„27. febrúar–5. mars. Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7: ‚Trú þín hefur frelsað þig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„27. febrúar–5. mars. Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
27. febrúar–5. mars
Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7
„Trú þín hefur frelsað þig“
Gætið þess að fara ekki of hratt í gegnum ritningarnám ykkar. Gefið ykkur tíma til bænheitrar íhugunar, þótt það verði til þess að þið hafið ekki tíma til að lesa hvert vers. Þessar íhugunarstundir leiða oft til persónulegrar opinberunar.
Skráið hughrif ykkar
Einn skýrasti boðskapur Nýja testamentisins er að Jesús Kristur læknar. Frásagnirnar um frelsarann að lækna sjúka og aðþrengda eru margar – allt frá konu með sótthita til sonar ekkju sem hafði dáið. Af hverju slík áhersla á líkamlega lækningu? Hver gæti boðskapurinn verið fyrir okkur með þessum kraftaverkum? Vissulega er hinn augljósi boðskapur að Jesús Kristur sé sonur Guðs, með mátt yfir öllu, þar með talið líkamlegum sársauka okkar og ófullkomleika. Aðra merkingu má þó finna í orðum hans til hinna efasömu fræðimanna: „Til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu“ (Markús 2:10). Þegar þið því lesið um lækningu blinds eða líkþrás einstaklings, gætuð þið hugsa um lækningu – bæði andlega og líkamlega – sem þið getið sjálf hlotið frá frelsaranum og heyrt hann segja við ykkur: „Trú þín hefur frelsað þig“ (Lúkas 7:50).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Matteus 8; Markús 2–3; Lúkas 7
Frelsarinn getur læknað veikindi og sjúkdóma.
Þessir fáeinu kapítular segja frá mörgum tilvikum undursamlegrar lækningar af hendi frelsarans. Þegar þið lesið um þessar lækningar, gætið þá að mögulegum boðskap fyrir ykkur sjálf. Þið gætuð spurt ykkur sjálf: Hvað kennir frásögnin um trú á Jesú Krist? Hvað kennir frásögnin um frelsarann? Hvað vill Guð að ég læri af þessu kraftaverki? Hér eru nokkur dæmi, en þau eru mun fleiri:
-
Líkþrár maður (Matteus 8:1–4)
-
Þjónn hundraðshöfðingja (Matteus 8:5–13; Lúkas 7:1–10)
-
Tengdamóðir Péturs (Matteus 8:14–15)
-
Lamaður maður (Markús 2:1–12)
-
Maður með visna hönd (Markús 3:1–5)
-
Sonur ekkjunnar frá Nain (Lúkas 7:11–16)
Sjá einnig David A. Bednar, „Accepting the Lord’s Will and Timing,“ Liahona, ágúst 2016, 17–23; Neil L. Andersen, „Hjartasár,“ aðalráðstefna, október 2018.
Jesús Kristur kom ekki til að fordæma syndara, heldur til að lækna þá.
Þegar þið lesið þessi vers um samskipti Jesú við fræðimennina og faríseana, gætuð þið íhugað hvort þið sæjuð ykkur sjálf í þessari frásögn. Gætu t.d. viðbrögð ykkar og hugsanir verið líkar Símonar farísea? Hvernig mynduð þið lýsa hinu ólíka viðhorfi Jesú til syndara og viðhorfi farísea, eins og Símon, til þeirra? Íhugið hvernig þeim sem eru niðurbeygðir af synd gæti liðið í samfélagi frelsarans. Hvernig líður slíkum í samfélagi ykkar?
Þið gætuð líka íhugað hvernig þið eruð eins og konan í Lúkas 7:36–50. Hvenær hafið þið upplifað þá hjartagæsku og miskunn sem frelsarinn sýndi henni? Hvað lærið þið af fordæmi hennar um trú, elsku og auðmýkt?
Sjá einnig Jóhannes 3:17; Lúkas 9:51–56; Dieter F. Uchtdorf, „Náðargjöfin,“ aðalráðstefna, apríl 2015.
