Sögur úr ritningunum
25. kafli: Kona snertir föt Jesú


25. kafli

Kona snertir föt Jesú

A woman who has been sick for twelve years is lying in bed - ch.26-1

Kona nokkur hafði verið mjög veik í 12 ár. Hún hafði leitað til margra lækna, en þeir gátu ekki hjálpað henni.

The woman sees Jesus in a crowd of people and believes that she can be healed if she could only touch His clothing - ch.26-2

Dag nokkurn sá hún Jesú þar sem mikið af fólki umkringdi hann. Hún trúði því að hún myndi læknast aðeins með því að snerta föt hans. Hún gekk inn í mannfjöldann og snart klæði hans.

The woman is healed immediately and Jesus asks who touched Him - ch.26-3

Hún læknaðist samstundis. Jesús sneri sér við og sagði: „Hver snart klæði mín?“

The woman admits to touching the Savior and Jesus tells her that her faith has made her well - ch.26-4

Konan varð hrædd. Hún kraup niður hjá Jesú og sagðist hafa snert hann. Jesús sagði henni að trú hennar á honum hefði gert hana heila.