15. kafli Konan við brunninn Jesús fór frá Jerúsalem til Galíleu. Hann fór í gegnum Samaríu og kom að brunni einum. Jóh 4:3–6 Hann var þreyttur og hvíldist við brunninn. Samversk kona kom til að sækja vatn. Jesús bað hana að gefa sér vatn. Jóh 4:6–7 Konan varð undrandi, þar sem Gyðingar töluðu vanalega ekki við Samverja. Jóh 4:9 Jesús sagði konunni að hann gæti gefið henni slíkt vatn að hana myndi aldrei þyrsta framar. Hann útskýrði fyrir henni að hann væri frelsarinn. Vatnið sem hann myndi gefa henni væri hið „lifandi vatn“ eilífs lífs. Jóh 4:10, 13‒15, 25‒26 Konan fór til borgarinnar og sagði mörgum frá Jesú. Þau fóru að brunninum og hlýddu sjálf á Jesú. Margir trúðu orðum hans. Jóh 4:28‒30, 39‒42