Matteus 8:18–22; Markús 3:31–35
Að vera lærisveinn Jesú Krists, merkir að ég hef hann í fyrirrúmi í lífinu.
Í þessum versum kenndi Jesús að séum við lærisveinar hans, verðum við að hafa hann í fyrirrúmi í lífi okkar, jafnvel þótt við þurfum að fórna öðru sem er okkur mikils virði. Þegar þið lesið þessi ritningarvers, íhugið þá lærisveinsstöðu ykkar sjálfra. Af hverju verða lærisveinar að vera fúsir til að hafa frelsarann í fyrirrúmi? Hverju gætuð þið þurft að láta af til að hafa Jesú í fyrirrúmi? (Sjá einnig Lúkas 9:57–62.)
Matteus 8:23–27; Markús 4:35–41
Jesús Kristur hefur mátt til að veita frið mitt í stormum lífsins.
Hefur ykkur einhvern tíma liðið eins og lærisveinum Jesú í storminum á sjónum – séð öldurnar fylla bátinn af vatni og spurt: „Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?“
Í Markús 4:35–41 finnið þið fjórar spurningar. Skráið hverja þeirra og íhugið hvað þær kenna um að takast á við áskoranir lífsins í trú á Jesú Krist. Hvernig lægir frelsarinn storma lífs ykkar?
Sjá einnig Lisa L. Harkness, „Haf hljótt um þig,“ aðalráðstefna, október 2020.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7.Íhugið að skrá kraftaverkin sem lýst er í þessum kapítulum. Reynið að finna eða teikna myndir af einhverjum þeirra (sjá Trúarmyndabók eða ChurchofJesusChrist.org). Hver fjölskyldumeðlimur gæti notað myndir til að segja frá einu kraftaverkanna og sagt frá því sem hann lærði um það. Þið gætuð sagt frá einhverjum dæmum um kraftaverk sem þið hafið séð eða lesið um á okkar tíma.
Sjá einnig myndböndin „Widow of Nain [Ekkjan frá Nain]“ og „Calming the Tempest [Stormurinn lægður]“ (ChurchofJesusChrist.org).
2:222:17 -
Matteus 8:5–13; Lúkas 7:1–10.Hvað var það við trú hundraðshöfðingjans sem Jesú hreifst af? Hvernig getum við sýnt álíka trú á Jesú Krist?
-
Markús 2:1–12.„Kafli 23: Maðurinn sem gat ekki gengið“ (í Sögur úr Nýja testamentinu, 57–58, eða samsvarandi myndband á ChurchofJesusChrist.org) gæti hvatt fjölskyldu ykkar til að ræða um Markús 2:1–12. (Sjá einnig myndbandið „Jesus Forgives Sins and Heals a Man Stricken with Palsy [Jesús fyrirgefur syndir og læknar lamaðan mann]“ á ChurchofJesusChrist.org.) Hvernig getum við verið eins og vinir mannsins sem gat ekki gengið? Hverjir hafa verið okkur slíkir vinir?
NaN:NaN2:57 -
Markús 4:35–41.Gæti þessi frásögn hjálpað fjölskyldumeðlimum þegar þeir verða óttaslegnir? Ef til vill gætu þeir lesið vers 39 og sagt frá því þegar frelsarinn hjálpaði þeim að finna frið.
Börn gætu haft gaman að því að látast vera í bát í stormi og öldugangi, meðan einhver les Markús 4:35–38. Þegar einhver les síðan vers 39 gætu þeir látist vera í báti á kyrrlátum sjó. Þið gætuð líka sungið saman söng um að finna frið í frelsaranum, t.d. „Herra, sjá bylgjurnar brotna,“ (Sálmar, nr. 38). Hvaða orðtök í söngnum kenna okkur um þann frið sem Jesús býður?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Herra, sjá bylgjurnar brotna,“ Sálmar, nr. 38.