Nýja testamentið 2023
20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13: „Hver sem eyru hefur hann heyri“


„20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13: ‚Hver sem eyru hefur hann heyri,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

hveiti tilbúið til uppskeru

20.–26. mars

Matteus 13; Lúkas 813

„Hver sem eyru hefur hann heyri“

Þegar þið lesið Matteus 13 og Lúkas 813, íhugið þá hvernig þið hyggist búa ykkur undir að „heyra“ og meðtaka kenningar frelsarans í þessum dæmisögum. Hvað munið þið gera til að lifa eftir þessum kenningum?

Skráið hughrif ykkar

Einhverjar eftirminnilegustu kenningar frelsarans voru settar fram með einföldum frásögnum og dæmisögum. Í þeim fólst meira en aðeins venjubundnir hlutir eða atburðir. Í þeim var að finna djúpan sannleika um ríki Guðs, fyrir þá sem voru andlega búnir undir hann. Ein af fyrstu dæmisögunum sem skráðar eru í Nýja testamentinu – dæmisagan um sáðmanninn (sjá Matteus 13:3–23) – fær okkur til að ígrunda hversu fús við erum til að taka á móti orði Guðs. „Því að þeim sem hefur,“ sagði Jesús, „mun gefið verða og hann mun hafa gnægð“ (Þýðing Josephs Smith, Matteus 13:10 [í Matteus 13:12, neðanmálstilvísun a]). Þegar við búum okkur undir að læra um dæmisögur frelsarans – eða einhverjar kenninga hans – væri tilvalið að ígrunda stöðu hjartna okkar og ákveða hvort við séum „góður jarðvegur“ (Matteus 13:8) fyrir orð Guðs, svo þau fái vaxið og þrifist og borið ávöxt sem mun blessa okkur og fjölskyldu okkar ríkulega.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 13:3–23; Lúkas 8:4–15; 13:6–9

Ég verð að vera fús í hjarta til að taka á móti orði Guðs.

Af hverju erum við stundum móttækileg fyrir sannleikanum og á öðrum tímum viljum við standa gegn honum? Lestur dæmisögunnar um sáðmanninn getur verið gott tækifæri til að íhuga hversu fús þið eruð að taka á móti sannleika frá Drottni. Gagnlegt gæti verið að bera saman vers 3–8 í Matteus 13 og túlkunina í versum 18–23. Hvað getið þið gert til að búa ykkur sjálfum „góðan jarðveg“? Hvað gætu verið „þyrnar“ sem varna því að þið heyrið sannlega orð Guðs og fylgið því? Hvernig getið þið sigrast á þessum „þyrnum“?

Hvernig þið lærið þessa dæmisögu, gæti haft áhrif á það hvernig þið hagið lestri dæmisögunnar í Lúkas 13:6–9. Hver er „ávöxturinn“ sem Drottinn væntir af okkur? Hvernig gerum við jarðveg okkar góðan, svo við fáum „borið ávöxt“?

Sjá einnig Mósía 2:9; Alma 12:10–11; 32:28–43; Dallin H. Oaks, „Dæmisagan um sáðmanninn,“ aðalráðstefna, apríl 2015.

Matteus 13:24–35, 44–52; Lúkas 13:18–21

Dæmisaga Jesú hjálpar mér að skilja vöxt og hlutskipti kirkju hans.

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að dæmisögurnar í Matteus 13 lýstu vexti og hlutskipti kirkjunnar á síðari dögum. Þið gætuð lesið orð spámannsins í Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 293–303, þegar þið íhugið hvað eftirfarandi dæmisaga kennir um kirkju Drottins:

Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera, eftir að hafa íhugað þessar dæmisögur, til að taka meiri þátt í verki síðari daga kirkju Krists?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Ríki Guðs eða ríki himna,“ „Dæmisaga,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

perla

Fagnaðarerindi Jesú Krists er „dýrmæt perla“ (sjá Matteus 13:46).

