Kom, fylg mér
12.–18. október. 3. Nefí 20–26: „Þér eruð börn sáttmálans“


„12.-18. október. 3. Nefí 20–26: ‚Þér eruð börn sáttmálans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„12.-18. október. 3. Nefí 20–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Kristur birtist Nefítunum

Teikning af Kristi birtast Nefítunum, eftir Andrew Bosley

12.–18. október

3. Nefí 20–26

„Þér eruð börn sáttmálans“

Þegar Jesús ræddi um ritningarnar, notaði hann oft orðið leita (sjá 3. Nefí 20:11; 23:1, 5). Hverju munið þið leita að við lestur 3. Nefí 20–26?

Skráið hughrif ykkar

Þegar þið heyrið fólk nota hugtök eins og Ísraelsætt, finnst ykkur þá að það sé að tala um ykkur? Nefítarnir og Lamanítarnir voru raunverulegir afkomendur Ísraels – saga þeirra hófst í Jerúsalem – hvað þá varðaði hlýtur Jerúsalem samt að hafa virst vera í „fjarlægu landi, landi, sem [þeir þekktu] ekki“ (Helaman 16:20). Þeir voru jú „grein af meiði Ísraels,“ en höfðu líka „horfið … af stofninum“ (Alma 26:36; sjá einnig 1. Nefí 15:12). Þegar frelsarinn aftur á móti birtist þeim, vildi hann að þeir vissu að þeir voru honum ekki týndir. Hann sagði: „Þér eruð … af húsi Ísraels, og þér tilheyrið sáttmálanum“ (3. Nefí 20:25). Hann gæti sagt eitthvað álíka við ykkur, því sérhver sem lætur skírast og gerir sáttmála við hann, er líka af Ísraelsætt, „af … sáttmálanum,“ burt séð frá uppruna ykkar eða hvar þið búið. Með öðrum orðum, þegar Jesús ræðir um Ísraelsætt, þá er hann að vísa til ykkar. Boðið um að blessa „allar ættkvíslir jarðar,“ er ætlað ykkur (3. Nefí 20:27). Boðið „vakna þú, íklæð þig styrkleik þínum,“ er ætlað ykkur (3. Nefí 20:36). Hans dýrmæta loforð: „Gæska mín mun eigi hverfa þér, né heldur mun friðarsáttmála mínum raskað,“ er líka ykkur ætlað (3. Nefí 22:10).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

3. Nefí 20–22

Á síðari dögum mun Guð koma til leiðar miklu og undursamlegu verki.

Frelsarinn gaf mannfjöldanum undraverð loforð og spáði fyrir um framtíð sáttmálsþjóðar sinnar – sem innifelur ykkur. Líkt og Russell M. Nelson forseti sagði: „Við [erum] meðal sáttmálsþjóðar Drottins. Það eru forréttindi okkar að taka persónulega þátt í uppfyllingu þessara loforða. Það eru spennandi tímar sem við lifum á!“ („Samansöfnun tvístraðs Ísraels,“ aðalráðstefna, október 2006).

Gætið að spádómum um síðustu daga með rödd frelsarans í 3. Nefí 20–22. Hvað af þessum spádómum eru ykkur einkar hrífandi? Hvað getið þið gert til hjálpar við að uppfylla spádómana í þessum kapítulum?

Gætið að því að 3. Nefí 21:1–7 greinir frá því að fram koma Mormónsbókar (sjá „þessa hluti“ í versum 2 og 3) sé tákn um að loforð Guðs séu þegar byrjuð að uppfyllast. Hver eru þessi loforð og hvernig er Mormónsbók þáttur í uppfyllingu þeirra?

Sjá Russell M. Nelson, „Hope of Israel [Von Ísraels]“ (heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fólk, 3. júní 2018), broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.

3. Nefí 20:10–12; 23; 26:1–12

Frelsarinn vill að ég kanni orð spámannanna.

Orð og verk Jesú í þessum kapítulum afhjúpa hvað honum finnst um ritningarnar. Hvað lærið þið um ritningarnar í 3. Nefí 20:10–12; 23; og 26:1–12? Hvað finnið þið í þessum versum sem hvetur ykkur til að „kanna þetta af kostgæfni“? (3. Nefí 23:1).

