47. kafli Meyjarnar tíu Jesús sagði sögu um tíu ungar konur sem fóru í brúðkaup. Þær biðu eftir brúðgumanum til að hleypa þeim inn. Þær vissu ekki hvenær hann myndi koma. Matt 25:1, 13 Meyjarnar tíu höfðu með sér olíulampa. Fimm af meyjunum voru vitrar. Þær voru með aukaolíu með sér. Matt 25:2, 4 Hinar meyjarnar fimm voru ekki eins vitrar. Þær höfðu aðeins þá olíu sem var í lömpum þeirra. Matt 25:3 Þær biðu eftir brúðgumanum í langan tíma. Olían var búin á lömpunum. Vitru meyjarnar fimm voru með meiri olíu á lampa sína. Hinar sem ekki voru eins vitrar urðu að fara og kaupa meiri olíu. Matt 25:5‒9 Meðan þær voru fjarverandi kom brúðguminn. Hann hleypti vitru meyjunum fimm í brúðkaupið. Matt 25:10 Þegar meyjarnar fimm, sem ekki voru eins vitrar, komu aftur, voru dyrnar lokaðar. Þær komust ekki í brúðkaupið. Matt 25:10‒12 Jesús er eins og brúðguminn í þessari sögu. Meðlimir kirkjunnar eru eins og meyjarnar tíu. Þegar Jesús kemur aftur, verða sumir meðlimir viðbúnir. Þeir munu hafa hlýtt boðorðum Guðs. Aðrir verða ekki viðbúnir. Þeir munu ekki geta verið með frelsaranum þegar hann kemur aftur. Matt 25:13; K&S 45:56‒57; 88:86, 92; Jesus the Christ, 576–80