Matteus 13:24–30, 36–43

Hinir réttlátu verða að vaxa meðal hinna ranglátu fram að endalokum veraldar.

Ein leið til að fjalla um merkingu þessarar dæmisögu er að teikna mynd af henni og merkja hana með túlkuninni í Matteus 13:36–43 og Kenningu og sáttmálum 86:1–7. Hafrar eru „eitrað illgresi sem er svipað að útliti og hveiti, þar til það skýtur öxum“ (Bible Dictionary, „Tares“). Hvaða sannleikur í þessari dæmisögu hvetur ykkur til að vera trúföst, þrátt fyrir ranglæti þessa heims?

Lúkas 8:1–3

Á hvaða hátt þjónuðu „konur nokkrar“ frelsaranum?

„Kvenlærisveinar ferðuðust með Jesú og hinum Tólf og lærðu andlega hluti af [Jesú] og þjónuðu honum stundlega. … Auk þess að njóta þjónustu Jesú – gleðitíðindi fagnaðarerindisins og blessana lækningarmáttar hans – þá þjónuðu þessar konur honum og gáfu af efnum sínum og hollustu“ (Daughters in My Kingdom [2017], 4). Konur sem fylgdu frelsaranum gáfu líka máttugan vitnisburð um hann (sjá Linda K. Burton, „Bjargfastar konur,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 13.Þegar fjölskyldumeðlimir ykkar lesa dæmisögur frelsarans, gætu þeir haft ánægju af því að íhuga eigin dæmisögur sem kenna sama sannleikann um himnaríki (kirkjuna), með því að nota hluti eða aðstæður sem þeim eru kunnugar.

Matteus 13:3–23; Lúkas 8:4–15.Eftir að hafa lesið saman dæmisöguna um sáðmanninn, gæti fjölskylda ykkar rætt spurningar eins og þessar: Hvað getur gert „jarðveg“ (hjarta) okkar „grýttan“ eða „kæft“ orðið? Hvernig getum við tryggt að jarðvegur okkar sé góður og frjósamur?

Ef yngri börn eru í fjölskyldu ykkar, gæti verið gaman að bjóða fjölskyldumeðlimum að leika mismunandi leiðir til að búa hjarta okkar undir að heyra orð Guðs, meðan hinir geta sér til um hvað þeir eru að gera.

Matteus 13:13–16.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldumeðlimum ykkar að skilja mikilvægi þess að taka fúslega á móti orði Krists? Til að leika „illa heyra þeir með eyrum sínum,“ gætuð þið haldið fyrir eyru fjölskyldumeðlims meðan þið lesið hljóðlega Matteus 13:13–16. Hversu mikið skildi þessi fjölskyldumeðlimur efni versanna? Hvernig getum við lokið upp augum okkar, eyrum og hjarta fyrir orði Guðs?

Matteus 13:44–46.Hvað eiga mennirnir tveir í þessum dæmisögum sameiginlegt? Er eitthvað meira sem við ættum að gera sem einstaklingar og fjölskylda til að hafa ríki Guðs í fyrirrúmi í lífi okkar?

Lúkas 13:11–17.Hafa fjölskyldumeðlimir upplifað eitthvað sem olli því að þeim var um megn að „rétta sig upp“? Þekkjum við einhvern annan sem líður þannig? Hvernig getum við hjálpað? Hvernig „leysir“ frelsarinn okkur frá hrumleika okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Er í lífsins orðum leita,“ Sálmar, nr. 106.

Bæta kennslu okkar

Læra ritningarvers utanbókar. Veljið ritningarvers sem eru fjölskyldu ykkar einkar mikilvæg og biðjið fjölskyldumeðlimi að læra þau utanbókar. Öldungur Richard G. Scott kenndi: „Ritning sem lærð er utanbókar, verður traustur vinur sem tímans tönn vinnur ekki á“ („Máttur ritninganna,“ aðalráðstefna, október 2011).

maður sáir sáðkorni

Dæmisagan um sáðmanninn, eftir George Soper