Kenning og sáttmálar 2021
11.–17. október Kenning og sáttmálar 115–120: „Fórn hans verður mér helgari en arður hans“


„11.–17. október Kenning og sáttmálar 115–120: „Fórn hans verður mér helgari en arður hans“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„11.–17. október Kenning og sáttmálar 115-120,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Far West

Far West, eftir Al Rounds

11.–17. október

Kenning og sáttmálar 115–120

„Fórn hans verður mér helgari en arður hans“

Drottinn þráir að tala við ykkur. Þegar þið lærið ritningarnar, biðjist fyrir og æskið þess að hann hjálpi ykkur að uppgötva boð hans til ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Ástæða var til jákvæðni vegna hins nýjasta samansöfnunarstaðar hinna heilögu, í Far West, Missouri, í júlí 1838. Borgin var í örum vexti, landið virtist frjósamt og opinberað hafi verið að skammt fyrir norðan væri Adam-ondi-Ahman, staður af miklu andlegu mikilvægi (sjá Kenning og sáttmálar 107:53–56.116). Samt sem áður hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hina heilögu að hugsa ekki um það sem þeir höfðu misst. Þeir höfðu verið hraktir frá Independence, tilnefndum miðpunkti Síonar og litlar líkur virtust á því að þeir gætu snúið þangað aftur í bráð. Að auki höfðu hinir heilögu þurft að flýja Kirtland, Ohio og yfirgefa ástkært musteri sitt eftir aðeins tvö ár. Í þetta sinn voru það ekki bara óvinir utan kirkjunnar sem ollu vandræðum – margir áberandi meðlimir höfðu snúist gegn Joseph Smith, þar á meðal vitnin þrjú að Mormónsbók og fjórir meðlimir hinna Tólf. Sumir gætu hafa velt fyrir sér hvort ríki Guðs væri í raun að vaxa og styrkjast eða að veikjast?

Hinir trúföstu létu slíkar spurningar ekki stöðva sig. Þess í stað hófu þeir að byggja nýjan helgan stað, í þetta sinn í Far West. Þeir gerðu áætlanir um nýtt musteri. Fjórir nýir postular voru kallaðir, þar á meðal tveir – John Taylor og Wilford Woodruff – sem urðu síðar forsetar kirkjunnar (sjá Kenning og sáttmálar 118:6). Hinum heilögu lærðist að menn geta fallið við að vinna verk Guðs og að þeir yrðu að „rísa aftur“ upp. Þótt nauðsyn væri að gefa sumt upp á bátinn, yrðu þær fórnir Guði helgar, jafnvel „helgari … en arður [þeirra]“ (Kenning og sáttmálar 117:13).

Sjá Saints [Heilagir], 1:296–-99; „Far West and Adam-ondi-Ahman,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 235–41.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 115:4–6

Nafn kirkjunnar var kunngjört af Drottni.

Russell M. Nelson forseti sagði nafn kirkjunnar vera „[afar mikilvægt mál]“ (Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna október 2018). Hugleiðið af hverju það er rétt við lestur Kenningar og sáttmála 115:4–-6. Hvernig tengist nafn kirkjunnar starfi og ætlunarverki hennar?

Sjá einnig 3. Nefí 27:1–11.

Kenning og sáttmálar 115:5–6

Síon og stikur hennar eru „athvarf fyrir storminum.“

Þrátt fyrir erfiðleikana sem hinir heilögu tókust á við árið 1838, vænti Drottinn mikils af þeim. Leitið orða í Kenningu og sáttmálum 115:5–6, þar sem áhersla er lögð á hlutverkið sem Drottinn vill að kirkja hans og meðlimir hennar gegni í heiminum. Hvað finnst ykkur til dæmis að þið ættuð að gera, svo þið fáið „[risið] og látið ljós ykkar skína“? (vers 5). Hvaða andlegu stormum takið þið eftir umhverfis og hvernig finnum við „athvarf“ í því að safnast saman? (vers 6).

Sjá einnig 3. Nefí 18:24.

Kenning og sáttmálar 117

Fórnir mínar eru Drottni helgar.

Það gæti hafa reynst einkar erfitt fyrir fólk eins og Newel K. Whitney að fara frá Kirtland, en hann hafði komið fjölskyldu sinni þar vel fyrir. Hvað finnið þið í Kenningu og sáttmálum 117:1–11 sem gæti hafa hjálpað til við að færa þessa fórn? Hvernig breyta þessi vers skilningi ykkar á því sem er raunverulega mikilvægt?

