Sögur úr ritningunum
Helstu staðir


Helstu staðir

(Tölurnar í svigunum eru kaflarnir sem segja frá atburðum þessara staða)

Kort 1: Landið helga á tímum Nýja testamentisins

  1. Damaskus Páll var að fara til þessarar borgar þegar Jesús birtist honum og sagði honum að iðrast (59)

  2. Sesarea Filippí Á þessu svæði vitnaði Jesús um dauða sinn og upprisu, einnig vitnaði Pétur þar að Jesús væri sonur Guðs. (32)

  3. Galílea Jesús varði miklum tíma í þessum landshluta við að kenna fagnaðarerindið og lækna sjúka. (19‒20, 34, 36)

  4. Kapernaum Jesús framvæmdi mörg kraftaverk í þessari borg. (23‒25, 30)

  5. Galíleuvatn Jesús kenndi mörgum fagnaðarerindið þar nærri. Jesús hastaði á vindinn þar og gekk á Galíleuvatni. (18, 21, 29)

  6. Kana Jesús breytti vatni í vín á brúðkaupshátíð þar. Maður kom þangað og bað Jesú að lækna son sinn. (12, 16)

  7. Nasaret Jesús ólst upp í þessari borg. (2, 4, 9, 17)

  8. Samaría Í þessu landi kenndi Jesús konunni við brunninn um hið lifandi vatn. Flestir Gyðingar hötuðu Samverjana. (15, 58)

  9. Jórdanáin Jóhannes skírari skírði Jesú Krist í þessari á. (10)

  10. Joppe Pétur vakti Tabítu aftur til lífsins þar. (60)

  11. Jeríkó Í dæmisögunni um miskunnsama Samverjannvar maður nærri drepinn á leið sinni til þessarar borgar. (35)

  12. Jerúsalem Jesús og postular hans eyddu miklum tíma í að kenna í þessari borg Jesús Kristur dó og reis upp þar. (6, 39–40, 44–57, 63) Sjá kort 2 fyrir ýtarlegri sögur sem áttu sér stað í Jerúsalem.

  13. Betanía Lasarus, sá sem Jesús reisti upp frá dauðum, bjó þar með systrum sínum Maríu og Mörtu. (43)

  14. Betlehem Jesús Kristur fæddist þar. (5, 7)

map 1

Miðjarðarhaf

Dauðahafið

Damaskus

Sesarea Filippí

GALÍLEA

Kapernaum

Galíleuvatn

Kana

Nasaret

SAMARÍA

Jórdanáin

Joppe

Jeríkó

Jerúsalem

Betanía

Betlehem

Kort 2: Jerúsalem á tímum Jesú

  1. Golgata Þetta gæti verið þar sem Jesús Kristur dó á krossinum. (53)

  2. Grafhvelfingin Þetta gæti verið staðurinn þar sem Jesús Kristur var greftraður, reis upp frá dauðum og ræddi við Maríu Magdalenu. (53, 54)

  3. Betesdalaug Hér læknaði Jesús mann á hvíldardegi. (27)

  4. Musteri Hér lofaði engillinn Gabríel Sakaríasi að hann myndi eignast son, sem var Jóhannes skírari. Jesús kenndi í þessu musteri. Hann rak einnig menn úr musterinu sem voru að selja dýr fyrir fórnir. (1, 6, 9, 11, 13, 45, 56)

  5. Getsemanegarður Í þessum garði baðst Jesús Kristur fyrir, þjáðist fyrir syndir okkar, var svikinn af Júdasi og handtekinn. (51, 52)

  6. Olíufjallið Hérna kenndi Jesús um síðari komu sína. (46)

  7. Hús Kaífasar Þetta gæti verið sá staður þar sem leiðtogar Gyðinga yfirheyrðu Jesú og sökuðu hann um að brjóta lög. (52)

  8. Loftsalur Herbergið sem Jesús og postularnir neyttu páskamáltíðarinnar í var líklegast á þessu svæði. Jesús kenndi postulum sínum um sakramentið stuttu áður en hann fór í Getsemanegarðinn. (49, 50)

map 2

Golgata

Grafhvelfingin

Betesdalaug

Musteri

Getsemanegarðurinn

Olíufjallið

Hús Kaífasar

Loftsalur