Sögur úr ritningunum
50. kafli: Önnur kennsla við síðustu kvöldmáltíðina


50. kafli

Önnur kennsla við síðustu kvöldmáltíðina

Jesus teaches that people will know His disciples if they love one another - ch.50-1

Eftir að þeir höfðu snætt, sagði Jesús postulunum að þeir ættu að elska hver annan eins og hann elskaði þá. Ef þeir gerðu það, myndi fólk vita að þeir væru lærisveinar hans.

Jesus tells His disciples that if they love Him they will keep His commandments - ch.50-2

Hann sagði að ef postularnir elskuðu hann, myndu þeir halda boðorð hans. Hann hét þeim gjöf heilags anda. Heilagur andi myndi kenna þeim allt sem þeir þyrftu að vita. Heilagur andi myndu hjálpa postulunum að minnast þess sem Jesús hafði kennt þeim.

Jesus says that He is the true vine - ch.50-3

Jesús sagðist vera eins og vínviður. Lærisveinar hans eru eins og greinar af vínviðnum. Aðeins þær greinar sem fastar eru við vínviðinn geta gefið af sér góðan ávöxt.

Jesus tells His disciples that if they live the gospel they will be like branches of the good vine - ch.50-4

Jesús lofaði postulum sínum, að ef þeir lifðu eftir fagnaðarerindinu, yrðu ávextir þeirra (verk þeirra) góðir. Ef þeir fylgdu honum ekki, yrðu þeir líkt og greinar sem skornar eru af plöntu og bera engan ávöxt.

Christ prays for His disciples - ch.50-5

Jesús Kristur bað fyrir því að postularnir yrðu samhentir. Hann vildi að þeir kenndu fólkinu að trúa á hann og vita að himneskur faðir elskar það.

Jesus and the Apostles sing a hymn - ch.50-6

Svo sungu Jesús og postularnir sálm og yfirgáfu herbergið.