13. kafli Jesús og hús himnesks föður hans Jesús fór í musterið í Jerúsalem. Margir voru þar til að færa fórnir með því að drepa dýr og brenna það á altari. Fórnin leiddi huga þeirra að frelsaranum, sem myndi fórna sér fyrir þá, með þjáningu og dauða. 3 Mós 1:3-9; Jóh 2:13; HDP Móse 5:5–7 Sumir voru ekki með dýr til að fórna. Í musterinu voru menn sem seldu þeim dýr. Þeir vildu græða mikla peninga. Þeir hugsuðu ekki um Guð. Jóh 2:14 Jesús sá mennina selja dýrin í musterinu. Hann sagði að musterið væri hús himnesks föður, helgur staður. Hann sagði að þar ætti hvorki að kaupa né selja. Jóh 2:16 Jesús bjó til svipu, velti um borðum þeirra, kastaði peningum þeirra á gólfið og rak mennina út úr musterinu. Hann vildi ekki leyfa þeim að gera rangláta hluti í húsi himnesks föður. Jóh 2:15–16