Vandskilin orð
-
að eilífualltaf
-
ævarandieitthvað sem á sér engan endir; heldur áfram að eilífu
-
altariheilagt húsgagn sem líkist borði og var í musterinu þegar Jesús var á jörðu. Fólk færði Guði fórnir á altarinu.
-
andieitt af börnum himnesks föður sem hefur ekki líkama af holdi og beinum
-
bænþað sem sagt er þegar einhver biðst fyrir
-
biðjaað tala við Guð, færa honum þakkir og biðja um blessanir
-
blessa að veita öðrum eitthvað gott eða hjálp
-
blessunsérstök bæn þar sem himneskur faðir er beðinn um að hugga eða lækna einhvern; maðurinn sem veitir blessunina gerið það með valdi prestdæmisins sem hann hefur. Öll hjálp sem við hljótum frá Guði.
-
blindurað geta ekki séð
-
boðorðþað sem Guð segir fólki að gera til að vera hamingjusamt
-
brúðgumi maður sem er að fara að giftast
-
brúðkaupatburður þar sem maður og kona gifta sig
-
dæmisagasaga sem kennir reglu eða lexíu
-
djöfullannað nafn Satans
-
drukknaað deyja með því að vera of lengi undir vatni
-
eilíft lífað verða líkt og faðir okkar á himnum og búa með honum að eilífu
-
ekkjakona sem misst hefur mann sinn
-
Engill himneskur sendiboði frá Guði
-
engisprettastórt fljúgandi skordýr sem stundum er notað til matar
-
eyðimörkland þar sem er mjög lítið vatn og lítið um plöntur og dýr
-
fagnaðarerindiðkenningar Jesú Krists um það hvernig fólk á að haga lífi sínu svo það geti búið að nýju með himneskum föður; það er sáluhjálparáætlun himnesks föður
-
fangelsistaður þar sem fólk er sett sem brotið hefur lögin
-
fastaað vera án matar og vatns meðan við sækjumst eftir blessunum himnesks föður
-
ferðastað fara frá einum stað til annars
-
fjallstór hæð eða fjall
-
fjárhirðirsá sem annast sauðfé
-
fórnneita sér um eitthvað mikilvægt fyrir Guð eða aðra
-
freistaað reyna að fá einhvern til að gera eitthvað rangt
-
frelsaað bjarga frá hættu Jesús dó til að frelsa okkur frá stundlegum dauða og hættu syndar.
-
friðflytjandisá sem hjálpar fólki að vera ekki reitt hvert við annað
-
fylgjaað gera eitthvað sem annar gerir
-
fyllast af heilögum andaþegar hugur einhvers og hjarta er fullt af sannleika
-
fyrirgefahætta að vera einhverjum reiður sem hefur gert slæma eða særandi hluti
-
ganga íað verða hluti af hópi
-
gistihússtaður þar sem fólk getur borðað og sofið þegar það er á ferðalagi
-
gistihúseigandisá sem á og rekur gistihús
-
gjöfeitthvað gott sem Guð eða aðrir gefa okkur
-
gjöf heilags andaréttur til að njóta hjálpar heilags anda; er veittur eftir að skírn hefur verið framkvæmd af þeim sem hefur prestdæmisvald
-
grafhýsistaður þar sem dáið fólk er greftrað
-
greftra [greftraður]að leggja líkama látinnar manneskju í grafhýsi eða í jörðu og hylja með mold; að koma einhverju fyrir í jörðu sem maður vill fela
-
hæðastað gera grín að
-
halda hátíðlegtað minnast mikilvægs dags með því að gera eitthvað sérstakt
-
handsama [hertaka]að taka land eða manneskju með valdi
-
heilagteitthvað sem er hreint, tært og ætlað Guði til nota
-
heilagtallt sem okkur veitist af Guði og sem sýna á virðingu og lotningu
-
Heilagurmeðlimur hinni sönnu kirkju Jesú Krists
-
hellirop í hlíð
-
hermaðursá sem framkvæmir skipanir konungs eða leiðtoga
-
heyrnarlausað geta ekki heyrt
-
himinnstaðurinn þar sem himneskur faðir og Jesús Kristur búa
-
hleifurlögun bakaðs brauðs
-
hlýðaað gera það sem beðið er um eða fyrirskipað
-
hunangskakavaxhólf búin til af býflugum Býflugurnar fylla þessi vaxhólf af hunangi.
