11. kafli Jesú er freistað Jesús fór út í óbyggðirnar til að vera með Guði. Frelsarinn ræddi við himneskan föður. Hann át ekki í 40 daga vegna þess að hann var að fasta. Matt 4:1‒2 (sjá neðanmálsgrein 1b og 2c); Lúk 4:1‒2 (sjá neðanmálsgrein 2a) Djöfullinn kom og freistaði Jesú til að sanna að hann væri sonur Guðs. Fyrst bað hann Jesú að breyta nokkrum steinum í brauð. Jesús var hungraður, en hann vissi að hann ætti aðeins að nota krafta sína til að hjálpa öðru fólki. Hann gerði ekki það sem djöfullinn bað hann um. Matt 4:2‒4; Jesus the Christ, 128–29 Þá fór heilagur andi með Jesú upp á musterið. Djöfullinn freistaði Jesú í annað sinn. Hann sagði honum að kasta sér ofan af þaki musterisins. Djöfullinn sagði að ef Jesús væri sonur Guðs, myndu englarnir sjá til þess að hann meiddist ekki. Jesús kastaði sér ekki fram af. Hann vissi að það var rangt að nota helga krafta sína á þann hátt. Matt 4:5‒7 (sjá neðanmálsgrein 5a og 6a) Þá fór heilagur andi með Jesú upp á fjall. Hann sýndi Jesú öll ríki og auðæfi heimsins. Djöfullinn sagði Jesú að hann gæti eignast þetta allt ef hann myndi hlýða sér. Jesús sagðist aðeins hlýða himneskum föður. Hann sagði djöflinum að fara burt. Djöfullinn fór. Englar komu og blessuðu Jesú. Jesús var reiðubúinn að hefja verk sitt. Matt 4:8‒11 (sjá neðanmálsgrein 8a og 9a)