37. kafli Líkþráu mennirnir tíu Jesús fór inn í lítið þorp og sá þar tíu líkþráa menn. Líkþráir menn voru veikir. Sjúkdómur þeirra olli því að hræðileg sár voru um allan líkama þeirra. Lúk 17:12 Læknar gátu ekki hjálpað líkþráu mönnunum. Fólkið þorði ekki að vera nálægt þeim. Það vildi ekki smitast. Lúk 17:12 Líkþráu mennirnir báðu Jesú að lækna sig. Þeir vissu að hann gat látið sár þeirra hverfa. Lúk 17:13 Jesús vildi að þeir yrðu heilbrigðir. Hann sagði þeim að fara og sýna sig prestunum. Lúk 17:14 Á leiðinni til prestanna læknuðust líkþráu mennirnir. Sár þeirra voru horfin. Lúk 17:14 Einn líkþráu mannanna vissi að Jesús hafði læknað þá. Hann sneri aftur til að þakka honum. Jesús spurði hvar hinir níu líkþráu mennirnir væru. Þeir höfðu ekki komið til baka. Jesús sagði líkþráa manninum sem þakkaði honum, að trú hans hefði gert hann heilan. Lúk 17:15‒19