Kenning og sáttmálar 2021
4.–10. október. Kenning og sáttmálar 111–114: „Ég mun haga öllu yður til góðs“


„4.–10. október. Kenning og sáttmálar 111–114: ,Ég mun haga öllu yður til góðs,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„4.–10. október. Kenning og sáttmálar 111–114,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith prédikar

4.–10. október

Kenning og sáttmálar 111–114

„Ég mun haga öllu yður til góðs“

Biðjið af kostgæfni um leiðsögn andans við lestur Kenningar og sáttmála 111–14 og skráið hughrif ykkar. Hugleiðið síðan hvernig þið getið brugðist við þeim hughrifum.

Skráið hughrif ykkar

Hafið þið einhvern tíma hlotið andlega reynslu sem veitti ykkur fullvissu og trúarstyrk – og síðan koma raunir lífsins þar sem reynt er á þá trú og þið keppist við að endurheimta friðinn sem þið áður funduð? Hinir heilögu í Kirtland upplifðu eitthvað álíka þessu. Innan árs frá hinum andlegu upplifunum í tengslum við vígslu Kirtland-musterisins tóku vandræði að gera vart við sig. Fjárhagsvandi, ágreiningur í Tólfpostulasveitinni og aðrar raunir ollu því að sumir tóku að veikjast í trúnni.

Hvernig getum við varnað því að raunir ógni trú okkar og vitnisburði úr því við fáum ekki komist hjá þeim? Hluta svarsins er kannski að finna í leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 112, veittri í hinu vaxandi mótlæti í Kirtland. Drottinn sagði: „Hreinsið … hjörtu yðar frammi fyrir mér“ (vers 28), „rísið ekki gegn“ (vers 15), „girðið … lendar … fyrir þetta verk“ (vers 7) og „ver auðmjúkur“ (vers 10). Þegar við fylgjum þessari leiðsögn, mun Drottinn „leiða [okkur] sér við hönd“ í gegnum mótlæti til lækningar og friðar (sjá vers 10, 13).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 111

Drottinn megnar að „haga öllu [mér] til góðs.“

Árið 1836 höfðu miklar skuldir hlaðist upp hjá kirkjunni við að framkvæma verk Drottins. Þar sem Joseph Smith og fleiri höfðu áhyggjur af þessum skuldum og hugleiddu hvernig ætti greiða þær, ferðuðust þeir til Salem, Massachusetts, ef til vill vegna orðróms um að peningar hefðu verið skildir eftir í húsi þar (sjá fyrirsögn í kafla Kenningar og sáttmála 111). Þegar þeir komu í Salem, sagði Drottinn: „Fleiri en einn fjársjóð getið þér fundið í þessari borg“ (vers 10) – sem meðal annars var fólk sem hann hugðist „safna saman á sínum tíma Síon til heilla“ (vers 2; sjá einnig 2. Mósebók 19:5). Þótt engir peningar hefðu fundist í Salem, þá urðu þeir trúskiptingar sem voru ávöxtur þess trúboðsstarfs sem síðar var unnið þar hluti af uppfyllingu fyrirheits Drottins.

Þegar þið lesið kafla 111, hugsið þá um það sem þið hafið áhyggjur af. Íhugið hvernig orð Drottins til Josephs geta átt við um ykkur. Hvernig hefur Drottinn hjálpað ykkur að finna óvæntan „fjársjóð“? (vers 10). Hugsið um það sem hann hefur gert til að „haga öllu yður til góðs“ (vers 11). Hvað kenna orðin „jafn óðum og þér eruð færir um að meðtaka það“ ykkur um himneskan föður?

Sjá einnig Matteus 6:19–21, 33; „More Treasures Than One [Fleiri en einn fjársjóður],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 229–34.

Kenning og sáttmálar 112:3–15

Drottinn mun leiða þá sem leita vilja hans af auðmýkt.

Sumarið 1837 dró úr einingu í Tólfpostulasveitinni. Upp kom ágreiningur um ábyrgðarskyldur og sumir meðlimir töluðu gegn spámanninum Joseph Smith. Thomas B. Marsh, þá forseti Tólfpostulasveitarinnar, hafði áhyggjur af þessu og fór frá Missouri til Ohio, til að leita leiðsagnar spámannsins. Bróðir Marsh hlaut þá leiðsögn með opinberuninni í kafla 112. Hvernig gæti leiðsögn Drottins hafa hjálpað honum og sveit hans? Hvað gætuð þið lært af þessu, er þið leitist við að sigrast á ágreiningi og óvægnum tilfinningum?

