Kenning og sáttmálar 2021
13.–19. september. Kenning og sáttmálar 102–105: „Eftir mikið andstreymi … kemur blessunin“


„13.–19. september. Kenning og sáttmálar 102–105: ,Eftir mikið andstreymi … kemur blessunin,’” Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„13.–19. september. Kenning og sáttmálar 102–105,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

menn með vagna

C. C. A. Christensen (1831–1912), Síonarfylkingin, um 1878, temperalitir á mússulín, 78 × 114 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, gjöf barnabarna C. C. A. Christensen, 1970

13.–19. september

Kenning og sáttmálar 102–105

„Eftir mikið andstreymi … kemur blessunin”

Hvaða meginreglur í Kenningu og sáttmálum 102–5 eru ykkur mikilvægar? Hugleiðið að skrá hugsanir ykkar og hughrif um þessar reglur.

Skráið hughrif ykkar

Hinir heilögu í Kirtland voru harmi slegnir yfir að heyra að bræður þeirra og systur í Jackson-sýslu, Missouri, hefðu verið hrakin frá heimilum sínum. Það hlýtur því að hafa verið hvetjandi þegar Drottinn lýsti yfir að „lausn Síonar“ myndi „verða að mætti“(Kenning og sáttmálar 103:15). Með það loforð í hjarta, tóku yfir 200 karlar, auk um það bil 25 kvenna og barna, þátt í því sem þeir kölluðu Ísraelsfylkinguna, síðar kölluð Síonarfylkingin. Hlutverk hennar var að ganga til Missouri og endurheimta Síon.

Fyrir fylkingarfélaga fólst endurheimtun Síonar í því að hinir heilögu fengju aftur lönd sín. Rétt áður en fylkingin kom hins vegar til Jackson-sýslu, bauð Drottinn Joseph Smith að láta staðar numið og leysa upp Síonarfylkinguna. Sumir meðlimanna urðu ráðvilltir og æstir yfir þessum nýju fyrirmælum; þeim fannst leiðangurinn hafa misheppnast sökum þessa og loforð Drottins vera óuppfyllt. Aðrir litu þetta þó öðrum augum. Þótt hinir útlægu heilögu hefðu aldrei aftur snúið til Jackson-sýslu, færði reynslan Síon ákveðna „lausn“ og hún „varð að mætti“. Trúfastir meðlimir í Síonarfylkingunni, sem margir hverjir urðu síðar leiðtogar kirkjunnar, vitnuðu um að reynslan hefði aukið þeim trú á mætti Guðs, guðlegri köllun Josephs Smith og Síon – ekki bara á Síon sem stað, heldur á Síon sem fólki Guðs. Frekar en að efast um gildi þessa, að því er virtist árangurslausa verkefnis, lærðist þeim að hið raunverulega verkefni væri að fylgja frelsaranum, jafnvel þegar við höfum ekki skilning á öllu. Á þennan hátt verður Síon endurheimt að lokum

 Sjá Saints [Heilagir], 1:194–206; „The Acceptable Offering of Zion’s Camp [Hin þóknanlega fórn Síonarfylkingarinnar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 213–18.

lækur

Síonarfylkingin dvaldi á árbökkum Little Fishing River, sem hér má sjá.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 102:12–23

Hver er tilgangur fyrirmælanna í þessum versum?

Kafli 102 hefur að geyma fundargerð fundarins í Kirtland, Ohio, þar sem fyrsta háráð kirkjunnar var skipulagt. Vers 12–23 lýsa verklagsreglum háráða þegar ögunarráð kemur saman sökum þeirra sem hafa brotið alvarlega af sér.

M. Russell Ballard forseti kenndi: „Meðlimir spyrja stundum um tilgang ögunarráða kirkjunnar. Tilgangurinn er þríþættur: Að bjarga sál syndarans, vernda hina saklausu og tryggja hreinleika, ráðvendni og gott orðspor kirkjunnar” („A Chance to Start Over: Church Disciplinary Councils and the Restoration of Blessings,” Ensign, sept. 1990, 15).

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Ögun, aga,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/chasten-chastening-xref?lang=isl.

Kenning og sáttmálar 103:1–12, 36; 105:1–19

Síon verður aðeins byggð á reglum réttlætisins.

Hvers vegna glötuðu hinir heilögu fyrirheitna landinu í Missouri? Hvers vegna leyfði Drottinn ekki Síonarfylkingunni að endurheimta þeim lönd sín? Vissulega spiluðu þar inn í ofbeldisverk múgsins í Missouri og að ríkisstjóri Missouri hafði heitið hinum heilögu stuðningi og efndi það aldrei. Drottinn sagði hins vegar: „Væri það ekki fyrir brot fólks míns … hefði lausn þeirra nú þegar átt sér stað” (Kenning og sáttmálar 105:2). Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 103:1–12, 36; 105:1–19, gætuð þið tekið eftir nokkru sem hindraði stofnun Síonar í Missouri og öðru sem gæti hafa hjálpað. Hvað lærið þið sem getur hjálpað ykkur að stofna Síon í hjarta ykkar og á heimili ykkar?

