Scripture Stories
35. kafli: Miskunnsami Samverjinn


35. kafli

Miskunnsami Samverjinn

Ljósmynd
Jesus teaching the people - ch.36-1

Jesús sagði margar sögur, eða dæmisögur, til að hjálpa fólkinu að læra sannleikann.

Ljósmynd
A leader of the Jews asks Jesus "Who is my neighbor?" - ch.36-2

Dag nokkurn spurði foringi Gyðinganna hvað maður yrði að gera til að öðlast eilíft líf. Frelsarinn spurði hann hvað ritningarnar segðu. Foringinn sagði að maðurinn ætti að elska Guð og einnig að elska náunga sinn. Jesús sagði að það væri rétt. Þá spurði foringinn: „Hver er þá náungi minn?“

Ljósmynd
A man is attacked by thieves on his way to Jericho - ch.36-3

Jesús svaraði með því að segja manninum sögu. Dag nokkurn gekk Gyðingur eftir veginum á leið sinni til Jeríkó. Ræningjar rændu hann og börðu. Þeir skildu manninn eftir á veginum, nær dauða.

Ljósmynd
A Jewish priest sees the man who was robbed and beaten, but passes by on the other side of the road - ch.36-4

Brátt kom Gyðingaprestur eftir veginum og sá manninn. Prestuinn gekk fram hjá hinum megin vegarins. Hann hjálpaði ekki manninum.

Ljósmynd
A Levite also sees the man and passes by - ch.36-5

Þá gekk annar Gyðingur fram hjá. Hann vann í musterinu. Hann sá slasaða manninn. En hann hjálpaði honum ekki heldur gekk fram hjá hinum megin vegarins.

Ljósmynd
A Samaritan stops and helps the man - ch.36-6

Þá átti Samverji leið þar um. Gyðingum og Samverjum samdi ekki vel. En þegar Samverjinn sá manninn, vorkenndi hann honum. Hann bjó um sár mannsins og klæddi hann í föt.

Lúk 10:33‒34; Jóh 4:9; Leiðarvísir að ritningunum, „Samverjar,“ 160

Ljósmynd
The Samaritan leaves some money with the innkeeper to take care of the Jew - ch.36-7

Samverjinn fór með manninn á gistihús og annaðist hann fram á næsta dag. Þegar Samverjinn þurfti að fara, gaf hann gistihúseigandanum peninga og bað hann að annast manninn.

Ljósmynd
Jesus asks the leader of the Jews, which of the three men was neighbor unto the injured man - ch.36-8

Eftir að Jesús sagði þessa sögu, spurði hann Gyðingaforingjann hver þessara þriggja manna hefði verið náungi slasaða mannsins.

Ljósmynd
The leader says that the Samaritan was the neighbor because he helped the injured man and Jesus tells the leader to do likewise - ch.36-9

Foringinn sagði að það væri Samverjinn, því hann hjálpaði manninum. Jesús sagði Gyðingaforingjanum að gera eins og Samverjinn.

Prenta