Sögur úr ritningunum
1. kafli: Elísabet og Sakaría


1. kafli

Elísabet og Sakaría

Zacharias and Elisabeth praying for a child - ch.1-1

Sakaría og eiginkona hans, Elísabet, voru Gyðingar sem bjuggu nærri Jerúsalem. Þau hlýddu boðorðum Guðs. Þau báðust fyrir í mörg ár um að eignast barn. Þegar þau voru orðin gömul, áttu þau enn engin börn.

The angel Gabriel appearing to Zacharias in the temple. ch.1-2

Sakaría var prestur í musterinu. Dag nokkurn kom engill að nafni Gabríel til hans. Gabríel sagði að Guð myndi bænheyra Sakaría og Elísabetu. Þau myndu eignast barn Gabríel sagði að þau ættu að nefna drenginn Jóhannes.

The angel Gabriel talking to Zacharias in the temple. ch.1-3

Gabríel sagði að Jóhannes yrði réttlátur spámaður Guðs. Hann myndi kenna fólkinu um Jesú Krist.

The angel Gabriel is speaking with Zacharias in the temple. ch.1-4

Sakaría trúði ekki englinum. Elísabet var of gömul til að eignast barn. Gabríel sagði, að sökum þess að hann trúði ekki loforði Guðs, yrði Sakaría mállaus fram að fæðingu Jóhannesar.