Kenning og sáttmálar 103:12–13; 105:1–6, 13–19

Blessanir koma eftir þrengingar og prófraunir í trúnni.

Þátttaka í Síonarfylkingunni var að mörgu leyti prófraun í trúnni. Ferðin var löng, veðrið heitt og matur og vatn stundum af skornum skammti. Eftir allt sem þeir þoldu, gátu hinir heilögu samt ekki snúið aftur til lands síns. Hugleiðið hvernig reglurnar í Kenningu og sáttmálum 103:12–13 og 105:1–6, 13–19 gætu hafa hjálpað meðlimum í Síonarfylkingunni sem veltu fyrir sér hvort boðið um skipulagið hefði í raun yfir höfuð komið frá Guði. Hvernig geta þessar reglur hjálpað í prófraunum ykkar í trúnni?

Þið getið líka lesið um reynslu meðlima Síonarfylkingarinnar í „Raddir endurreisnarinnar,” aftast í þessum lexíudrögum. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi viðhorf þeirra? Hvaða lærdóm getið þið dregið af fordæmi þeirra?

Sjá einnig David A. Bednar, „On the Lord’s Side: Lessons from Zion’s Camp,” Ensign, júlí 2017, 26–35.

Kenning og sáttmálar 104:11–18, 78–83

Ég er „ráðsmaður þeirra jarðnesku blessana.“

Auk réttarhalda í Missouri, stóð kirkjan frammi fyrir fjárhagsörðugleikum árið 1834, þar sem skuldir og útgjöld voru mikil. Í kafla 104 veitti Drottinn leiðsögn um fjárhagsstöðu kirkjunnar. Hvernig er hægt að nota reglurnar í versum 11–18 og 78–83 við fjárhagsákvarðanir ykkar sjálfra?

Þið getið lært meira um eina þeirra leiða sem Drottinn fyrirbjó kirkjunni henni til bjargar úr ánauð skulda, með því að horfa á „Treasure in Heaven: The John Tanner Story” (myndband, ChurchofJesusChrist.org).

Þið getið lært meira um „hátt“ Drottins (vers 16) til að sjá fyrir sínum heilögu, með því að kynna ykkur boðskap Dieters F. Uchtdorf „Umönnun að hætti Drottins“ (aðalráðstefna, október 2011).

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 103:12, 36; 105:9–13.Hefur fjölskylda ykkar (eða einhver áa ykkar) einhvern tíma verið beðin að gera eitthvað sem reyndist ekki eins og vænst var? Hvað getið þið lært af viðbrögðum meðlima Síonarfylkingarinnar þegar ferð þeirra reyndist ekki eins og vænst var? (sjá „Raddir endurreisnarinnar,“ aftast í þessum lexíudrögum).

Kenning og sáttmálar 104:13–18.Hvað hefur Drottinn gefið okkur? Hvers væntir hann að við gerum við þessa hluti?

Kenning og sáttmálar 104:23–46.Fjölskylda ykkar gæti kannað þessi vers, til að gæta að því hversu oft Drottinn lofar að „margfalda blessanir” (vers 23) hinna trúföstu. Kannski væri þetta góður tími til að „[telja] sælustundir [ykkar]“ („Er í stormum lífs þíns,“ Sálmar, nr. 27) og ræða hvernig það getur hjálpað okkur á erfiðum tímum. Lítil börn gætu haft gaman að því að teikna myndir af blessunum sem þau eru einkar þakklát fyrir.

Kenning og sáttmálar 105:38–41.Hvernig getum við komið með „tillögur til friðar” (vers 40) þegar aðrir koma fram við okkur á óvæginn eða ósanngjarnan hátt? Hvað getum við gert til að vera „tákn friðar“ (vers 39) á heimili okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Er í stormum lífs þíns,“ Sálmar, nr. 27.

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Síonarfylkingin

Þar sem Síonarfylkingin endurheimti hinum heilögu aldrei lönd þeirra í Jackson-sýslu, töldu margir að ætlunarverk þeirra hefði mistekist. Hins vegar hugleiddu margir í Síonarfylkingunni reynslu sína þar og sáu hvernig Drottinn hafði uppfyllt æðri tilgang í lífi þeirra og í ríki sínu. Hér eru nokkrir vitnisburðir þeirra.

