Sögur úr ritningunum
29. kafli: Jesús gengur á vatninu


29. kafli

Jesús gengur á vatninu

Jesus's disciples are in a boat on the Sea of Galilee in the midst of a storm - ch.29-1

Eftir að hafa mettað 5.000 manns fór Jesús upp á fjall til að biðjast fyrir. Lærisveinar hans fóru á bát yfir Galíleuvatn. Þegar leið að kvöldi tók að hvessa og öldurnar risu hátt.

Jesus walks over the water to get to the boat - ch.29-2

Jesús kom seinna þetta kvöld til að vera með lærisveinum sínum. Hann gekk á vatninu í átt að bátnum.

The disciples are afraid when they see Jesus walking on the water - ch.29-3

Lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu. Þeir urðu óttaslegnir. Þeir héldu að hann væri andi. Jesús hrópaði til þeirra: „Það er ég, verið óhræddir.“

Peter walks on the water toward the Savior - ch.29-4

Pétur vildi einnig ganga á vatninu. Jesús sagði Pétri að koma til sín. Pétur klifraði upp úr bátnum. Hann gekk nokkur skref í átt til frelsarans.

Because of the strong wind Peter is afraid and begins to sink - ch.29-5

Pétur varð hræddur, vegna þess að vindurinn var mikill. Hann tók að sökkva í vatnið og kallaði á Jesú og bað hann að bjarga sér.

The Savior takes Peter by the hand and asks why he is afraid - ch.29-6

Frelsarinn tók í hönd Péturs. Hann spurði Pétur hvers vegna trú hans væri ekki sterkari.

Jesus and Peter walked to the boat and the storm ceased - ch.29-7

Storminn lægði þegar Jesús og Pétur komu að bátnum. Allir lærisveinarnir tilbáðu frelsarann. Þeir vissu að hann var sonur Guðs.