22. kafli Maðurinn með illu andana Maður nokkur sem bjó í helli við Galíleuvatn var með illan anda í sér sem gerði hann óðan. Fólk reyndi að fjötra hann í hlekki til að hafa stjórn á honum, en hann sleit hlekkina. Mark 5:1‒4 Maðurinn dvaldi alla daga og nætur á fjöllunum og í hellum. Hann æpti í sífellu og skar sig með steinum. Mark 5:5 Dag nokkurn fóru Jesús og lærisveinar hans yfir Galíleuvatn í báti. Þegar frelsarinn sté á land úr bátnum, hljóp maðurinn til hans. Mark 5:1‒2, 6 Jesús skipaði illa andanum að hverfa á brott úr manninum. Illi andinn vissi að Jesús var sonur Guðs. Hann bað Jesú um að gera sér ekki mein. Mark 5:7‒8 Þegar Jesús spurði illa andann hvað nafn hans væri sagði hann: „Hersing heiti ég,“ sem þýðir margir. Það voru margir illir andar í manninum. Þeir báðu Jesú um að leyfa sér að fara í líkama svína sem voru nálægt. Mark 5:9‒12 Jesús féllst á það. Illu andarnir yfirgáfu manninn og fóru í líkama 2.000 svína. Svínin hlupu niður hæð og í vatnið og drukknuðu. Mark 5:13 Mennirnar sem gættu svínanna hlupu til borgarinnar og sögðu fólkinu frá því sem gerst hafði. Fólkið kom og sá Jesú og óða manninn. En maðurinn var ekki lengur óður. Mark 5:14‒15 Fólkið óttaðist Jesú vegna þessa. Það bað hann um að fara. Hann fór aftur í bátinn. Mark 5:15‒18 Maðurinn sem hafði læknast vildi fara með honum. Frelsarinn sagði honum að fara frekar heim og segja vinum sínum frá því sem gerst hafði. Mark 5:18‒19 Maðurinn sagði vinum sínum og undruðust þeir þann mikla kraft sem Jesús bjó yfir. Mark 5:20