19. kafli Fjallræðan Dag nokkurn kenndi Jesús postulum sínum fagnaðarerindið uppi í fjallshlíð við Galíleuvatn. Matt 5:1 Hann sagði þeim hvernig þeir áttu að lifa svo þeir gætu verið hamingjusamir og lifað á ný hjá himneskum föður. Það sem hann kenndi þeim getur einnig gert okkur hamingjusöm. Matt 5‒7 Jesús sagði að við ættum að vera góð, þolinmóð og reiðubúin að hlýða himneskum föður. Matt 5:5 Við ættum að leggja mikið á okkur til að vera réttlát. Matt 5:6 Við ættum að fyrirgefa fólki sem særir okkur eða lætur okkur líða illa. Ef við fyrirgefum þeim, mun himneskur faðir fyrirgefa okkur. Matt 5:7 Við ættum að vera friðflytjendur, elska aðra og hjálpa öllum að elska hvert annað. Matt 5:9 Við ættum ekki að vera hrædd við að segja öðrum frá fagnaðarerindinu eða sýna þeim að við elskum himneskan föður. Þegar aðrir sjá okkur gera gott, mun það hjálpa þeim að trúa á Guð. Matt 5:14‒16 Við ættum alltaf að standa við loforð okkar. Matt 5:33‒37 Rétt eins og við viljum að aðrir séu góðir við okkur, ættum við að vera góð við þá. Matt 7:12 Jesús sagði, að ef við gerum þetta, munum við vera hamingjusöm. Himneskur faðir mun blessa okkur og við munum lifa með honum á ný. Matt 5:2‒12