23. kafli Maðurinn sem gat ekki gengið Dag nokkurn var Jesús að kenna hópi fólks í húsi einu. Lúk 5:17 Nokkrir menn báru vin sinn í rúmi hans til að sjá Jesú. Vinur þeirra gat ekki gengið. Mennirnir komu honum ekki inn í húsið vegna mannfjöldans. Lúk 5:18‒19 Mennirnir fóru með vin sinn upp á þakið. Þeir gerðu gat á þakið og létu vin sinn síga niður í húsið. Mark 2:4; Lúk 5:19 Þegar Jesú sá þá miklu trú sem mennirnir höfðu, sagði hann að syndir sjúka mannsins væru honum fyrirgefnar. Hann sagði honum að taka rúm sitt og fara heim. Maðurinn stóð á fætur. Hann var læknaður. Hann tók rúm sitt og gekk heim. Hann var Guði mjög þakklátur. Lúk 5:20, 24‒25