Sögur úr ritningunum
39. kafli: Jesús læknar blindan mann


39. kafli

Jesús læknar blindan mann

The disciples ask Jesus if a certain man is blind because he sinned or his parents sinned - ch.34-1

Dag nokkurn var Jesús að ganga með lærisveinum sínum. Þeir sáu mann sem hafði fæðst blindur. Lærisveinarnir spurðu hvort maðurinn væri blindur af því að hann hefði syndgað eða af því að foreldrar hans hefðu syndgað.

Jesus tells the disciples that the man was blind so that He could heal him and the people could see God's power - ch.34-2

Frelsarinn sagði að hvorki maðurinn né foreldrar hans hefðu syndgað. Maðurinn var blindur, svo að Jesús gæti læknað hann og fólkið gæti séð kraft Guðs.

Jesus puts mud on the man's eyes and tells him to wash his eyes - ch.34-3

Jesús tók mold og gerði úr henni leðju. Hann setti hana á augu blinda mannsins. Jesús sagði manninum að fara og þvo augun.

The man washes the mud from his eyes and can see - ch.34-4

Um leið og maðurinn þvoði leðjuna af augunum, gat hann séð!

The man tells the people that Jesus healed him - ch.34-5

Þegar nágrannar hans sáu hann, voru þeir ekki vissir um hver hann væri. Hann sagði þeim að Jesús hefði læknað sig. Nágrannarnir fóru með manninn til faríseanna. Maðurinn sagði faríseunum að Jesús hefði læknað sig.

The man tells the Pharisees that Jesus healed him and they are angry - ch.34-6

Sumir faríseanna töldu að Jesús hlyti vera réttlátur maður. Aðrir töldu hann syndara. Þegar maðurinn sagði að Jesús væri réttlátur maður, urðu sumir faríseanna afar reiðir og hentu manninum út.

The man worships Jesus after Jesus tells him that He is the Son of God - ch.34-7

Jesús fann manninn. Hann spurði manninn hvort hann tryði á son Guðs. Maðurinn spurði hver sonur Guðs væri. Jesús sagðist vera sonur Guðs og maðurinn tilbað hann.