3. Nefí 2224

Guð er þeim miskunnsamur sem koma aftur til hans.

Í 3. Nefí 22 og 24 vitnar frelsarinn í orð Jesaja og Malakís, sem eru fyllt lifandi lýsingum og samlíkingum – litríkum steinum, kolaeldi, hreinsuðu silfri, gáttum himins. Áhugavert gæti verið að skrá það. Hvað kennir hvert þessa atriða ykkur um samband Guðs við fólk hans? Í 3. Nefí 22:4–8 er t.d. samlíking um Guð sem eiginmann og fólk hans sem eiginkonu. Lestur um þessa samlíkinga gæti fengið ykkur til að hugsa um samband ykkar sjálfra við Drottin. Hvernig hafa loforðin í þessum kapítulum uppfyllst í ykkar lífi? (sjá einkum 3. Nefí 22:7–8, 10–17; 24:10–12, 17–18).

3. Nefí 25:5–6

Hjarta mitt ætti að snúa til áa minna.

Gyðingar um heim allan hafa um aldir vænst hinnar fyrirheitnu endurkomu Elía af mikilli eftirvæntingu. Síðari daga heilagir vita að Elía hefur komið aftur, er hann birtist Joseph Smith í Kirtland-musterinu árið 1836 (sjá Kenning og sáttmálar 110:13–16). Verkið að snúa hjörtum til feðranna – musteris- og ættarsögustarf – er á góðum skriði. Hvaða upplifanir ykkar hafa hjálpað við að snúa hjörtum ykkar til áa ykkar?

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

3. Nefí 22:2

Eftir lestur þessara versa, gætuð þið ef til vill búið til heimatilbúið tjald og rætt hvernig kirkjan er eins og tjald í eyðimörk. Hver gæti verið merking orðanna „gjör stög þín lengri og stikur þínar styrkari“? Hvernig bjóðið þið öðrum að finna „skjól“ í kirkjunni? (sjá myndbandið „Welcome“ á ComeuntoChrist.org).

3. Nefí 23:6–13

Hvers myndi frelsarinn spyrja okkur, ef hann ætti að meta heimildirnar sem fjölskylda okkar hefur haldið? Eru einhverjir mikilvægir atburðir eða andlegar upplifanir sem við ættum að skrá? Nú gæti verið gott að búa til fjölskylduheimild og ræða saman um hvað hún ætti að geyma. Yngri fjölskyldumeðlimir gætu haft gaman af því að skreyta heimildina með myndum og teikningum. Afhverju er mikilvægt að skrá andlegar upplifanir fjölskyldu okkar?

3. Nefí 24:7–18

Hvernig höfum við upplifað blessanir þess að greiða tíund sem lofaðar eru í þessum versum? Boðskapur öldungs Davids A. Bednar „Gáttir himins“ (aðalráðstefna, október 2013) gæti hjálpað fjölskyldumeðlimum að átta sig á þessum blessunum.

3. Nefí 25:5–6

Hvernig munið þið hjálpa fjölskyldumeðlimum ykkar að snúa hjörtum sínum til feðra sinna? Ef til vill gætuð þið falið fjölskyldumeðlimum að læra um einn áa ykkar og miðla því hinum í fjölskyldunni (sjá FamilySearch.org). Þið gætuð líka þess í stað unnið saman að því að finna áa sem þarfnast helgiathafna musterisins og ráðgert musterisferð til að framkvæma þær helgiathafnir.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Lifið samkvæmt vitnisburði ykkar. „Þið kennið það sem þið eruð,“ kenndi öldungur Neal A. Maxwell. „Eiginleikar ykkar verða öðrum hugfastari, … en einhver ákveðinn sannleikur í einhverri ákveðinni lexíu“ („But a Few Days“ [ræða flutt fyrir trúarkennara Fræðsludeildar kirkjunnar, 10. sept. 1982], 2). Ef þið viljið kenna reglu fagnaðarerindisins, reynið þá eftir bestu getu að lifa samkvæmt henni.

Jesús les heimildir Nefíta með Nefí

Koma fram með heimildina, eftir Gary L. Kapp