„20.–26. apríl. Mósía 4–6: ,[Mikil breyting],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„20.–26. apríl. Mósía 4–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
20.–26. apríl
Mósía 4–6
„[Mikil breyting]“
Þegar þið lesið og hugleiðið Mósía 4–6, verið þá opin fyrir hughrifum heilags anda. Hvaða gott eruð þið hvött til að gera? (sjá Mósía 5:2).
Skráið hughrif ykkar
Hafið þið einhvern tíma hlýtt á einhvern tala og fundið hvatningu til að breyta eigin lífi? Ef til vill hafið þið ákveðið að haga lífi ykkar aðeins öðruvísi sökum þess sem þið heyrðuð – eða jafnvel allt öðruvísi. Prédikun Benjamíns konungs var af því taginu og sannleikurinn sem hann kenndi hafði þess konar áhrif á fólkið sem heyrði hann mæla. Benjamín konungur miðlaði fólki sínu því sem engill Drottins hafði kennt honum – að dásamlegar blessanir væru mögulegar með „friðþægingarblóði Krists“ (Mósía 4:2). Boðskapur hans breytti algjörlega viðhorfi þess til sjálfs sín (sjá Mósía 4:2), breytti þrá þess (sjá Mósía 5:2) og knúði það til að gera sáttmála við Guð um að gera ætíð vilja hans (sjá Mósía 5:5). Á þennan hátt höfðu orð Benjamíns konungs áhrif á fólkið hans. Hvaða áhrif hafa þau á ykkur?
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Ég get hlotið og notið fyrirgefningar synda minna fyrir tilverknað Jesú Krists.
Að sigrast á hinum náttúrlega manni, er ekki árennilegt verk. Það krefst mikillar vinnu að verða „heilagur fyrir friðþægingu Krists, sjálfs Drottins“ (Mósía 3:19). Þið gætuð stundum átt í basli með að viðhalda þeirri tilfinningu að hafa hlotið fyrirgefningu syndanna og vera á vegi réttlætis. Benjamín konungur kenndi fólki sínu bæði hvernig á að hljóta og njóta fyrirgefningar syndanna og lifa stöðugt sem heilagur. Þegar þið lærið kapítula 4 í Mósía, gætuð þið spurt ykkur sjálf spurninga líkum þessum:
-
Vers 1–12.Hvaða blessanir færði fyrirgefning syndanna fólki Benjamíns konungs? Hvað kenndi Benjamín konungur þeim til hjálpar við að njóta fyrirgefningar synda þeirra? Hvað kenndi hann um hvernig við hljótum sáluhjálp? Gætið að því að Benjamín konungur sagði: „Varðveitið ætíð í hug yðar“ (vers 11). Hvað finnst ykkur þið hvött að gera til að muna eftir þessu?
-
Vers 12–16.Hvað gerist í lífi okkar, samkvæmt þessum verum, ef við gerum það sem greint er frá í versi 11? Hafið þið upplifað þessar breytingar í lífi ykkar? Hvernig tengjast þær breytingunum sem tilgreindar eru í Mósía 3:19?
-
Vers 16–30.Hvernig gerir það okkur kleift að njóta fyrirgefningar synda okkar að liðsinna hinum fátæku? Hvernig getið þið tileinkað ykkur vers 27 til að verða kristilegri?
Sjá einnig David A. Bednar, „Ætíð njóta fyrirgefningar synda ykkar,“ aðalráðstefna, apríl 2016; Dale G. Renlund, „Að varðveita gjörbreytingu hjartans,“ aðalráðstefna, október 2009.
Andi Drottins getur valdið mikilli breytingu í hjarta mínu.
Ekki er óalgengt að fólk segi: „Ég get ekki breyst Ég er bara svona.“ Upplifun fólks Benjamíns konungs sýnir okkur þvert á móti hvernig andi Drottins getur sannlega breytt hjarta okkar. Russell M. Nelson forseti kenndi: „Við getum breytt hegðun okkar. Þrár okkar geta breyst. … Raunveruleg breyting ‒ varanleg breyting ‒ getur aðeins orðið með græðandi, hreinsandi og virkjandi krafti friðþægingar Jesú Krists. … Fagnaðarerindi Jesú Krists er fagnaðarerindi breytinga!“ („Ákvarðanir fyrir eilífðina,“ aðalráðstefna, október 2013).
Þegar þið lesið um breytinguna sem fólk Benjamíns konungs upplifði, íhugið þá hvernig hin „[mikla breyting]“ hefur leitt til sannra trúskipta ykkar – eða getur leitt til þeirra. Hafa nokkrar „[miklar]“ stundir leitt til umbreytingar hjarta ykkar eða hefur trúarumbreyting ykkar gerst hægar og smám saman?
Sjá einnig Esekíel 36:26–27; Alma 5:14; David A. Bednar, „Snúið til Drottins,“ aðalráðstefna, október 2012.
Ég tek á mig nafn Krists þegar ég geri sáttmála.
Ein ástæða þess að Benjamín konungur vildi ávarpa fólk sitt var til þess að „gefa [því] nafn.“ Sumir voru Nefítar og aðrir niðjar Múleks, en það voru ekki nöfnin sem hann hafði í huga. Hann bauð fólkinu að taka á sig „nafn Krists,“ sem hluta af sáttmála þeirra um að hlýða Guði (Mósía 1:11; 5:10). Hvað lærið þið af Mósía 5:7–9 um merkingu þess að taka á sig nafn Krists?
Öldungur D. Todd Christofferson kenndi: „Uppspretta … siðferðilegs og andlegs kraftar … er Guð. Aðgengi okkar að þessum krafti er í gegnum sáttmála okkar við hann“ („Kraftur sáttmála,“ aðalráðstefna, apríl 2009). Þegar þið lesið Mósía 5:5–15, búið þá til lista yfir blessanirnar sem þið munuð hljóta, er þið haldið sáttmálana sem þið gerðuð við Guðs. Hvernig hjálpar það að halda sáttmála ykkar að viðhalda hinni „[miklu] breytingu“ sem varð á ykkur fyrir tilverknað Jesú Krists og friðþægingar hans?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Mósía 4:9–12
Hvernig getur fjölskylda ykkar átt fyllri „[trú] á Guð“ (Mósía 4:9) og „[varðveitt] ætíð í hug [sínum] mikilleik Guðs“? (Mósía 4:11). Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir lesið Mósía 4:9–12 og auðkennt orðtök sem hvetja til aukinnar trúar á Guð. Þau gætu síðan skráð orðtökin og sett þau upp á heimili ykkar til áminningar. Hvernig munum við „ætíð fagna“ og „ætíð njóta fyrirgefningar syndanna,“ ef við höfum þessa hluti hugfasta?? (Mósía 4:12).
Mósía 4:14–15
Hvað lærum við af þessum versum um þrætur og deilur?
Mósía 4:16–26
Á hvaða hátt erum við öll beiningamenn? Hvernig ber okkur að koma fram við öll börn Guðs samkvæmt þessum versum? (sjá Mósía 4:26). Hver þarfnast liðsinnis okkar?
Mósía 4:27
Er fjölskylda ykkar að hlaupa hraðar en styrkur hennar leyfir? Ef til vill gætuð þið beðið fjölskyldumeðlimi að leggja mat á verk sín, til að gæta þess að þau séu bæði kostgæfin og vitur.
Mósía 5:5–15
Hvað segir það um samband okkar við Krist að taka á sig nafn hans? Gagnlegt gæti verið að ræða hvers vegna fólk merkir stundum eigur sínar með nafni sínu. Hvernig getum við sýnt að við „heyrum til“ frelsara okkar?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.