Scripture Stories
54. kafli: Jesús upprisinn


54. kafli

Jesús upprisinn

Ljósmynd
Two angels roll the stone away from Jesus' tomb - ch.54-1

Líkami Jesú var í gröfinni fram á sunnudagsmorgun. Þá komu tveir englar og veltu steininum frá gröfinni.

Matt 28:1‒2 (sjá neðanmálsgrein 2a); Lúk 24:1‒4

Ljósmynd
Mary Magdalene visits the tomb - ch.54-2

María Magdalena, kona sem Jesús hafði læknað, fór að gröfinni. Hún varð undrandi þegar hún sá að búið var að færa steininn. Líkami Jesú var ekki í gröfinni.

Ljósmynd
Mary Magdalene tells Peter and John that the Savior's body is gone - ch.54-3

Hún hljóp til að segja Pétri og Jóhannesi að einhver hefði tekið líkama Jesú. Hún vissi ekki hvar hann var.

Ljósmynd
Peter and John look in the tomb and see that Jesus is not there - ch.54-4

Pétur og Jóhannes hlupu að gröfinni. Þeir sáu klæðin sem Jesús var greftraður í, en Jesús var ekki þar. Pétur og Jóhannes vissu ekki hvað þeir ættu að gera. Þeir fóru heim.

Ljósmynd
Two angels are in the tomb - ch.54-5

María Magdalena var kyrr hjá gröfinni, grátandi. Þegar hún leit aftur inn í gröfina, sá hún tvo engla.

Ljósmynd
Mary Magdalene is crying - ch.54-6

Þeir spurðu Maríu Magdalenu hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagði að einhver hefði tekið líkama Jesú. Hún vissi ekki hvar hann væri.

Ljósmynd
The Savior appears to Mary but she doesn't recognize Him - ch.54-7

Hún sneri sér við og sá einhvern. Hún taldi þetta vera grasgarðsvörðinn. Hann spurði hana hvers vegna hún gréti. Hún spurði hvort hann vissi hvar líkami Jesú væri.

Ljósmynd
Jesus calls Mary by name and she recognizes Him - ch.54-8

Þá sagði maðurinn: „María,“ þá vissi hún að þetta var Jesús. Hann bað hana að segja postulunum að hann væri upprisinn.

Ljósmynd
Mary Magdalene and the other women tell the Apostles that Jesus is resurrected - ch.54-9

María Magdalena og nokkrar aðrar konur sögðu postulunum að Jesús væri upprisinn. Í fyrstu trúðu postularnir þeim ekki.

Ljósmynd
Jesus appears to the Apostles - ch.54-10

Síðar, þegar postularnir ræddust við, gekk Jesús inn í herbergið. Postularnir urðu hræddir. Þeir héldu enn að hann væri dáinn.

Ljósmynd
Jesus shows the Apostles the wounds in His hands and feet - ch.54-11

Frelsarinn bauð þeim að snerta hendur sínar og fætur. Hann var upprisinn ‒ líkami hans og andi höfðu sameinast á ný.

Ljósmynd
Jesus eats fish and honey with the Apostles - ch.54-12

Postularnir voru hamingjusamir að sjá hann. Hann bað þá um mat. Þeir gáfu honum fisk og hunangsköku. Hann át það.

Ljósmynd
Other people are resurrected and appear to the living - ch.54-13

Jesús Kristur var fyrstur til að rísa upp. Margir aðrir risu einnig upp þá og fólkið sem bjó í Jerúsalem sá þá. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið.“ Við munum einnig rísa upp, vegna þess að hann sigraði dauðann.

Prenta