40. kafli Góði hirðirinn Hirðir nefnist sá sem gætir sauða. Hann hjálpar þeim að finna fæðu og vatn. Hann sér um að þeir hvorki slasist né týnist. Hann þekkir þá og elskar þá og myndi fórna lífi sínu til að bjarga þeim. Jóh 10:11–15 Jesús Kristur kallaði sig góða hirðinn. Hann er hirðir okkar. Við erum sauðir hans. Hann elskar okkur. Hann hjálpar okkur að þekkja sannleikann. Hann kennir okkur hvernig við eigum að lifa svo við getum snúið aftur til himnesks föður. Hann gaf líf sitt fyrir okkur. Jóh 10:11–15 Frelsarinn sagði fólkinu í Jerúsalem að hann ætti aðra sauði. Hann sagðist myndi vitja hinna sauðanna. Fólkið skildi ekki. Jóh 10:16; 3 Ne 15: 21‒22, 24 Eftir að Jesús reis upp frá dauðum, vitjaði hann hinna sauðanna í Ameríku. Mormónsbók segir frá vitjun hans þar. Jesús dvaldi þar í marga daga. Hann læknaði hina sjúku og blessaði fólkið. Hann veitti þeim prestdæmið og stofnaði kirkju sína. Jesús kenndi þeim það sama og hann kenndi fólkinu í Jerúsalem. 3 Ne 11‒28