14. kafli Nikódemus Nikódemus tilheyrði flokki Gyðinga sem nefndist farísear. Hann var einnig foringi Gyðinga. Margir farísear trúðu ekki að Jesús Kristur væri sendur af Guði. En Nikódemus trúði vegna þeirra kraftaverka sem Jesús framkvæmdi. Jóh 3:1–2 Nótt eina kom Nikódemus til að ræða við Jesú. Jesús sagði að enginn maður gæti komist inn í ríki Guðs nema að fæðast að nýju. Jóh 3:2–3 Nikódemus skildi ekki. Hvernig getur maður fæðst að nýju? Frelsarinn útskýrði að hann væri að tala um andlega hluti. Maður verður að skírast í vatni og hljóta gjöf heilags anda, til að fæðast að nýju. Jóh 3:4–7 Jesús sagðist hafa verið sendur á jörðina til að hjálpa okkur öllum að snúa aftur til himnesks föður. Hann sagðist myndi þjást fyrir syndir okkar og deyja á krossi svo við gætum öðlast eilíft líf. Jóh 3:12–17 Hann sagði að við þyrftum að trúa á hann og velja hið rétta. Ef við gerum hið rétta, munum við lifa að eilífu í ríki Guðs. Jóh 3:18–21