Nýja testamentið 2023
13.–19. mars. Matteus 11–12; Lúkas 11: „Ég mun veita yður hvíld“


„13.–19. mars. Matteus 11–12; Lúkas 11: ‚Ég mun veita yður hvíld,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„13.–19. mars. Matteus 11–12; Lúkas 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Jesús stendur mitt í skýjum

Verið óhræddir, eftir Michael Malm

13.–19. mars

Matteus 11–12; Lúkas 11

„Ég mun veita yður hvíld“

Dallin H. Oaks kenndi: „Ekki er hægt að skilja ritningarnar, sem eru opinberanir fyrri tíðar, nema með því að taka einlæglega á móti opinberunum líðandi tíðar. … Ritningarnám gerir körlum og konum mögulegt að hljóta opinberun“ („Scripture Reading and Revelation,“ Ensign, jan. 1995, 7).

Skráið hughrif ykkar

Farísearnir og fræðimennirnir höfðu á marga vegu gert það þungbært að tilbiðja Jehóva. Þeir lögðu oft meiri áherslu á strangar reglur en eilífan sannleika. Reglur varðandi hvíldardaginn, sem átti að vera dagur hvíldar, voru afar þungbærar.

Jehóva kom síðan sjálfur meðal fólks síns. Hann kenndi því að sannur tilgangur trúarbragða væri ekki að þyngja byrðar, heldur létta þær. Hann kenndi að Guð gæfi okkur boðorð, þar með talið boðorðið um að virða hvíldardaginn, ekki til að þjaka okkur, heldur til að blessa okkur. Vegurinn til Guðs er vissulega krappur og þröngur, en Drottinn kom til að lýsa yfir að við þurfum ekki að ganga hann einsömul. „Komið til mín,“ sárbað hann. Boð hans til allra sem af einhverri ástæðu eru „þunga … hlaðnir,“ er að standa við hlið hans, vera bundin honum og leyfa honum að bera með okkur byrðarnar. Loforð hans er: „Þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“ Í samanburði við annað – að reyna að basla áfram sjálf eða reiða sig á jarðneskar lausnir – þá er hans „ok … ljúft og byrði [hans] létt.“ (Matteus 11:28–30.)

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 11:28–30

Jesús Kristur mun veita mér hvíld ef ég reiði mig á hann.

Við berum öll byrðar – sumar af völdum eigin synda og mistaka, aðrar af völdum ákvarðana annarra og enn aðrar sem enginn á sök á, því þær eru einfaldlega hluti af jarðlífinu. Hverjar sem ástæðurnar eru fyrir erfiðleikum okkar, þá sárbiður Jesús okkur að koma til síns, svo hann megi létta byrðar okkar og veita okkur líkn (sjá einnig Mósía 24). Öldungur David A. Bednar kenndi: „Að gera og halda sáttmála, er að leggja okið á okkur með Drottni Jesú Kristi við hlið okkar” („Bera byrðar þeirra léttilega,“ aðalráðstefna, apríl 2014). Íhugið spurningar eins og eftirfarandi með þetta í huga, til að skilja betur orð frelsarans í þessum versum: Hvernig leggja sáttmálarnir okið á mig með frelsarann við hlið mér? Hvað þarf ég að gera til að koma til Krists? Á hvaða hátt er ok frelsarans ljúft og byrði hans létt?

Hvaða fleiri spurningar koma í hugann við lesturinn? Skráið þær og leitið svara í þessari viku í ritningunum og orðum spámannanna. Þið gætuð fundið svör við sumum spurningum ykkar í þeirri ræðu öldungs Davids A. Bednar sem áður var vísað í .

Sjá einnig John A. McCune, „Koma til Krists – Lifa líkt og Síðari daga heilagir,” aðalráðstefna, apríl 2020; Lawrence E. Corbridge, „Vegurinn,“ aðalráðstefna, október 2008.

menn horfa niður á lærisveina gangandi á kornakri

Lærisveinarnir eta kornöx á hvíldardegi, eftir James Tissot

Matteus 12:1–13

„Gera góðverk á hvíldardegi.“

Kenningar faríseanna voru á marga vegu ekki þær sömu og frelsarans, einkum þó hvað varðaði hvíldardaginn og að virða hann. Þegar þið lesið Matteus 12:1–13, gætuð þið íhugað hversu vel viðhorf ykkar og verk samræmast kenningum frelsarans um hvíldardaginn. Þegar þið gerið það, gætuð þið íhugað orðtök eins og:

  • „Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir“ (vers 7; sjá Hósea 6:6).

