Scripture Stories
Eftir tíma Nýja testamentisins


Eftir tíma Nýja testamentisins

Ljósmynd
The Apostles teach the gospel - ch.64-1

Leiðtogar kirkjunnar lögðu mikið á sig við að kenna fólkinu um Jesú Krist. Þeir heimsótti hina heilögu og skrifuðu þeim bréf. Fólk gekk í kirkjuna í mörgum löndum. Hinir ranglátu vildu ekki að fólk tryði á Jesú Krist.

Ljósmynd
Wicked people change the commandments and lead some people astray. - ch.64-2

Hinir ranglátu vildu breyta boðorðunum. Sumir hinna heilögu hlýddu á þá. Margir hættu að trúa á Krist og vildu ekki hlýða boðorðum hans.

Ljósmynd
Many righteous Saint are killed. The Apostles are killed also and the Church is no longer on the earth. - ch.64-3

Postularnir og margir hinna heilögu voru drepnir. Enginn var eftir til að stjórna kirkjunni. Lyklar prestdæmisins voru teknir af jörðinni. Fólkið hafði ekki spámenn til að leiða það. Kirkja Jesú Krists var ekki lengur á jörðunni. Pétur og Páll postular höfðu sagt að þetta myndi gerast.

Matt 23:34; 24:8‒10; Róm 8:36; 1 1 Kor 4:9‒13; 1 Pét 4:12; Jesus the Christ, 745–46

Ljósmynd
Many different churches are established, but none are Jesus Christ's church. - ch.64-4

Mörg hundruð ár liðu. Það voru margar mismunandi kirkjur. Þær höfðu hvorki postula né prestdæmi Guðs. Engar þeirra voru kirkja Jesú Krists. En spámenn höfðu sagt að kirkja Jesú Krists myndi verða aftur á jörðu eftir mörg ár.

Ljósmynd
In 1820 Joseph Smith goes to the woods near his home and prays. - ch.64-5

Árið 1820 vildi piltur að nafni Joseph Smith vita hvaða kirkja væri kirkja Jesú Krists. Hann fór út í skóg í grennd við heimili sitt og baðst fyrir. Hann bað Guð að segja sér hvaða kirkja væri sönn.

Ljósmynd
Heavenly Father and Jesus Christ appear to Joseph Smith.l - ch.64-6

Himneskur faðir og Jesús Kristur birtust Joseph Smith. Frelsarinn sagði Joseph að ganga ekki í neina kirkju, vegna þess að enginn þeirra væri hans kirkja.

Ljósmynd
Joseph Smith translates the gold plates. - ch.64-7

Guð valdi að stofna kirkju Jesú Krists á jörðu á ný með Joseph Smith. Guð sendi engla til að veita Joseph Smith prestdæmið. Hann hjálpaði Joseph Smith að þýða Mormónsbók. Hinn 6. apríl 1830 var kirkja Jesú Krists stofnuð á jörðu á ný.

Ljósmynd
Joseph Smith organizes the Church with Twelve Apostles - ch.64-8

Rétt eins og Jesús valdi tólf postula þegar hann var á jörðu, hjálpaði Guð Joseph Smith að velja tólf postula til að hjálpa honum að stjórna kirkjunni. Þeim var veittur kraftur til að kenna fagnaðarerindið og vinna kraftaverk.

Ljósmynd
Missionaries teach people about the true church. - ch.64-9

Jesús vill að allir viti um kirkju sína. Hann bað Joseph Smith að senda trúboða til að segja öllum mönnum frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Ljósmynd
The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints is the same church Jesus organized when He was on the earth. Jesus Christ is pictured with the Salt Lake Temple in the background. - ch.64-10

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er hin sama kirkja sem Jesús stofnaði þegar hann lifði á jörðinni.

Prenta