62. kafli Páll hlýðir heilögum anda Heilagur andi sagði Páli postula að fara til Jerúsalem. Heilagur andi sagði Páli, að hann yrði settur í fangelsi. Páll óttaðist ekki. Hann elskaði frelsarann og gerði það sem heilagur andi sagði honum að gera. Post 20:22–24 Páll kvaddi vini sína. Hann sagðist aldrei mundi sjá þá aftur. Hann sagði þeim að lifa í fagnaðarerindinu og hlýða boðorðum Guðs. Páll varaði þá við því að hlusta á fólk sem myndi reyna að kenna þeim það sem rangt væri. Post 20:25, 28‒32 Páll sagði þeim að elska hver annan og annast hver annan. Hann kraup og baðst fyrir með þeim. Allir grétu. Þeir fylgdu honum niður að bátnum og horfðu á eftir Páli fara til Jerúsalem. Post 20:35–38