Þriðja dæmisagan Glataði sonurinn Maður nokkur átti tvo syni. Maðurinn lofaði að gefa þeim peninga sína þegar hann myndi deyja. Yngri sonurinn vildi ekki bíða. Hann bað föður sinn um sinn hluta peninganna. Faðir hans gaf honum þá. Lúk 15:11‒12 Sonurinn tók peningana og fór að heiman. Hann fór til annars lands. Sonurinn syndgaði aftur og aftur. Hann eyddi öllum peningunum. Lúk 15:13 Að lokum átti sonurinn enga peninga fyrir mat. Hann var mjög hungraður. Hann bað mann nokkurn um hjálp. Maðurinn réði hann til að gefa svínum sínum. Lúk 15:14‒15 Sonurinn var svo hungraður að hann langaði til að borða svínamatinn. Hann vissi að þjónarnir í húsi föður síns fengu betri mat að borða en hann. Lúk 15:16‒17 Hann ákvað að iðrast og biðja um að vera þjónn í húsi föður síns. Sonurinn fór heim og faðir hans sá hann koma. Lúk 15:18‒20 Hann hljóp á móti honum. Hann tók hann í arma sína og kyssti hann. Lúk 15:20 Sonurinn sagði föður sínum að hann hefði syndgað. Honum fannst hann ekki verðugur þess að vera kallaður sonur föður síns. Lúk 15:21 Faðirinn sagði þjóni sínum að koma með bestu fötin og klæða soninn í þau. Þjónninn setti skó á fætur sonarins og dró hring á fingur hans. Lúk 15:22 Faðirinn sagði þjóninum að undirbúa veislu. Hann vildi að allir fögnuðu. Sonurinn sem syndgaði hafði iðraðist og snúið aftur heim. Lúk 15:23‒24 Eldri sonurinn hafði verið að vinna á akrinum. Þegar hann kom heim heyrði hann tónlist og dans. Þjónn sagði honum að yngri bróðir hans væri kominn heim. Faðir hans vildi að allir fögnuðu. Lúk 15:25‒27 Eldri sonurinn varð reiður og vildi ekki fara inn í húsið. Faðir hans kom út til að tala við hann. Lúk 15:28 Faðirinn var þakklátur fyrir að eldri sonurinn hafði ætíð verið hjá honum. Allt sem faðirinn átti tilheyrði honum. Faðirinn sagði einnig að rétt væri að fagna. Hann gladdist yfir því að yngri sonurinn hafði iðrast og snúið aftur heim. Lúk 15:31‒32 Jesús sagði faríseunum dæmisögurnar þrjár vegna þess hann vildi að þeir vissu hve heitt himneskur faðir elskar alla. Hann elskar þá sem hlýða honum. Hann elskar einnig syndara, en himneskur faðir getur ekki blessað þá fyrr en þeir iðrast. Hann vill að syndarar iðrist og komi aftur til hans. Hann vill að við hjálpum þeim að gera það og gleðjumst þegar þeir koma aftur. Jóh 3:16–17