Sögur úr ritningunum
15. kafli: Konan við brunninn


15. kafli

Konan við brunninn

Jesus travels through Samaria - ch. 15-1

Jesús fór frá Jerúsalem til Galíleu. Hann fór í gegnum Samaríu og kom að brunni einum.

Jesus asks a Samaritan woman to give Him a drink from the well - ch.15-2

Hann var þreyttur og hvíldist við brunninn. Samversk kona kom til að sækja vatn. Jesús bað hana að gefa sér vatn.

The Samaritan woman is surprised that Jesus spoke to her - ch.15-3

Konan varð undrandi, þar sem Gyðingar töluðu vanalega ekki við Samverja.

Jesus offers the woman "living water" - ch.15-4

Jesús sagði konunni að hann gæti gefið henni slíkt vatn að hana myndi aldrei þyrsta framar. Hann útskýrði fyrir henni að hann væri frelsarinn. Vatnið sem hann myndi gefa henni væri hið „lifandi vatn“ eilífs lífs.

The woman tells people in the city about Christ and they come to see Him - ch.15-5

Konan fór til borgarinnar og sagði mörgum frá Jesú. Þau fóru að brunninum og hlýddu sjálf á Jesú. Margir trúðu orðum hans.