Kenning og sáttmálar 2021
27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110: „Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“


„27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110: ,Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Kirtland-musterið

Kirtland-musterið, eftir Jon McNaughton

27. september – 3. október

Kenning og sáttmálar 109–110

„Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“

Öldungur David A. Bednar vísaði í Kenningu og sáttmála 109:24–28 og sagði: „Ég býð [þér] að nema stöðugt og íhuga í bænarhug þau áhrif sem þessar ritningar hafa á líf þitt og fjölskyldu þína” („Heiðarlega halda nafni og stöðu,“ aðalráðstefna, apríl 2009). Íhugið þetta boð í námi ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Dyrum Kirtland-musterisins átti ekki að ljúka upp fyrr en klukkan 8 að morgni 27. mars 1836. Hinir heilögu sem vonuðust til að komast á vígsluathafnirnar tóku þó að raða sér upp klukkan 7 um morguninn. Þegar bekkirnir og gangarnir fylltust fljótt af áköfum tilbiðjendum lagði Joseph Smith til að annað herbergi yrði einnig notað. Þegar það rými hafði fyllst, var annar vígsluhluti ráðgerður. Það voru ekki einungis lifendur sem vildu áfjáðir vera viðstaddir. Fjöldi manns bar vitni um að hafa séð engla inni í musterinu, og jafnvel á þaki þess, meðan vígslan stóð yfir og eftir hana. Svo virtist sannlega sem hinir heilögu hafi „fagnandi [sungið] með herskörum himna,“ sem komið höfðu („Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur,“ Sálmar, nr. 2).

Afhverju þessi mikla eftirvænting –beggja vegna hulunnar? Loforðið um að hinum heilögu myndi „veitast kraftur frá upphæðum“ var í raun ein upphafleg ástæða þess að þeir höfðu komið saman í Ohio (Kenning og sáttmálar 38:32). Stórkostlegri hlutum var lofað fyrir framtíðina. Drottinn sagði: „Frægð þessa húss mun breiðast til annarra landa, og þetta er upphaf þeirra blessana, sem úthellt verður yfir fólk mitt“ (Kenning og sáttmálar 110:10). Sá tími sem við nú lifum á – með auknum hraða musterisverks og helgiathafna fyrir milljónir lifenda og látinna – hafði hafist í Kirtland, er hann „[opnaði] í veraldarmyrkrinu ljósinu dyr“ („Guðs andi“).

Sjá einnig Saints [Heilagir], 1: 232–41; „A House for Our God [Hús fyrir Guð okkar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 169–72.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 109

Drottinn vill blessa mig í hans heilaga húsi.

Kirtland-musterið var að nokkru frábrugðið musterunum sem við þekkjum á okkar tíma. Í því var ekkert altari og enginn skírnarfontur og helgiathafnir, líkt og skírnir fyrir hina dánu og innsiglanir, höfðu enn ekki verið endurreistar. Blessanirnar sem tilgreindar eru í kafla 109, sem er vígslubæn Kirtland-musterisins, eru þær blessanir sem við njótum í húsi Drottins á okkar tíma. Lesið og íhugið eftirtalin vers til að auðkenna einhverjar þessara blessana. Ígrundið hvers vegna þær eru mikilvægar ykkur og fjölskyldu ykkar við lesturinn.

Vers 5, 12–13 (sjá einnig Kenning og sáttmálar 110:6–8): Drottinn getur opinberað sig okkur í musterinu og við getum fundið kraft hans.

Vers 9, 17–19, 26, 78–79: Í musterinu tökum við á okkur nafn Drottins.

Vers 22–23: Drottinn veitir okkur kraft til að vinna verk hans, þegar við gerum og heiðrum musterissáttmála.

Vers 24–33: Við getum hlotið vernd Drottins þegar við förum verðug í musterið.

Fleiri blessanir:

Hvað hvetur andinn ykkur til að gera til að hljóta þessar blessanir?

Kenning og sáttmálar 109

Vígslubæn Kirtland-musterisins getur aukið skilning minn á bæninni.