Þið gætuð sérstaklega ígrundað vers 10. Hver er merking þess fyrir Drottin að leiða ykkur „sér við hönd“? Afhverju er auðmýkt nauðsynleg fyrir slíka leiðsögn?

Sjá einnig Ulisses Soares, „Verið hógvær og af hjarta lítillát,“ aðalráðstefna, október 2013; „The Faith and Fall of Thomas Marsh [Trú og fráhvarf Thomas March],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 54–60.

Ljósmynd
Tvær manneskjur á bæn

Ef við erum auðmjúk, mun Drottinn leiða og bænheyra okkur.

Kenning og sáttmálar 113

Joseph Smith var „þjónn í hendi Krists.“

Jesaja vísaði til eins af niðjum Ísaí sem „kvist og „rótarkvist“ (Jesaja 11:1, 10). Í kafla 113 útskýrir Drottinn að þessi niðji, þjónn Krists, yrði verkfæri við samansöfnun fólks Drottins á síðari dögum (sjá Kenning og sáttmálar 113:4, 6) – spádómur sem lýsir spámanninum Joseph Smith afar vel. Hvernig gæti þessi og annar sannleikur í kafla 113 verið hinum heilögu hvatning á þeim erfiða tíma sem þeir upplifðu í Kirtland? Hvað finnið þið í þessari opinberun sem hvetur ykkur til að taka þátt í verki Drottins á okkar tíma?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Ísaí,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl; 2. Nefí 21:10–12; Joseph Smith – Saga 1:40.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 111:2, 9–11.Þessi vers gætu hvatt til umræðna um það sem fjölskylda ykkar metur sem eilíf „auðæfi.“ Þið gætuð farið í fjársjóðsleit með því að fela eitthvað víða um híbýli ykkar sem táknar það sem Drottinn lítur á sem auðæfi. Þegar fjölskylda ykkar finnur hvern hlut, ræðið þá hvað þið getið gert til að sýna að þið metið gildi hans.

Kenning og sáttmálar 112:10.Öldungur Ulisses Soares lýsti hinum auðmjúku þannig: „Hinir auðmjúku eru námfúsir og viðurkenna hve háðir þeir eru Guði og þrá það að beygja sig undir vilja hans. Hinir auðmjúku eru bljúgir og hafa getuna til að sannfæra aðra um að vera eins“ („Verið hógvær og af hjarta lítillát,“ aðalráðstefna, október 2013). Hugleiðið hvernig þið getið hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja hvað í því felst að vera auðmjúkur. Þið gætuð sungið söng um auðmýkt, t.d. „Beygðu kné þín“ (Sálmar, nr. 57), meðan einn í fjölskyldunni tekur aðra „sér við hönd“ og leiðir þá um heimili ykkar. Þið gætuð líka þess í stað sagt frá upplifunum þar sem Drottinn hefur tekið fjölskyldumeðlimi ykkar „sér við hönd“ og „[veitt] bænum [þeirra] svör.“

Kenning og sáttmálar 112:11–14, 26.Hver er munurinn á því að þekkja einhvern með nafni og þekkja hann í raun? Hvað lærum við af versum 11–14 um merkingu þess að þekkja Drottin?

Kenning og sáttmálar 112:15.Hver er merking þess að „rísa gegn“ spámanninum? Hvað finnum við í þessum versum sem eykur þrá okkar til að styðja spámanninn?

Kenning og sáttmálar 113:7–8.Hvað lærum við af versi 8 sem getur hjálpað „til að leiða Síon aftur“ og endurleysa Ísrael?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Beygðu kné þín,“ Sálmar, nr. 57.

Bæta kennslu okkar

Lifið samkvæmt vitnisburði ykkar. „,Þið kennið það sem þið eruð,‘ kenndi öldungur Neal A. Maxwell. ,Eiginleikar ykkar verða meira í minnum hafðir … en einhver ákveðinn sannleikur í einhverri ákveðinni lexíu‘“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13).

Ljósmynd
Thomas B. Marsh og Joseph Smith

Thomas B. Marsh skráir opinberunina sem honum var veitt með Joseph Smith. Ver auðmjúkur, eftir Julie Rogers.

Prenta