Helstu staðir
(Tölurnar í svigunum eru kaflarnir sem segja frá atburðum þessara staða)
Kort 1: Landið helga á tímum Nýja testamentisins
-
Damaskus Páll var að fara til þessarar borgar þegar Jesús birtist honum og sagði honum að iðrast (59)
-
Sesarea Filippí Á þessu svæði vitnaði Jesús um dauða sinn og upprisu, einnig vitnaði Pétur þar að Jesús væri sonur Guðs. (32)
-
Galílea Jesús varði miklum tíma í þessum landshluta við að kenna fagnaðarerindið og lækna sjúka. (19‒20, 34, 36)
-
Kapernaum Jesús framvæmdi mörg kraftaverk í þessari borg. (23‒25, 30)
-
Galíleuvatn Jesús kenndi mörgum fagnaðarerindið þar nærri. Jesús hastaði á vindinn þar og gekk á Galíleuvatni. (18, 21, 29)
-
Kana Jesús breytti vatni í vín á brúðkaupshátíð þar. Maður kom þangað og bað Jesú að lækna son sinn. (12, 16)
-
Nasaret Jesús ólst upp í þessari borg. (2, 4, 9, 17)
-
Samaría Í þessu landi kenndi Jesús konunni við brunninn um hið lifandi vatn. Flestir Gyðingar hötuðu Samverjana. (15, 58)
-
Jórdanáin Jóhannes skírari skírði Jesú Krist í þessari á. (10)
-
Joppe Pétur vakti Tabítu aftur til lífsins þar. (60)
-
Jeríkó Í dæmisögunni um miskunnsama Samverjannvar maður nærri drepinn á leið sinni til þessarar borgar. (35)
-
Jerúsalem Jesús og postular hans eyddu miklum tíma í að kenna í þessari borg Jesús Kristur dó og reis upp þar. (6, 39–40, 44–57, 63) Sjá kort 2 fyrir ýtarlegri sögur sem áttu sér stað í Jerúsalem.
-
Betanía Lasarus, sá sem Jesús reisti upp frá dauðum, bjó þar með systrum sínum Maríu og Mörtu. (43)
-
Betlehem Jesús Kristur fæddist þar. (5, 7)
Kort 2: Jerúsalem á tímum Jesú
-
Golgata Þetta gæti verið þar sem Jesús Kristur dó á krossinum. (53)
-
Grafhvelfingin Þetta gæti verið staðurinn þar sem Jesús Kristur var greftraður, reis upp frá dauðum og ræddi við Maríu Magdalenu. (53, 54)
-
Betesdalaug Hér læknaði Jesús mann á hvíldardegi. (27)
-
Musteri Hér lofaði engillinn Gabríel Sakaríasi að hann myndi eignast son, sem var Jóhannes skírari. Jesús kenndi í þessu musteri. Hann rak einnig menn úr musterinu sem voru að selja dýr fyrir fórnir. (1, 6, 9, 11, 13, 45, 56)
-
Getsemanegarður Í þessum garði baðst Jesús Kristur fyrir, þjáðist fyrir syndir okkar, var svikinn af Júdasi og handtekinn. (51, 52)
-
Olíufjallið Hérna kenndi Jesús um síðari komu sína. (46)
-
Hús Kaífasar Þetta gæti verið sá staður þar sem leiðtogar Gyðinga yfirheyrðu Jesú og sökuðu hann um að brjóta lög. (52)
-
Loftsalur Herbergið sem Jesús og postularnir neyttu páskamáltíðarinnar í var líklegast á þessu svæði. Jesús kenndi postulum sínum um sakramentið stuttu áður en hann fór í Getsemanegarðinn. (49, 50)