Sögur úr ritningunum
63. kafli: Páll lýkur verki sínu


63. kafli

Páll lýkur verki sínu

Paul takes some non-Jews to the temple. - ch.63-1

Páll fór til musterisins í Jerúsalem. Hópur Gyðinga taldi að Páll hefði farið með fólk í musterið sem ekki var Gyðingar. Gyðingarnir urðu reiðir. Þeir tóku Pál, fóru með hann út úr musterinu og börðu hann.

Roman soldiers take Paul away. - ch.63-2

Rómverskir hermenn tóku Pál fastan. Þeir leyfðu honum að tala við Gyðingana. Páll bar vitni um að hafa séð ljós frá himni og heyrt rödd frelsarans. Hann sagði Jesú hafa sagt sér að prédika fagnaðarerindið.

Paul is put in chains and taken to prison. - ch.63-3

Fólkið trúði ekki Páli. Það vildi drepa hann. Hermennirnir settu Pál í fangelsi yfir nóttina.

The Savior visits Paul in prison. - ch.63-4

Frelsarinn birtist Páli í fangelsinu og sagði honum að óttast ekki. Hann sagði Páli að fara til Rómar og kenna fagnaðarerindið þar.

Paul preaches to King Agrippa. - ch.63-5

Til að hlífa Páli sendu Rómverjarnir hann til annarra borgar. Agrippa konungur var þar. Páll sagði Agrippa konungi að hann hefði verið farísei og hatað þá sem trúðu á Jesú. Hann hefði jafnvel sett þá í fangelsi. Síðan hefði hann séð ljós frá himni og heyrt rödd frelsarans. Nú trúði hann á Jesú.

Paul tells King Agrippa about Jesus. - ch.63-6

Páll bar Agrippa konungi vitni um að fagnaðarerindið væri sannleikur. Hann sagði, að Jesús væri upprisinn. Jesús Kristur hefði sagt Páli í sýn að kenna fagnaðarerindið. Margir hötuðu Pál vegna þess að Páll hlýddi.

King Agrippa sends Paul to Rome. Paul is shown boarding a ship. - ch.63-7

Agrippa konungur sagðist næstum trúa á Jesú vegna Páls. Konungurinn taldi að ekki ætti að taka Pál af lífi. En hann varð að senda Pál til Rómar, þar sem Páll yrði að mæta fyrir rétti.

Paul is in prison in Rome for two years. He is depicted writing letters to the Saints. - ch.63-8

Páll var í tvö ár í fangelsi í Róm. Margir komu til að hitta hann. Hann kenndi þeim fagnaðarerindið. Páll skrifaði bréf til hinna heilögu í öðrum löndum. Sum þessara bréfa eru í Nýja testamentinu og kölluð almenn bréf.

Paul knows he will be killed, but also knows he will be with Heavenly Father and Jesus Christ. - ch.63-9

Páll vissi að hann yrði tekinn af lífi. Hann óttaðist ekki. Hann hafði hlýtt boðorðum Guðs. Hann hafði kennt fagnaðarerindið. Hann hafði lokið verki sínu. Páll vissi að himneskur faðir elskaði hann. Hann vissi einnig að hann myndi lifa hjá himneskum föður og Jesú Kristi eftir að hann dæi.