Sögur úr ritningunum
9. kafli: Drengurinn Jesús


9. kafli

Drengurinn Jesús

Jesus as a boy, praying - ch.9-1

Jesús ólst upp í borginni Nasaret. Hann lærði margt og „styrktist [og] fylltist visku … og náð Drottins var yfir honum.“

Jesus goes with Joseph, Mary and others to Jerusalem - ch.9-2

Þegar Jesús var 12 ára gamall, fór hann, Jósef og María með hópi af fólki til Jerúsalem á hátíð. Þau voru þar í nokkra daga.

Joseph and Mary returning home from Jerusalem without Jesus - ch.9-3

Þegar Jósef og María voru á leið aftur heim, töldu þau að Jesús væri með vinum sínum á leið til Nasaret. En Jesús hafði verið um kyrrt í Jerúsalem.

Joseph and Mary looking for Jesus in Jerusalem - ch.9-4

Þegar Jósef og María leituðu af Jesú, fundu þau hann ekki. Enginn í hóp þeirra hafði séð hann. Jósef og María fóru því aftur til Jerúsalem. Þau leituðu að Jesú í þrjá daga. Þau voru afar döpur.

Jesus with the teachers in the temple - ch.9-5

Að lokum fundu þau Jesú í musterinu, talandi við nokkra kennara. Hann var að svara spurningum þeirra. Kennararnir voru undrandi á því hve mikið Jesús vissi.

Lúk 2:46‒47 (sjá neðanmálsgrein 46c)

Joseph and Mary find Jesus in the temple - ch.9-6

María sagði Jesú að hún og Jósef hefðu verið mjög áhyggjufull. Jesús svaraði að hann væri að vinna verk föður síns ‒ verk Guðs. Jósef og María skildu ekki.

Jesus returns with Joseph and Mary to Nazareth - ch.9-7

Jesús hlýddi þeim og fór með Jósef og Maríu heim til Nasaret.

Jesus continues to study - ch.9-8

Jesús lærði sífellt meira um himneskan föður sinn og verk hans.

Jesus grows tall and strong - ch.9-9

Hann varð stór og sterkur.

Jesus as a youth handing bread to a girl - ch.9-10

Fólk elskaði hann. Hann gerði það sem Guð vildi að hann gerði.

Jesus as a youth, praying - ch.9-11

Guð elskaði hann.