Kafli 109 er vígslubæn sem Joseph Smith veittist með opinberun (sjá fyrirsögn kafla). Hvað lærið þið í þessum kafla um bænina? Þið gætuð hugsað um eigin bænir við lesturinn. Hvaða hughrif hljótið þið sem geta hjálpað ykkur að bæta tjáskipti ykkar við himneskan föður? Hvað bað spámaðurinn t.d um í þessari bæn?

Kenning og sáttmálar 110:1–10

Drottinn getur opinberað sig mér í musterinu.

Hverjar eru tilfinningar ykkar til frelsarans eftir lestur Kenningar og sáttmála 110:1–10? Hvernig hefur hann opinberað sig ykkur í musterinu. Hvernig hjálpar hann ykkur að vita að hann veitir framlagi ykkar og fórn viðtöku?

Innviðir Kirtland-musterisins

Í hverjum hluta Kirtland-musterisins eru ræðupúlt fyrir prestdæmisleiðtoga.

Kenning og sáttmálar 110:11–16

Prestdæmislyklarnir sem þarf til að vinna verk Guðs eru í kirkjunni á okkar tíma.

Hljóta má aukinn skilning á prestdæmislyklunum sem Móse, Elías og Elía veittu Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu með því að lesa boðskap Quentins L. Cook „Búa sig undir að mæta Guði“ (aðalráðstefna, apríl 2018). Öldungur Cook útskýrir hvernig þessir lyklar eru notaðir við verk Guðs á okkar tíma. Þið gætuð líka íhugað að læra um þessa tvo fornu spámenn, með því lesa „Móse,“ „Elías“ og „Elía“ í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl). Íhugið hvað þið getið gert til að aðstoða við verkið sem tengist þessum lyklum.

Sjá einnig „Prestdæmislyklar,“ Sannir í trúnni, 126–27; Henry B. Eyring, „Hann fer fyrir okkur,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 109.Finnið einhver vers saman sem fjölskylda í kafla 109, er innblása ykkur til að verja auknum tíma í musterinu (sjá t.d. vers skráð í „Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi“). Ræðið hvernig þið getið gert það sem Russell M. Nelson forseti lagið til: „[Finnið] leið til að eiga reglulegar heimsóknir þangað – að vera í heilögu húsi Drottins – og halda svo þá áætlun, af einurð og gleði“ („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018). Ef þið eða fjölskylda ykkar hafið ekki enn farið í musterið, getið þið farið á churchofjesuschrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl#temple, til að búa ykkur undir að fara þangað.

Kenning og sáttmálar 109:78–80.Sálmurinn „Guðs andi“ (Sálmar, nr. 2) var saminn fyrir vígslu Kirtland-musterisins – og hefur upp frá því verið sunginn á öllum musterisvígslum. Þið gætuð sungið þennan sálm saman og fundið orðtök sem hvetja til þakklætis fyrir musteri á síðari dögum. Hvernig á sálmurinn við um boðskapinn í Kenningu og sáttmálum 109:78–80?

Þið getið fundið vígslubænina fyrir musterið næst ykkur á temples.ChurchofJesusChrist.org.

Kenning og sáttmálar 110.Þegar fjölskyldumeðlimir ykkar lesa kafla 110 og skoða myndina aftast í þessum lexíudrögum, bjóðið þeim þá að ímynda sér hvernig þeim hefði fundist að vera með Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu. Veitið fjölskyldu ykkar tækifæri til að segja frá tilfinningum sínum til frelsarans.

Kenning og sáttmálar 110:15.Hvað gæti hjálpað við að „snúa hjörtum“ barna ykkar að áum sínum? Þið getið fundið einhverjar skemmtilegar hugmyndir á FamilySearch.org/discovery. Þið gætuð unnið saman að því að auðkenna áa sem þurfa helgiathafnir og ráðgert að framkvæma þær í musterinu. Þið gætuð líka rætt hvernig verkið sem Elía endurreisti í Kirtland-musterinu eykur kærleika ykkar til áa ykkar.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Guðs andi,“ Sálmar, nr. 2.

