Sögur úr ritningunum
58. kafli: Símon og prestdæmið


58. kafli

Símon og prestdæmið

People in Samaria listening to the gospel - ch.-1

Margir í Samaríu heyrðu fagnaðarerindið og trúðu því. Fólkið skírðist, en hafði ekki heilagan anda.

Peter and John give the gift of the Holy Ghost to the members in Samaria. - ch.-2

Pétur og Jóhannes fóru til Samaríu. Þeir lögðu hendur sínar á höfuð fólksins og veittu því gjöf heilags anda.

Simon asks Peter and John for the priesthood and offers them money. - ch.-3

Maður að nafni Símon sá Pétur og Jóhannes veita fólkinu gjöf heilags anda. Símon vissi að postularnir tveir gátu veitt fólkinu gjöf heilags anda vegna þess að þeir höfðu prestdæmið. Hann vildi líka fá prestdæmið.

Peter tells Simon that the priesthood is only given to righteous men and tells him to repent. - ch.-4

Hann bauð Pétri og Jóhannesi peninga fyrir það. Pétur sagði Símoni að enginn gæti keypt prestdæmið. Guð veitir það réttlátum mönnum. Pétur vissi að Símon var ekki réttlátur. Hann sagði honum að iðrast.