59. kafli Sál lærir um Jesú Sál horfði á fólkið drepa Stéfán. Dag nokkurn var Sál á leið til borgarinnar Damaskus með nokkrum vinum sínum. Hann vildi setja fleiri fylgjendur Krists í fangelsi. Post 7:58; 9:1‒2 Skyndilega leiftraði um hann ljós af himni. Hann féll til jarðar. Sál heyrði þá rödd Jesú spyrja sig hvers vegna hann væri að reyna að skaða hina heilögu. Sál varð hræddur. Hann spurði Jesú hvað hann ætti að gera. Frelsarinn sagði Sál að fara til Damaskus. Þar yrði honum sagt hvað hann þyrfti að gera. Post 9:3–6 Sál lauk upp augum sínum, en gat ekkert séð. Hann var blindur. Vinir hans fóru með hann til Damaskus. Post 9:8–9 Lærisveinn Jesú Krists, að nafni Ananías, bjó í Damaskus. Jesús sagði Ananíasi í sýn að fara til Sáls. Post 9:10–11 Ananías hafði prestdæmið. Hann lagði hendur sínar á höfuð Sáls og blessaði hann svo að hann myndi fá sjónina á ný. Eftir að Sál læknaðist, skírðist hann og hlaut gjöf heilags anda. Post 9:17–18 Sál breytti nafni sínu í Pál. Hann var kallaður sem postuli. Hann varð trúboði kirkjunnar. Hann skrifaði mörg bréf. Hann fór til margra landa og kenndi fagnaðarerindið. Post 26:16–23; Róm 1:1