52. kafli Réttarhöldin yfir Jesú Leiðtogar Gyðinga sendu menn með sverð og barefli til Getsemanegarðsins. Matt 26:47 Júdas Ískaríot var með þeim. Æðstu prestarnir höfðu borgað Júdasi fyrir að sýna mönnunum hvar Jesús væri. Matt 26:14‒16, 47 Júdas sýndi mönnunum hver Jesús var með því að kyssa hann. Mennirnir fóru með Jesú í burtu. Þeir hæddust að honum og börðu hann. Þeir fóru svo með Jesú til æðsta prestsins, Kaífasar. Matt 26:48‒49, 57; Lúk 22:54, 63‒65 Leiðtogar Gyðinga lögðu spurningar fyrir Jesú. Þeir sögðu að hann hefði brotið lögin með því að segjast vera sonur Guðs. Jesús sagði að hann væri sonur Guðs. Þeir sögðu að Jesús væri sekur og ætti að deyja. Lúk 22:66‒71 Leiðtogar Gyðinga höfðu ekki heimild til að drepa Jesú. Þeir fóru með hann til Pontíusar Pílatusar, sem gat fellt yfir honum dauðadóm. Leiðtogar Gyðinga sögðu Pílatusi að Jesús kenndi fólkinu að óhlýðnast rómverskum lögum. Lúk 23:1‒2 Pílatus taldi að Jesús hefði ekkert rangt gert. Pílatus vildi láta Jesú lausan. Mannfjöldinn vildi að Jesús yrði krossfestur. Lúk 23:14‒21 Pílatus vildi enn láta Jesú lausan. En prestarnir og fólkið hrópuðu stöðugt að þeir vildu að Jesús yrði krossfestur. Lúk 23:22‒23 Pílatus þvoði hendur sínar. Hann sagði að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða Jesú. Fólkið sagðist verða ábyrgt fyrir dauða hans. Pílatus sagði hermönnum sínum að krossfesta Jesú. Matt 27:24‒26