-
hungursneyðskortur á mat vegna uppskeru sem ekki er nægileg til að fæða alla
-
hvíldardagursérstakur dagur vikunnar þegar fólk tilbiður Guð með því að fara í kirkju og læra meira um hann.
-
iðrastað sjá eftir einhverju og lofa að gera það aldrei aftur
-
illteitthvað sem er slæmt og kemur ekki frá Guði
-
jarðskjálftiharkalegur hristingur jarðarinnar
-
jatamatarkassi sem dýr borða úr
-
kraftaverkeitthvað óvenjulegt sem gerist vegna kraftar Guðs
-
krafturgeta til að gera eitthvað Sjá einnig prestdæmi.
-
krjúpa [kraup]að leggjast á kné
-
krossfesta að drepa manneskju með því að hengja hana á trékross eins og gert var við Jesú Krist
-
læknagera veika eða særða manneskju heilbrigða
-
lærisveinnhver sá sem trúir á Jesú Krist og reynir að vera eins og hann
-
laturnenna ekki vinna
-
leiða [stjórna]að leiðbeina öðrum
-
leiðtogisá sem leiðir hóp fólks og ber ábyrgð á því
-
líkami af holdi og blóðilíkaminn sem fólkið á jörðinni er með, er úr skinni, beinum, vöðvum og blóði
-
líkþrárveik manneska með sár um allan líkamann
-
ljúgaekki segja sannleikann
-
lofaað segja gott um einhvern
-
lofasegjast gera eitthvað
-
lútalúta höfði í virðingu
-
meðlimursá sem tilheyrir kirkju eða öðrum hópi
-
musteriGuðs hús á jörðu; staður til að tilbiðja Guð; heilagur staður þar sem helgiathafnir eru framkvæmdar
-
nágrannieinhver sem býr nærri heimili þínu; hvert barn Guðs
-
óbyggðirsvæði þar sem lítið er um fólk og engir bæir eða borgir eru
-
opinberun eitthvað sem Guð segir börnum sínum
-
páskahátíðsérstök hátíð þegar Gyðingar minnast þess hvernig Guð bjargaði fólki sínu undan Egyptum á tímum Móse
-
peningurflatur málmhlutur sem notaður er sem peningur
-
Postuli leiðtogi í kirkju Jesú Krists sem ber vitni um Jesú Krist og kennir fagnaðarerindið
-
prédikunræða um fagnaðarerindið sem flutt er til hóps af fólki
-
prestdæmivaldsumboð til að vinna í nafni Guðs
-
presturleiðtogi í kirkju
-
ráðgjafisá sem hjálpar eða veitir einhverjum ráð
-
ranglátureinhver sem er illur
-
réttarhöldatburður þar sem fólk reynir að sanna hvort einhver hefur brotið lög eða ekki
-
réttláturhlýðinn boðorðum Guðs
-
ríki Guðskirkjan eða staður þar sem hinir réttlátu munu búa með himneskum föður eftir þetta líf
-
rísa uppþegar líkami okkar og andi sameinast aftur eftir að við deyjum
-
ritningarbækur sem innihalda Guðs orð gefin með spámönnum hans
-
sakramentihelgiathöfn þar sem brauð og vatn er blessað og því útdeilt til meðlima kirkjunnar til að minna þau á Jesú Krists og á að halda boðorðin. Helgiathöfnin er framkvæmd af mönnum sem hafa prestdæmið.