  • „Því að Mannssonurinn er Drottinn hvíldardagsins“(vers 8).

  • „Það er því leyfilegt að gera góðverk á hvíldardegi“ (vers 12).

Hvernig gætu þessar kenningar haft áhrif á það hvernig þið breytið á hvíldardegi?

Sjá einnig Markús 2:233:5; Leiðarvísi að ritningunum, „Hvíldardagur,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Matteus 12:34–37; Lúkas 11:33–44

Orð mín og verk endurspegla það sem býr í hjarta mér.

Eitt af því sem frelsarinn gagnrýndi aðallega varðandi faríseana, var að þeir reyndu að sýnast réttlátir, en ásetningur þeirra var ekki einlægur. Þegar þið lærið um aðvaranir frelsarans til faríseanna í Matteus 12:34–37 og Lúkas 11:33–44, íhugið þá sambandið á milli hjarta okkar og verka. Hvaða merkingu leggið þið í orðalagið „góður maður ber gott fram úr góðum sjóði“? (Matteus 12:35). Hvernig erum við sýknuð eða sakfelld af orðum okkar? (sjá Matteus 12:37). Hver gæti verið merking þess að hafa „heilt“ auga? (Lúkas 11:34). Íhugið hvernig þið getið verið „[öll] í birtu“ (Lúkas 11:36) með krafti frelsarans.

Sjá einnig Alma 12:12–14; Kenning og sáttmálar 88:67–68.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 11:28–30.Þið getið hjálpað fjölskyldu ykkar að sjóngera kenningar frelsarans í þessum versum með því að láta hana skiptast á við að draga eitthvað þungt, fyrst ein og sér og síðan með hjálp. Hverjar eru sumar þeirra byrða sem við berum? Hver er merking þess að taka á sig ok Krists? Myndin aftast í lexíudrögunum gæti hjálpað ykkur að útskýra hvað ok er.

Matteus 12:10–13.Þegar þið lesið um Jesú lækna mann á hvíldardegi, gæti fjölskylda ykkar rætt hvernig við getum orðið „heil“ fyrir tilverknað frelsarans. Hvernig getur hvíldardagurinn verið okkur dagur lækningar?

Innblásinn af fordæmi frelsarans í þessum versum, gæti fjölskylda ykkar skráð hvernig þið getið „[gert] góðverk á hvíldardegi“ (vers 12). Gætið þess að hafa með tækifæri til að þjóna öðrum. Það gæti verið gagnlegt að varðveita listann og vísa í hann síðar á sunnudögum.

Lúkas 11:33–36.Íhugið hvernig þið gætuð kennt fjölskyldu ykkar merkingu þess að vera „allur í birtu“ (vers 34, 36). Gæti sjónræn kennsla hjálpað? Þið gætuð líka rætt hvernig færa mætti ljós frelsarans í líf okkar, á heimili okkar og í heiminn. Fyrir fleiri hugmyndir, sjá þá myndbandið „The Light That Shineth in Darkness [Ljósið sem skín í myrkrinu,“ ChurchofJesusChrist.org.

2:19

Lúkas 11:37–44.Ef til vill gæti fjölskylda ykkar rætt þessi vers saman við uppvaskið. Þið gætuð rætt af hverju það væri slæm hugmynd að þvo aðeins ytri hluta skála og bolla. Þið gætuð síðan tengt það nauðsyn þess að vera ekki aðeins réttlátur í ytri verkum, heldur líka hið innra í hugsun og tilfinningum.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hve blíð eru boðorð Guðs,“ Sálmar nr. 18.

Bæta persónulegt nám

Vera sjálfum okkur samkvæm. Þið gætuð átt erfiðari daga við að læra í ritningunum eða ekki jafn árangursríka og vonir stóðu til. Gefist ekki upp. Öldungur David A. Bednar kenndi: „Það, að vera samkvæm sjálfum sér í smáu sem stóru, [mun] leiða til mikilsverðs andlegs árangurs“ („Meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir,“ aðalráðstefna, október 2009).

tveir uxar með ok

„Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar“ (Matteus 11:29). Ljósmynd © iStockphoto.com/wbritten