Sögur úr ritningunum
22. kafli: Maðurinn með illu andana


22. kafli

Maðurinn með illu andana

Man with an unclean spirit - ch.25-1

Maður nokkur sem bjó í helli við Galíleuvatn var með illan anda í sér sem gerði hann óðan. Fólk reyndi að fjötra hann í hlekki til að hafa stjórn á honum, en hann sleit hlekkina.

The man with the unclean spirit cries and cuts himself with stones - ch.25-2

Maðurinn dvaldi alla daga og nætur á fjöllunum og í hellum. Hann æpti í sífellu og skar sig með steinum.

The man runs to meet Jesus as He disembarks - ch.25-3

Dag nokkurn fóru Jesús og lærisveinar hans yfir Galíleuvatn í báti. Þegar frelsarinn sté á land úr bátnum, hljóp maðurinn til hans.

Jesus commands the unclean spirit to come out of the man - ch.25-4

Jesús skipaði illa andanum að hverfa á brott úr manninum. Illi andinn vissi að Jesús var sonur Guðs. Hann bað Jesú um að gera sér ekki mein.

The unclean spirit says his name is Legion and begged Jesus to send them into the swine - ch.25-5

Þegar Jesús spurði illa andann hvað nafn hans væri sagði hann: „Hersing heiti ég,“ sem þýðir margir. Það voru margir illir andar í manninum. Þeir báðu Jesú um að leyfa sér að fara í líkama svína sem voru nálægt.

The evil spirits enter the bodies of the swine and rush into the sea and drown - ch.25-6

Jesús féllst á það. Illu andarnir yfirgáfu manninn og fóru í líkama 2.000 svína. Svínin hlupu niður hæð og í vatnið og drukknuðu.

The men who cared for the swine ran to tell other people what had happened and they came and saw that the man wasn't wild anymore - ch.25-7

Mennirnar sem gættu svínanna hlupu til borgarinnar og sögðu fólkinu frá því sem gerst hafði. Fólkið kom og sá Jesú og óða manninn. En maðurinn var ekki lengur óður.

The people were afraid of Jesus and asked Him to go away - ch.25-8

Fólkið óttaðist Jesú vegna þessa. Það bað hann um að fara. Hann fór aftur í bátinn.

Jesus tells the man not to come with Him but go and tell his friends about how he had been healed - ch.25-9

Maðurinn sem hafði læknast vildi fara með honum. Frelsarinn sagði honum að fara frekar heim og segja vinum sínum frá því sem gerst hafði.

The man's friends marvelled at what he told them - ch.25-10

Maðurinn sagði vinum sínum og undruðust þeir þann mikla kraft sem Jesús bjó yfir.