„Viðauki B: ,Skýr og dýrmætur sannleikur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„Viðauki B,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
Viðauki B
„Skýr og dýrmætur sannleikur“
Mormónsbók var fyrirbúin til að koma fram á síðari dögum, á tíma mikillar ringulreiðar um kenningu eða eilífan sannleika Guðs. Einn þáttur hins guðlega tilgangs þeirrar bókar, líkt og Nefí sá fyrir, er að „staðfesta sannleiksgildi [Biblíunnar],“ að gera ljós hin „skýru og dýrmætu atriði“ sem hafa glatast í aldanna rás og „gjöra öllum kynkvíslum, tungum og lýðum kunnugt, að Guðslambið er sonur hins eilífa föður og frelsari heimsins“ (1. Nefí 13:40).
Mormónsbók opinberar eilífan sannleika sem glatast hafði í fráhvarfinu og er annað skilgreinandi vitni um margan sannleika Biblíunnar. Hér er einungis nokkuð af þeim sannleika. Gætið að þessum og öðrum dýrmætum sannleika er þið lærið Mormónsbók.
Guðdómurinn
-
Himneskur faðir, Jesús Kristur og heilagur andi eru aðskildar verur, en eitt í tilgangi (sjá 3. Nefí 11:32, 36).
-
Hinn upprisni frelsari hefur áþreifanlegan líkama (sjá 3. Nefí 11:10–17).
Fleiri ritningarvers um Guðdóminn: 2. Nefí 31:6–8; Eter 12:41
Friðþæging Jesú Krists
-
Jesús Kristur þjáðist fyrir syndir okkar og misgjörðir, svo hann mætti vita hvernig liðsinna ætti okkur (sjá Alma 7:11–13).
-
Við getum orðið fullkomin fyrir náð Jesú Krists (sjá Moróní 10:32–33).
Fleiri ritningarvers um friðþægingu frelsarans: 1. Nefí 10:6; 2. Nefí 2:6–9; Jakob 4:11–12; Mósía 3:1–19; Alma 34:8–16
Sáluhjálparáætlunin
-
Fall Adams og Evu var nauðsynlegur þáttur í áætlun himnesks föður (sjá 2. Nefí 2:22–27).
-
Andstæður voru okkur nauðsynlegar til að iðka sjálfræðið (sjá 2. Nefí 2:11–16).
-
Við verðum dæmd samkvæmt verkum okkar og þrá hjartans (sjá Alma 41:3–7).
-
„Díki elds og brennisteins“ er táknrænt fyrir angist hinna iðrunarlausu (sjá 2. Nefí 9:16–19; Mósía 3:24–27).
Fleiri ritningarvers um sáluhjálparáætlunina: 2. Nefí 9:11–26; Alma 22:12–14; 34:31–35; 42:1–26
Fráhvarfið og endurreisnin
-
Fráhvarfið átti sér stað sökum ranglætis og vantrúar (sjá Mormón 8:28, 31–41).
-
Mormónsbók endurreisir sannleikann sem kenndur er í Biblíunni (sjá 1. Nefí 13:19–41; 2. Nefí 3:12).
-
Kirkja Krists skal nefnd hans nafni (sjá 3. Nefí 27:3–9).
Fleiri ritningarvers um fráhvarfið: 1. Nefí 13:1–9, 24–29; 2. Nefí 27–28
Fleiri ritningarvers um endurreisnina: 1. Nefí 14:7–12; 22:7–11; 2. Nefí 3:7–24; 25:17–18
Spámenn og opinberun
-
Allir spámenn vitna um Jesú Krist (sjá Mósía 13:33–35).
-
Þekking á andlegum sannleika berst með heilögum anda (sjá Alma 5:45–47).
-
Biblían geymir ekki öll orð Guðs (sjá 2. Nefí 29:10–13).
-
Guð hefur ekki látið af opinberun á okkar tíma (sjá Mormón 9:7–9).
Fleiri ritningarvers um spámenn: 1. Nefí 22:1–2; Mósía 8:16–18; Helaman 13:24–33
Fleiri ritningarvers um opinberun: Jakob 4:8; Alma 12:9–11; 17:2–3; Moróní 10:5
Prestdæmið
-
Prestdæmishafar eru kallaðir og undirbúnir frá grundvöllun veraldar (sjá Alma 13:1–3).
-
Einstaklingur verður að hafa valdsumboð frá Guði til að prédika fagnaðarerindið (sjá Mósía 23:17).
Fleiri ritningarvers um prestdæmið: Mósía 18:17–20; Alma 13; Helaman 10:7
Helgiathafnir og sáttmálar
-
Skírn er nauðsynleg til að öðlast eilíft líf (sjá 2. Nefí 31:4–13, 17–18).
-
Framkvæma verður skírn með niðurdýfingu (sjá 3. Nefí 11:23–27).
-
Lítil börn hafa enga þörf fyrir að láta skírast (sjá Moróní 8:8–12).
-
Framkvæma skal helgiathafnir samkvæmt fyrirmælum Krists, af þeim sem hefur til þess valdsumboð (sjá Mósía 18:17–18; 3. Nefí 11:21–27; Moróní 4:1).
Fleiri ritningarvers um helgiathafnir: Mósía 18:8–17; 21:33–35; Alma 13:16; 3. Nefí 18:1–11; Moróní 2–6; 8:4–26
Fleiri ritningarvers um sáttmála: 2. Nefí 11:5; Mósía 5:1–9; Alma 24:17–18
Hjónabandið og fjölskyldan
-
Eiginmaður og eiginkona ættu að elska hvort annað (sjá Jakob 3:5–7).
-
Foreldrum ber að ala upp börn sín fyrir Drottin (sjá 1. Nefí 7:1).
Fleiri ritningarvers um hjónabandið og fjölskylduna: 1. Nefí 1:1; 2. Nefí 25:26; Jakob 2:23–28; Enos 1:1; Mósía 4:14–15; 3. Nefí 18:21
Boðorðin
-
Drottinn mun greiða okkur veg til að til að halda boðorð hans (sjá 1. Nefí 3:7).
-
Guð lofar að blessa okkur, ef við höldum boðorð hans (sjá Mósía 2:22–24).
Fleiri ritningarvers um boðorð: 1. Nefí 17:3; 22:30–31; Alma 37:13, 35; 50:20