Kenning og sáttmálar 2021
20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108: „Sjá himnana ljúkast upp“


„20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108: ,Sjá himnana ljúkast upp‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

sólin skín í gegnum skýin

20.–26. september

Kenning og sáttmálar 106–108

„Sjá himnana ljúkast upp“

Öldungur Ulisses Soares kenndi: „ Við [þurfum] að hlýða [frelsaranum], sökkva okkur niður í ritningarnar, gleðjast yfir þeim, læra kenningu hans og reyna að lifa að hans hætti” („Hvernig fæ ég skilið?aðalráðstefna, apríl 2019). Þegar þið sökkvið ykkur niður í Kenningu og sáttmála106–8, skráið þá hvernig þið getið lifað eftir þeim sannleika sem þið uppgötvið.

Skráið hughrif ykkar

Við fyrstu nálgun gæti Kenning og sáttmálar 107 einungis virst snúast um stjórnskipan prestdæmisembætta fyrir kirkju Drottins. Á þeim tíma sem þessi opinberun var gefin út, hafði meðlimafjöldi kirkjunnar vissulega vaxið hraðar getu hinna fáu leiðtoga sem voru til staðar. Það var því vissulega gagnlegt og nauðsynlegt að útskýra hlutverk og ábyrgð Æðsta forsætisráðsins, Tólfpostulasveitarinnar, hinna Sjötíu, biskupa og sveitarforsætisráða. Það er þó mun meira sem hin guðlegu fyrirmæli í kafla 107 geyma en einungis stjórnskipan prestdæmisembætta og sveita. Hér kennir Drottinn okkur um forna prestdæmisreglu, sem var „sett á dögum Adams“ (vers 41). Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið sá að gera börnum Guðs – þar með talið ykkur – mögulegt að taka á móti hinum endurleysandi helgiathöfnum fagnaðarerindisins og „öllum andlegum blessunum kirkjunnar – og njóta þess réttar að meðtaka leyndardóma himnaríkis og sjá himnana ljúkast upp fyrir sér“ (vers 18–19).

Sjá „Restoring the Ancient Order [Endurreisa hina fornu reglu],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 208–12.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 106108

Drottinn fræðir, hvetur og styður þá sem hann kallar til þjónustu.

Í Kenningu og sáttmálum 106 og 108, veitti Drottinn tveimur meðlimum, sem voru kallaðir til að þjóna í kirkjunni, leiðsögn og gaf þeim loforð. Hvaða orðtök í þessum opinberunum veita hvatningu og skilning varðandi ykkar eigin þjónustu í ríki Guðs? Hér eru tvö til hugleiðingar:

Hvaða önnur orðtök í köflum 106 og 108 eru ykkur mikilvæg?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Þjóna með krafti og valdi Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2018; „Warren Cowdery,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 219–23; „,Wrought Upon‘ to Seek a Revelation,” Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 224–28.

Kenning og sáttmálar 107

Drottinn leiðir kirkjuna sína með valdi prestdæmisins.

Þegar þið hafið lært um endurreisn fagnaðarerindisins, hafið þið ef til vill tekið eftir að Drottinn útskýrir yfirleitt ekki kenningu fyllilega í einni opinberun. Þess í stað opinberar hann „setning á setning ofan“ (Kenning og sáttmálar 98:12) þegar aðstæður krefjast þess. Þótt Drottinn hefði áður gefið fyrirmæli varðandi prestdæmið, allt frá 1829 (sjá t.d. kafla 20 og 84), þá gaf hann hinum heilögu enn frekari fyrirmæli árið 1835, um sérstök prestdæmisembætti til að stjórna og leiða hina vaxandi hjörð sína.

Þegar þið lesið um eftirfarandi prestdæmisembætti, íhugið þá hvernig þið getið stutt þá sem þjóna í þessum köllunum með „trausti, trú og bænum“ (Kenning og sáttmálar 107:22).

Kenning og sáttmálar 107:1–20

Helgiathafnir prestdæmisins sjá öllum börnum himnesks föður fyrir andlegum og stundlegum blessunum.

Öldungur Neil L. Andersen kenndi: „Prestdæmið er kraftur og valdsumboð Guðs, veitt til sáluhjálpar og blessunar öllum ‒ körlum, konum og börnum. … Ef við erum verðug, þá munu helgiathafnir prestdæmisins auðga líf okkar á jörðinni og undirbúa okkur fyrir stórkostleg loforð heimsins að handan“ („Kraftur prestdæmisins,“ aðalráðstefna, október 2013). Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 107:1–20 (sjá einkum vers 18–20) og alla ræðu öldungs Andersens, hugleiðið þá að skrá þau hughrif sem þið hljótið um hvernig kraftur Guðs auðgar líf ykkar á jörðu og býr ykkur undir eilífðina. Hvað gerið þið til að hljóta þessar blessanir ríkulegar – og hjálpa öðrum við það?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 84:19–27; Dallin H. Oaks, „Lyklar og vald prestdæmisins,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Kenning og sáttmálar 107:41–57

Prestdæmið blessar fjölskyldur.

Adam vildi að niðjar sínir yrðu blessaðir af prestdæminu. Hvaða loforð hlaut hann? (sjá vers 4255). Þegar þið lesið um það sem Adam gerði, hugleiðið þá eigin þrá til að fjölskylda ykkar fái notið blessana prestdæmisins. Hvað eruð þið hvött til að gera til að hjálpa fjölskyldu ykkar að hljóta þessar blessanir?

Adam blessar afkomendur sína

Adam blessar afkomendur sína, eftir Clark Kelley Price

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 106:6.Hvað getur fjölskylda ykkar gert til að „gleði [verði] á himni“?

Kenning og sáttmálar 107:22.Hvað gerum við til að styðja leiðtoga okkar „með trausti, trú og bænum“?

Kenning og sáttmálar 107:27–31, 85.Reglurnar sem kirkjuráðin fara eftir geta líka hjálpað okkur að eiga samráð sem fjölskylda. Hvaða reglur í þessum versum getum við tileinkað okkur á fjölskyldufundum? (Sjá M. Russell Ballard, „Fjölskyldufundir,“ aðalráðstefna, apríl 2016.)

Kenning og sáttmálar 107:99–100.Fáið fjölskyldumeðlim skrifuð fyrirmæli um heimilisverk og biðjið hann eða hana að velja hvernig gera á verkið: Af kostgæfni, með hangandi hendi eða án þess að lesa fyrirmælin. Látið hina í fjölskyldunni horfa á hann eða hana vinna verkið og geta sér til um hvernig fjölskyldumeðlimurinn kýs að vinna verkið. Látið síðan hina í fjölskyldunni skiptast á. Afhverju þarf Drottinn að láta okkur bæði læra skylduverk okkar og vinna þau af kostgæfni? (Sjá Becky Craven, „Vandvirkur eða værukær,“ aðalráðstefna, apríl 2019.)

Kenning og sáttmálar 108:7.Hvernig getum við styrkt hvert annað í umræðum okkar? bænum okkar? áminningum okkar og hvatningu? í öllum verkum okkar? Þið gætuð valið eitt af þessu til að vinna að sem fjölskylda.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kom, heyrið spámann hefja raust,” Sálmar, nr. 8.

Bæta persónulegt nám

Skráið hughrif ykkar. Þegar hið hljótið andleg hughrif eða skilning, skráið það þá. Með því sýnið þið Drottni að þið metið leiðsögn hans. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 1230.)

Melkísedek blessar Abram

Melkísedek blessar Abram, eftir Walter Rane