Sögur úr ritningunum
38. kafli: Faríseinn og tollheimtumaðurinn


38. kafli

Faríseinn og tollheimtumaðurinn

Jesus tells a parable to some people who think they are better and more righteous than others - ch.40-1

Dag einn var Jesús að ræða við fólk nokkurt sem taldi sig vera réttlátara en annað fólk. Jesús sagði því sögu.

A Pharisee and a publican go to the temple to pray - ch.40-2

Tveir menn fóru til musterisins til að biðjast fyrir. Annar þeirra var farísei. Hinn var tollheimtumaður. Fólkið þurfti að greiða þeim skatt. Fólki geðjaðist ekki að tollheimtumönnum. Þeim fannst tollheimtumenn ekki vera heiðarlegir.

The Pharisee thanks God that he is better than other people - The publican prays for mercy on himself as a sinner - ch.40-3

Faríseinn stóð fyrir framan aðra til að biðja. Hann þakkaði Guði fyrir að hann væri betri en annað fólk. Hann sagðist fasta tvisvar í viku hverri og borga tíund. Tollheimtumaðurinn stóð einn, laut höfði og í bæn sinni sagði hann: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur.“

Jesus explains that the Pharisee thought he did not sin or need help from God, but the publican admitted sinning and wanted to repent - ch.40-4

Faríseinn taldi sig vera fullkominn og ekki þurfa hjálp Guðs. En tollheimtumaðurinn vissi að hann var ekki fullkominn og þarfnaðist hjálpar Guðs. Hann var auðmjúkur og bað Guð að fyrirgefa sér.

Jesus tells the people to be like the publican because he, not the Pharisee, would be forgiven - ch.40-5

Jesús sagði að fólk ætti að vera eins og tollheimtumaðurinn. Það ætti ekki að telja sig betra en annað fólk. Það ætti að iðrast synda sinna og biðja Guð að fyrirgefa sér.