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Andlegar vitranir og Kirtland-musterið

Innviðir Kirtland-musterisins

Logar sem eldur, eftir Glen S. Hopkinson

Hér á eftir eru frásagnir Síðari daga heilagra sem voru viðstaddir vígslu Kirtland-musterisins og á öðrum samkomum sem á eftir fylgdu. Margir líktu upplifunum sínum við það sem hinir fornu heilögu upplifðu eftir að hafa „íklæðist krafti frá hæðum“ á hvítasunnudeginum (Lúkas 24:49; sjá einnig Postulasagan 2:1–4; Kenning og sáttmálar 109:36–37).

Eliza R. Snow

„Hægt er að æfa athafnir þeirrar vígslu, en ekkert jarðneskt tungumál fær lýst himneskum vitrunum þessa eftirminnilega dags. Englar birtust sumum, allir viðstaddir fundu fyrir guðlegri návist og hvert hjarta fylltist ,ólýsanlegri dýrðargleði.‘“1

Sylvia Cutler Webb

„Ein fyrsta minning mín var vígsla musterisins. Faðir minn tók okkur upp í fangið og sagði okkur afhverju við færum og hver merking þess væri að vígja hús Guðs. Þótt ég hefði verið svo ung á þessum tíma, þá man ég greinilega eftir atburðinum. Ég get horft til baka í gegnum áraraðir og séð eins og ég sá þá spámanninn Joseph, standa með hendur reistar til himins, andlitið náfölt, tár streymandi niður vangana, þegar hann talaði á þessum eftirminnilega degi. Næstum allir virtust vera í tárum. Húsið var svo yfirfullt að börnin sátu að mestu í fangi eldra fólks; systir mín sat í fangi föður míns, ég í fangi móður minnar. Ég man jafnvel eftir kjólunum sem við vorum í. Hugur minn var of ungur á þeim tíma, til að ég áttaði mig til fulls á mikilvægi alls þess, en þegar tíminn leið, rann hann meira og meira upp fyrir mér og ég er mjög þakklát fyrir að hafa notið þess heiðurs að vera þarna.“2

Oliver Cowdery

„Um kvöldið átti ég fund með embættismönnum kirkjunnar í húsi Drottins. Andanum var úthellt – ég sá dýrð Guðs, líkt og dásamlegt ský, síga niður og hvíla yfir húsinu og fylla það eins og máttugur, beljandi vindur. Ég sá líka klofnar tungur, líkt og eldur hvíldi yfir mörgum … meðan þeir töluðu með öðrum tungum og spáðu.“3

Benjamin Brown

„Margar sýnir [voru] séðar. Einn sá bólstra eða ský hvíla yfir húsinu, bjarta, eins og sólin skini á ský, líkt og gull. Tveir aðrir sáu þrjár verur á sveimi í herberginu með skínandi lykla í höndum sér og líka skínandi keðju í höndum sér.“4

Orson Pratt

„Guð var þar, englar hans voru þar, heilagur andi var mitt á meðal fólksins … og það var fyllt frá hvirfli til ylja, krafti og innblæstri heilags anda.“5

Nancy Naomi Alexander Tracy

„[Þegar] musterið var fullgert og vígt … voru það tveir gleðilegustu dagar lífs míns. Sálmurinn sem hæfði tilefninu, var ‚Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur.‘ Það var sannlega satt að himnesk áhrif hvíldu yfir húsinu. … Mér fannst þetta vera himinn á jörðu.“6

Heimildir

  1. Í Edward W. Tullidge, The Women of Mormondom (1877), 95.

  2. Í Karl Ricks Anderson, Joseph Smith’s Kirtland: Eyewitness Accounts (1996), 182–83.

  3. Dagbók Olivers Cowdery diary, 27, mars 1836, Kirkjusögusafnið, Salt Lake City.

  4. Bréf Benjamins Brown til eiginkonu sinnar, Sarah, sirka apríl 1836, safn fjölskyldu Benjamins Brown, Kirkjusögusafnið, Salt Lake City; greinarmerki og stafsetning færði í nútímahorf.

  5. Orson Pratt, „Remarks,“ Deseret News, 12. jan. 1876, 788.

  6. Í Richard E. Turley yngri og Brittany A. Chapman, útg., Women of Faith in the Latter Days (2011), 1:442.

Móse, Elías og Elía birtast í Kirtland-musterinu

Móse, Elías og Elía birtast í Kirtland-musterinu, eftir Gary E. Smith