Sögur úr ritningunum
48. kafli: Talenturnar


48. kafli

Talenturnar

Jesus tells His disciples about a man who gave his servants some talents - ch.48-1

Jesús sagði lærisveinum sínum sögu af manni sem gaf þjónum sínum nokkrar talentur. Talenta var mikil peningaupphæð.

The man gives five talents to one servant, two talents to another, and one talent to another - ch.48-2

Maðurinn gaf einum þjóninum fimm talentur. Hann gaf öðrum þjóninum tvær talentur. Hann gaf þriðja þjóninum eina talentu. Síðan fór maðurinn í ferðalag.

The servant with the five talents works and makes five more talents - ch.48-3

Þjónninn með fimm talenturnar lagði hart að sér. Hann vann sér inn fimm talentur til viðbótar. Hann hafði nú tíu talentur.

The servant with the two talents makes two more talents - ch.48-4

Þjónninn með tvær talenturnar lagði einnig hart að sér. Hann vann sér inn tvær talentur í viðbót. Hann hafði nú fjórar talentur.

The servant with one talent buries it in the ground - ch.48-5

Þjónninn sem fékk eina talentu gróf hana í jörðu. Hann óttaðist að tapa henni. Hann reyndi ekki að vinna sér inn fleiri talentur.

The man returns and asks his servants what they have done with their talents - ch.48-6

Þegar maðurinn kom aftur til baka, spurði hann þjónana hvað þeir hefðu gert við talentur hans.

The first servant brings his ten talents to the man - ch.48-7

Fyrsti þjónninn færði manninum tíu talentur. Maðurinn var ánægður. Hann gerði þjóninn að leiðtoga yfir miklu og sagði honum að vera hamingjusamur.

The second servant brings his four talents to the man - ch.48-8

Annar þjónninn færði manninum fjórar talentur. Það gladdi manninn einnig. Hann gerði annan þjóninn að leiðtoga yfir miklu og sagði honum að vera hamingjusamur.

The servant with one talent brings the talent he buried - ch.48-9

Þriðji þjónninn færði manninum talentuna til baka sem hann gróf. Maðurinn var ekki ánægður. Hann sagði að þjónninn væri latur. Hann hefði átt að leggja hart að sér til að vinna sér inn fleiri talentur.

The man takes the talent from the third servant and gives it to the first - ch.48-10

Maðurinn tók talentuna frá þriðja þjóninum og gaf hana fyrsta þjóninum. Maðurinn sendi lata þjóninn burt. Maðurinn í sögunni er eins og Jesús. Við erum eins og þjónarnir. Jesús mun dæma okkur út frá því hvernig við nýtum þær gjafir sem okkur hafa verið gefnar.