-
sálmurkirkjulag eða söngur sem lofar Guð
-
sáluhjálpað frelsast frá synd og dauða svo að við getum lifað að nýju með himneskum föður
-
samkunduhúsbygging þar sem Gyðingar koma saman til að tilbiðja Guð
-
sannleikurþað sem er satt og rétt
-
sársvæði á líkamanum sem er aumt eða blæðir úr
-
sárslæm meiðsli á líkama einhvers
-
síðari komanþegar Jesús kemur að nýju til jarðarinnar til að frelsa hina réttláta og tortíma hinum ranglátu
-
skapa að búa til eða rækta eitthvað
-
skattur [tollur]peningur sem fólk borgar ríkinu
-
skikkjalöng og víð yfirhöfn
-
skipaað segja einhverjum eða einhverju hvað á að gera
-
skírn [skírast]helgiathöfn eða hátíðleg athöfn þar sem maður með prestdæmisvald frá Guði dýfir annarri manneskju algjörlega ofan í vatn og lyftir henni aftur upp. Skírn er nauðsynleg til þess að verða meðlimur kirkju Jesú Krists. Sjá einnig gjöf heilags anda
-
spámaðurmaður kallaður af Guði til að segja fólki hvað Guð vill að það geri
-
stelaað taka eitthvað sem einhver annar á
-
stofnaað stofnsetja kirkju Jesú Krists
-
stríðbardagi á milli óvina
-
svíkja að snúast gegn vini eða afhenda hann í hendur óvinar
-
svipamjóir strengir eða reipi; svipa er notuð til að berja eitthvað eða einhvern
-
sýnein gerð af opinberun frá himneskum föður
-
syndað óhlýðnast boðorðum himnesks föður
-
syndarisá sem hlýðir ekki boðorðum himnesks föður
-
þjástað finna mikinn sársauka
-
þjófur [þjófar]einhver sem stelur frá öðrum
-
þjónnsá sem þjónar eða vinnur fyrir einhvern annan eða Guð
-
þýðaað breyta orðum sem skrifuð eru eða sögð á einhverju tungumáli í orð sem hafa sömu merkingu á öðru tungumáli
-
þyrnikóróna hvassir þyrnar sem mótaðar eru í hring og voru settar á höfuð Jesú
-
þyrnirbeittur eða oddhvass hluti plöntu sem getur meitt ef snert er
-
tilbiðja að lofa, elska og hlýða Guði
-
tíundpeningur gefinn Guði til að byggja upp kirkju hans
-
trúað trúa og treysta á Jesú Krist
-
trúaskynja að eitthvað sé rétt eða satt
-
trúboðsérstakur tími sem gefinn er til þjónustu við að kenna fólki fagnaðarerindi Jesú Krists og styrkja ríki Guðs á jörðu
-
trúboðisá sem fer í trúboð; stundum til annars lands
-
ummyndunbreyting á einhverjum í stutta stund sem gerir honum eða henni kleift að vera í návist himnesks föður
-
valdsumboð réttindi til að nota vald eins og prestdæmið eða réttindi til að refsa þeim sem ekki hlýða lögunum
-
veislastór máltíð sem er venjulega borðuð á sérstökum degi
-
veljaað kjósa eða velja
-
vígjamenn með prestdæmisvald leggja hendur sínar á höfuð annars manns til að veita honum prestdæmi og valdsumboð
-
víndrykkur búinn til úr vínberjum
-
vínviðuraðal stilkur plöntu, til að mynda vínberjaplöntu, sem hlykkjóttar greinar vaxa út frá. Vínviðurinn heldur plöntunni lifandi.
-
vitnaað segja öðrum að við vitum að eitthvað er sannleikur
-
vitnisburðurtilfinning eða hugsun frá heilögum anda um að fagnaðarerindið sé sannleikur
-
Vitringarmenn sem komu frá austri til að sjá Jesú þegar hann var ungbarn
-
vitureinhver sem er mjög gáfaður og skilur fólk, lög og ritningarnar; einnig, sá sem ráðgerir fram í tímann
-
vörðursá sem lítur eftir fólki í fangelsi; fylgist með manneskju, stað eða hlut