Sögur úr ritningunum
44. kafli: Frelsarinn fer til Jerúsalem


44. kafli

Frelsarinn fer til Jerúsalem

The Pharisees hear about Jesus raising Lazarus from the dead - ch.44-1

Fólk nokkurt sagði prestunum og faríseunum að Jesús hefði vakið Lasarus aftur til lífsins. Faríesarnir töldu að allir myndu trúa á Jesú. Þeir óttuðust að enginn myndi hlusta á þá.

The Pharisees plan to kill Jesus - ch.44-2

Farísearnir lögðu á ráð um að drepa Jesú. Þeir biðu eftir því að hann kæmi til Jerúsalem yfir páskahátíðina.

Jesus rides into Jerusalem on a donkey and is greeted by people waving branches of palm trees - ch.44-3

Jesús fór til Jerúsalem. Margir fréttu að hann væri að koma og fóru til borgarinnar að hitta hann. Jesús reið ungum asna til borgarinnar. Spámaður hafði ritað, að sonur Guðs myndi gera það. Margir trúðu að Jesús væri sonur Guðs. Það lagði pálmalauf og klæði sín á jörðina svo hann gæti riðið yfir þau. Það hrópaði hósanna og sagði, að Jesús væri konungur þeirra.

The disciples tell people that Jesus is a prophet from Nazareth - ch.44-4

Fólkið í Jerúsalem kom til að sjá hvað um væri að vera. Það spurði hver Jesús væri. Fólk í mannfjöldanum sagði þeim að hann væri spámaður frá Nasaret.

The Pharisees are angry because so many believe in the Savior - ch.44-5

Farísearnir voru reiðir. Þeir vildu ekki að fólkið trúði að Jesús væri frelsarinn. Jesús vissi að farísearnir vildu drepa hann.

Jesus tells the disciples that He will soon die - ch.44-6

Jesús sagði lærisveinum sínum, að hann myndi brátt deyja. Hann myndi þjást fyrir syndir allra manna og deyja svo á krossi. Hann væri frelsari heimsins. Það var þess vegna sem hann hafði komið til jarðar.