Scripture Stories
Ljósmyndir af Landinu helga


Ljósmyndir af Landinu helga

(Tölurnar í svigunum eru númer þeirra kafla sem segja frá atburðum er áttu sér stað á þessum stöðum eða nærri þessum stöðum.)

Betlehem Jesús Kristur fæddist í þessari borg. (5, 7)

Musteri Þetta er módel af musterinu í Jerúsalem þar sem Jesús kenndi fagnaðarerindið og rak fólkið út sem seldi dýr til að fórna. (1, 6, 9, 11, 13, 45, 56)

Þrep að musterinu Þetta eru hin raunverulegu þrep sem lágu að musterinu.

Nasaret Jesús ólst upp í þessari borg. (2, 4, 9, 17)

Jerúsalem Jesús og postular hans eyddu miklum tíma við kennslu í þessari borg Jesús Kristur dó og reis upp þar. (6, 39‒40, 44‒57, 63)

Jórdanáin Jóhannes skírari skírði Jesú Krist einhvers staðar í þessari á. (10)

Óbyggðirnar í Júdeu Jesús Kristur fastaði og hans var freistað af djöflinum í óbyggðunum eftir að hann skírðist. (11)

Samaría Í þessu landi kenndi Jesús konunni við brunninn um hið lifandi vatn. Flestir Gyðingar hötuðu Samverjana. (15, 58)

Galílea og Galíleuvatn Margir telja að þetta sé hæðin þar sem Jesús flutti fjallræðuna. Galíleuvatn er í bakgrunni. Jesús kenndi mörgum fagnaðarerindið hér nærri, þar á meðal postulum sínum. Jesús hastaði á vindinn á Galíleuvatni. (18‒22, 29, 34, 36)

Kapernaum Þessar rústir eru í borginni Kapernaum. Jesús framvæmdi mörg kraftaverk í þeirri borg. (23‒25, 30)

Sesarea Filippí Á þessu svæði vitnaði Jesús um dauða sinn og upprisu, einnig vitnaði Pétur þar að Jesús væri sonur Guðs. (32)

Jeríkó Í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann var maður nærri drepinn á leið sinni til þessarar borgar. (35)

Taborfjall Þetta gæti verið sá staður þar sem umbreyting Jesú Krists átti sér stað. (33)

Getsemanegarðurinn Í þessum garði baðst Jesús Kristur fyrir, þjáðist fyrir syndir okkar, var svikinn af Júdasi og handtekinn. (51, 52)

Golgata Þetta gæti verið þar sem Jesús Kristur dó á krossinum. (53)

Grafhvelfingin Þetta gæti verið staðurinn þar sem Jesús Kristur var greftraður, reis upp frá dauðum og ræddi við Maríu Magdalenu. (53, 54)

Prenta