Scripture Stories
Efnisyfirlit


Efnisyfirlit

Heimildir

Nokkuð af upplýsingum þessarar bókar eru fengnar úr eftirfarandi bókum:

Orðabók Biblíunnar í Síðari daga heilagra útgáfu Biblíu Jakobs konungs (1979)

James E. Talmage, Jesus the Christ, 3. útgáfa (1916)

Teachings of the Prophet Joseph Smith, Joseph Fielding Smith valdi (1976)

Til lesandans

Sögur úr Nýja testamentinu hafa sérstaklega verið skrifaðar fyrir þig. Sögur þessar eru fengnar úr helgri bók. Hafðu í huga er þú lest þessar sögur að þær fjalla um raunverulegt fólk sem lifði fyrir ævalöngu.

Lestu sögurnar aftur og aftur þar til þú þekkir þær vel. Þú munt einnig vilja lesa þær í Biblíunni. Þú munt sjá tilvísanir undir flestum myndunum sem segja þér hvar þú getur fundið hverja sögu fyrir sig í Biblíunni eða öðrum bókum. Fáðu föður, móður, kennara eða vin til hjálpa þér að finna sögurnar í ritningunum.

Ef þú skilur ekki eitthvert orð, skaltu fletta því upp í kaflanum „Vandskilin orð” sem er aftast í bókinni. Ef þú vilt þekkja betur einhvern stað, skaltu fletta honum upp í kaflanum „Helstu staðir”. Ef þú þekkir ekki einhverja sögupersónu, skaltu fletta henni eða honum upp í kaflanum „Helstu sögupersónur”. Þessi bók inniheldur einnig kafla með ljósmyndum af hinum ýmsu stöðum í Landinu helga og tímatal Nýja testamentsins.

Til foreldra og kennara

Bók þessi getur hjálpað ykkur að kenna ritningarnar. Notið kaflana „Vandskilin orð”, „Helstu staðir” og „Helstu sögupersónur” til að hjálpa börnunum að þekkja orð, fólk og staði í bókinni. Önnur hjálpargögn í þessari bók eru kort, ljósmyndir og tímatal.

Berið vitnisburð ykkar um Biblíuna er þið kennið. Hvetjið þau sem þið kennið til að öðlast sinn eigin vitnisburð með bæn um ritningarnar og frelsarann, Jesú Krist. Skilningur þeirra sem þið kennið mun vaxa enn frekar er þið lesið uppáhaldssögur þeirra úr sjálfri Biblíunni.

Prenta