Sögur úr ritningunum
10. kafli: Jesús skírist


10. kafli

Jesús skírist

John the Baptist in the desert - ch.10-1

Jóhannes dvaldi í eyðimörkinni í mörg ár. Klæði hans voru úr úlfaldahárum og hann át hunang og engisprettur. Fólk kom úr borgunum til að hlýða á hann kenna. Hann var þekktur sem Jóhannes skírari.

John the Baptist teaching the people about Jesus Christ - ch.10-2

Jóhannes skírari kenndi fólkinu um Jesú Krist. Hann sagði því að iðrast synda sinna og skírast. Jóhannes skírari skírði þá sem iðruðust synda sinna.

John the Baptist preaching to the people - ch.10-3

Fólkið spurðu Jóhannes skírara hvernig það ætti að lifa betra lífi. Hann sagði því að deila með hinum fátæku, segja sannleikann og vera heiðarlegt við aðra. Hann sagði því að Jesús Kristur myndi brátt koma. Jesús myndi veita þeim gjöf heilags anda.

Jesus Christ asks John to baptize Him - ch.10-4

Dag nokkurn, þegar Jóhannes skírari var að skíra fólk í ánni Jordan, kom Jesús til hans. Hann bað Jóhannes að skíra sig. Jóhannes vissi að Jesús hafði ávallt hlýtt boðorðum Guðs og þyrfti ekki að iðrast. Jóhannes taldi að Jesús hafði ekki þörf fyrir að skírast.

John the Baptist baptizes Jesus - ch.10-5

En Guð hafði beðið allt fólk að skírast. Jesús bað því Jóhannes að skíra sig. Jesús sýndi okkur fordæmi er hann hlýddi boðorði Guðs að skírast.

Jesus comes up out of the water after being baptized - ch.10-6

Þegar Jesús sté upp úr vatninu, kom heilagur andi yfir hann. Guð talaði frá himni og sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ Jóhannes bar því einnig vitni að Jesús væri sonur Guðs.

Matt 3:16‒17; Jóh 1:33–36; Jesus the Christ, 150