Fórnin sem Oliver Granger var boðið að færa var af öðrum toga: Drottinn fól honum að vera um kyrrt í Kirtland og greiða úr fjármálum kirkjunnar. Það var erfitt verkefni og þó hann hafi gegnt hlutverki sínu sem fulltrúi kirkjunnar af heiðarleika, náði hann ekki miklu fé aftur. Íhugið hvernig orð Drottins í versum 12–15 gætu átt við um það sem Drottinn hefur beðið ykkur um að gera.

Sjá einnig Matteus 6:25–33; Boyd K. Packer, „Einn minna minnstu bræðra,“ aðalráðstefna, október 2004; „Far West and Adam-ondi-Ahman,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 239–40.

Ljósmynd
Adam-ondi-Ahman í Daviess-sýslu, Missouri

Newel K. Whitney var boðið að flytja til Adam-ondi-Ahman, sem myndin sýnir.

Kenning og sáttmálar 119–20

Með því að greiða tíund, hjálpa ég til við að byggja upp og „[helga] land Síonar.“

Leiðsögnin í köflum 119 og 120 hljómar líkt og fjármögnun verks Drottins á okkar tíma. Á okkar tíma greiða hinir heilögu „einn tíunda hluta alls ábata síns [nú skilið sem tekjur] árlega“ (Kenning og sáttmálar 119:4) og þessum sjóðum er stýrt af ráði sem skipað er af Æðsta forsetaráðinu, Tólfpostulasveitinni og Yfirbiskupsráðinu. Ígrundið eftirfarandi spurningar þegar þið lærið þessa kafla:

  • Hvernig getur það „[helgað] land Síonar“ að hlíta tíundarlögmálinu? Hvernig getur þetta lögmál gert það kleift að staðurinn sem þið búið á „[verði ykkur] land Síonar“? (Kenning og sáttmálar 119:6).

  • Hvað finnst ykkur mikilvægt við orðtakið „rödd mín til þeirra“ í Kenningu og sáttmálum 120?

Sjá einnig Malakí 3:8–12; David A. Bednar, „Flóðgáttir himins,“ aðalráðstefna, október 2013; „The Tithing of My People [Tíund fólks míns],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 250–55.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 115:4–6.Gæti fjölskylda ykkar lesið þessi vers á meðan þið horfið á sólarupprás? Það gæti hjálpað við að ræða merkingu orðanna: „Rísið og látið ljós yðar skína“ (vers 5). Þið gætuð ef til vill líka rætt hvernig það er að leita athvarfs í stormi. Hvernig gæti sú reynsla verið lík því að finna „athvarf“ í kirkjunni? (vers 6). Þið gætuð síðan rætt hvernig fjölskylda ykkar getur hjálpað öðrum að njóta athvarfsins sem kirkjan býður.

Kenning og sáttmálar 117:1–11.Fjölskylda ykkar gæti borði saman „dropa“ og eitthvað „mikilvægara“ (vers 8), eins og vatnskönnu. Þetta gæti leitt til umræðna um það sem er síður mikilvægara í lífi okkar og gæti komið í veg fyrir að við tækjum á móti ríkulegum blessunum Guðs.

Kenning og sáttmálar 119.Þið gætuð til dæmis sungið „Ég greiði það sem Guðs míns er“ (Syngdu með mér, B-44). Hvað kennir söngurinn og kafli 119 um ástæðu þess að við greiðum tíund? Ung börn gætu líka haft gagn af sýnikennslu: Þið gætuð gefið þeim smáhluti, hjálpað þeim að reikna út tíund og sagt þeim af hverju þið greiðið tíund. (Sjá einnig Sannir í trúnni, 1640–65.)

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng „Ég greiði það sem Guðs míns erSyndu með mér, B-44.

Bæta kennslu okkar

Hvetja til þess að vera sjálfbjarga. „Þegar [fjölskyldumeðlimir] vilja spyrja að einhverju, er stundum betra að kenna þeim að finna svörin sjálfir, frekar en að svara þessum spurningum strax“ (Teaching in the Savior‘s Way [Kenna að hætti frelsarans], 28).

Ljósmynd
notkun tíundar

Þegar við gefum Drottni 10 prósent sem tíund, eflir það endurlausnarverk hans.

Prenta