9. kafli Drengurinn Jesús Jesús ólst upp í borginni Nasaret. Hann lærði margt og „styrktist [og] fylltist visku … og náð Drottins var yfir honum.“ Lúk 2:39‒40 Þegar Jesús var 12 ára gamall, fór hann, Jósef og María með hópi af fólki til Jerúsalem á hátíð. Þau voru þar í nokkra daga. Lúk 2:41‒43 Þegar Jósef og María voru á leið aftur heim, töldu þau að Jesús væri með vinum sínum á leið til Nasaret. En Jesús hafði verið um kyrrt í Jerúsalem. Lúk 2:43‒44 Þegar Jósef og María leituðu af Jesú, fundu þau hann ekki. Enginn í hóp þeirra hafði séð hann. Jósef og María fóru því aftur til Jerúsalem. Þau leituðu að Jesú í þrjá daga. Þau voru afar döpur. Lúk 2:44‒46 Að lokum fundu þau Jesú í musterinu, talandi við nokkra kennara. Hann var að svara spurningum þeirra. Kennararnir voru undrandi á því hve mikið Jesús vissi. Lúk 2:46‒47 (sjá neðanmálsgrein 46c) María sagði Jesú að hún og Jósef hefðu verið mjög áhyggjufull. Jesús svaraði að hann væri að vinna verk föður síns ‒ verk Guðs. Jósef og María skildu ekki. Lúk 2:48‒50 Jesús hlýddi þeim og fór með Jósef og Maríu heim til Nasaret. Lúk 2:51 Jesús lærði sífellt meira um himneskan föður sinn og verk hans. Lúk 2:52 Hann varð stór og sterkur. Lúk 2:52 Fólk elskaði hann. Hann gerði það sem Guð vildi að hann gerði. Lúk 2:52 Guð elskaði hann. Lúk 2:52