53. kafli Jesús krossfestur Hermennirnir börðu Jesú með svipum. Þeir færðu hann í purpuraskikkju. Þeir bjuggu til kórónu úr þyrnum og settu hana á höfuð Jesú. Þeir hlógu að honum og hræktu á hann. Þeir kölluðu hann „konung Gyðinga.“ Mark 15:15‒20 Margt fólk fylgdi hermönnunum er þeir fóru með Jesú upp á hæð í grennd við Jerúsalem. Þeir létu hann bera sinn eigin kross. Þeir negldu nagla gegnum hendur hans og fætur við krossinn og lyftu honum upp. Þeir krossfestu einnig tvo aðra menn, sem voru ræningjar. Lúk 23:27, 33; Jóh 19:17–18 Jesús baðst fyrir. Hann bað himneskan föður að fyrirgefa hermönnunum sem krossfestu hann. Þeir vissu ekki að hann væri frelsarinn. Lúk 23:34 María móðir Jesú stóð hjá krossinum. Jóhannes postuli stóð þar einnig. Jesús sagði Jóhannesi að annast móður sína. Jóhannes fór með móður Jesú til heimilis síns. Jóh 19:25–27 Myrkur var um allt landið. Jesús þjáðist á krossinum margar stundir. Að lokum yfirgaf andi hans líkama hans og hann dó. Matt 27:45, 50 Þegar hann dó, klofnuðu stór björg í jarðskjálfta. Fortjald musterisins rifnaði í tvennt. Rómversku hermennirnir urðu hræddir. Matt 27:51, 54 Einn af lærisveinum Jesú tók líkama frelsarans af krossinum. Hann vafði hann í klæði og lagði hann í grafhvelfingu, stað þar sem hinir dánu eru greftraðir. Stórum steini var velt fyrir grafhvelfinguna. Matt 27:57‒60