Joseph Smith

Joseph Smith

Rúmlega 40 árum eftir Síonarfylkinguna sagði Joseph Young, sem hafði verið meðlimur í fylkingunni, að Joseph Smith hefði sagt eftirfarandi:

„Bræður, sumir ykkar eru mér reiðir vegna þess að þið börðust ekki í Missouri; en leyfið mér að segja ykkur að Guð vildi ekki að þið berðust. Hann gat ekki stofnsett ríki sitt með tólf mönnum til að ljúka upp dyrum fagnaðarerindisins fyrir þjóðum jarðar og með sjötíu mönnum, undir leiðsögn þeirra, þeim til fylgdar, nema hann tæki þá úr hópi manna, sem höfðu hætt lífi sínu og fært fórn sem jafnaðist á við Abrahams.

Nú hefur Drottinn fengið sína tólf og sína sjötíu og það verða fleiri sveitir hinna sjötíu kallaðar, sem færa fórnir og þeir sem að sinni hafa ekki fært sínar fórnir, munu færa þær hér eftir.“1

Brigham Young

Brigham Young

„Þegar við komum til Missouri talaði Drottinn við þjón sinn Joseph og sagði: ,Ég hef tekið við fórn þinni,‘ og við nutum þeirra forréttinda að snúa aftur. Þegar ég sneri aftur spurðu margir vina minna hver ágóðinn væri af því að kalla menn frá vinnu sinni og fara upp til Missouri til þess eins að snúa aftur, án þess að hafa í raun áorkað einhverju. ,Hver hefur haft hag af því?‘ spurðu þeir. ,Ef Drottinn bauð að gera það, hvað hafði hann í huga með því?‘ … Ég sagði þessum bræðrum að ég hefði hlotið góða umbun – með háum vöxtum – já, að bikar minn væri barmafullur af þeirri vitneskju að ég hefði ferðast með spámanninum.“2

Wilford Woodruff

Wilford Woodruff

„Ég var í Síonarfylkingunni með spámanni Guðs. Ég sá samskipti Guð við hann. Ég sá mátt Guðs með honum. Ég sá að hann var spámaður. Það sem honum var staðfest með krafti Guðs í þessari ferð, var mér mikils virði og öllum sem meðtóku fyrirmæli hans.“3

„Þegar meðlimirnir í Síonarfylkingunni voru kallaðir, höfðu mörg okkar aldrei séð andlit hvers annars; við vorum ókunnug hvert öðru og margir höfðu aldrei séð spámanninn. Við höfðum komið erlendis frá, líkt og sigtað korn, um gervalla þjóðina. Við vorum ungir menn, kallaðir á þessum fyrri tíma, til að takast á við ferð og og endurheimta Síon og það sem við þurftum að gera, þurftum við að gera með trú. Við komum saman frá hinum ýmsu ríkjum til Kirtlands og fórum til að endurleysa Síon, til að framfylgja boði Guðs til okkar. Guð gekkst við verki okkar eins og hann gekkst við verki Abrahams. Við fengum miklu áorkað, þótt fráhvarfsmenn og vantrúaðir hafi oft spurt: „Hvað hafið þið gert?“ Við öðluðumst reynslu sem við hefðum aldrei getað öðlast öðruvísi. Við nutum þeirra forréttinda að sjá ásýnd spámannsins og við nutum þeirra forréttinda að ferðast þúsundir mílna með honum og sjá anda Guðs að verki í honum og opinberanir Jesú Krists berast honum og uppfyllast. Hann safnaði einnig um tvö hundruð öldungum alls staðar að frá landinu á þessum fyrri tíma og sendi okkur út í heim til að prédika fagnaðarerindi Jesú Krists. Hefði ég ekki slegist í för með Síonarfylkingunni, hefði ég ekki verið hér í dag [í Salt Lake City, að þjóna í Tólfpostulasveitinni]. … Með því að fara þangað, vorum við knúnir út í víngarðinn til að prédika fagnaðarerindið og Drottinn meðtók erfiði okkar. Í öllu okkar erfiði og ofsóknum, þar sem líf okkar var oft í húfi, höfum við þurft að starfa og lifa samkvæmt trúnni.“

„Reynsla [okkar] af því að ferðast í Síonarfylkingunni var meira en gullsins virði.“

Heimildir

  1. Í Joseph Young eldri, History of the Organization of the Seventies (1878), 14.

  2. „Discourse,“ Deseret News, 3. des. 1862, 177.

  3. Í Conference Report, apríl 1898, 29–30; sjá einnig Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff (2004), 135.

Síonarfylkingin við ánna

Síonarfylkingin (Síonarfylkingin við Fishing River), eftir Judith A. Mehr