“ (Eter 6:17), fremur en að vera neydd til auðmýktar (sjá Mósía 4:11–12; Alma 32:14–18).

Sjá einnig Dale G. Renlund, „Gjörið rétt, hafið dálæti á miskunn og fram gangið í lítillæti fyrir Guði,“ aðalráðstefna, október 2020.

Eter 7–11

trúarskólatákn
Ég get orðið kristilegur leiðtogi.

Kapítular 7–11 í Eter ná hið minnsta yfir 28 kynslóðir. Þótt ekki sé mögulegt að veita nákvæmar upplýsingar í svo stuttu máli, þá kemur ákveðin fyrirmynd fljótt í ljós varðandi réttláta og rangláta leiðtoga. Hvað lærið þið um leiðtogahæfni af dæmunum – jákvætt og neikvætt – um konungana sem eru taldir upp hér að neðan?

Öldungur Dieter F. Uchtdorf veitti gagnlega leiðsögn um leiðtogahæfni í boðskap sínum „Sá mesti meðal yðar“ (aðalráðstefna, apríl 2017). Íhugið að læra þennan boðskap – einkum sögurnar sem hann segir – og gætið að reglum eða mynstri um kristilega leiðtogahæfni. Hvenær hafið þið séð þessar reglur eða mynstur í fari þeirra sem leiða?

Þegar þið hugleiðið námsefnið, hugsið þá um tækifæri sem þið hafið hlotið til að leiða eða hafa áhrif á aðra á heimili ykkar, í samfélaginu, kirkjunni, o.s.frv. Hvernig getið þið þróað eiginleika kristilegrar leiðtogahæfni, jafnvel þótt ykkur hafi ekki verið úthlutað ákveðnu leiðtogaverkefni?

Sjá einnig Gospel Topics, „Serving in Church Callings,“ Gospel Library; „Principles of Leadership in the Church,“ General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 4.2 (ChurchofJesusChrist.org).

Eter 8:7–26

Drottinn starfar ekki í myrkri.

Þegar fólk gerir samsæri um að halda ranglátum verkum sínum leyndum, er það viðriðið leynisamtök. Auk leynisamtakanna sem getið er um í Eter 8:7–18, má finna fleiri dæmi í Helaman 1:9–12; 2:2–11; 6:16–30; og HDP Móse 5:29–33. Íhugið að gera samanburð á þessum versum og 2, Nefí 26:22–24, þar sem Nefí lýsir því hvernig Drottinn vinnur verk sitt. Af hverju haldið þið að Moróní hafi verið boðið að rita það sem hann gerði um leynisamtök?

Hvað hafið þið lært í Bók Eters ykkur til hjálpar við að hljóta blessanirnar sem tilgreindar eru í Eter 8:26?

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Eter 6:1–12

Ég get treyst himneskum föður til að hughreysta mig þegar ótta sækir að.

  • Allir eiga erfiða tíma – jafnvel litlu börnin. Þið gætuð ef til vill hjálpað börnum ykkar að finna orð og orðtök í Eter 6:1–12 sem tjá hvernig Jaredítarnir treystu Guði á virkilega erfiðum og óttalegum tíma. Íhugið að miðla hvert öðru einhverjum upplifunum þar sem Guð hjálpaði ykkur á erfiðum lífsins stundum.

Eter 6:9, 12, 30; 7:27; 10:2

Að minnast þess sem Drottinn hefur gert færir þakklæti og frið.

  • Eftir að Jaredítarnir komust heilir á húfi til fyrirheitna landsins, voru þeir svo þakklátir að þeir „felldu gleðitár“ (Eter 6:12). Þið gætuð innblásið börn ykkar til að finna til þakklætis fyrir blessanir Guðs með því að hjálpa þeim að finna orðtök í Eter 6:9, 12 sem sýna hvernig Jaredítarnir tjáðu Guði þakklæti sitt. Þau gætu notið þess að syngja söng eins og Jaredítarnir sem tjáir þakklæti, svo sem „Himnafaðir elskar mig“ (Barnasöngbókin, 16). Biðjið börn ykkar að segja ykkur frá einhverju sem þau eru þakklát fyrir.

  • Börn ykkar gætu ef til vill lesið Eter 6:30; 7:27; og 10:2 og fundið það sem þessir réttlátu konungar höfðu hugfast. Hvernig hafði það áhrif á það hvernig þeir leiddu fólk sitt? Þið og börn ykkar gætuð rætt leiðir til að hafa það hugfast sem Guð hefur gert fyrir ykkur. Dæmi: Þau gætu ef til vill skrifað um það eða teiknað myndir af því. Þið gætuð lagt til að þau gerðu það að vana að skrá blessanir frá Guði sem þau taka eftir (sjá „O Remember, Remember“ [myndband], Gospel Library).

Eter 7:24–27

Ég hlýt blessanir þegar ég fylgi spámanni Guðs.

  • Þið og börn ykkar mynduð ef til vill njóta þess að leika eitthvað af því sem spámaðurinn hefur kennt okkur að gera. Þið gætuð jafnvel gert leik úr þessu með því að giska á hvað hreyfingarnar tákna. Þetta gæti búið börn ykkar undir að ræða af hverju það er mikilvægt að fylgja spámanni Guðs. Þið gætuð síðan lesið Eter 7:24–27 til að komast að því sem gerðist þegar fólkið hlýddi spámanni Guðs. Hvernig erum við blessuð af því að fylgja spámanni okkar tíma?

Eter 9:28–35; 11:5–8

Drottinn er miskunnsamur þegar ég iðrast.

  • Að leita að mynstri er gagnleg námshæfni. Í Bók Eters eru endurtekið mynstur þar sem miskunnsemi Drottins er undurstrikuð. Til að hjálpa börnum ykkar að finna þetta mynstur, bjóðið þeim þá að læra Eter 9:28–35 og Eter 11:5–8 og gæta að því sem líkt er í þessum frásögnum. Hvað lærum við af þessum sögum? Þau gætu ef til vill leitað að myndum í Trúarmyndabók af öðrum einstaklingum í ritningunum sem iðruðust og hlutu fyrirgefningu.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Jaredítar sigla á sjó

Bátar Jaredítanna, eftir Gary Ernest Smith