Sögur úr ritningunum
61. kafli: Páll og Sílas í fangelsi


61. kafli

Páll og Sílas í fangelsi

A girl with an evil spirit in her sits on the ground. People pay money to hear her speak. - ch.61-1

Stúlka nokkur var haldin illum anda. Fólkið vildi heyra hvað illi andinn segði í gegnum hana. Það borgaði mönnunum sem hún vann hjá fyrir að fá að hlusta á illa andann tala.

Paul and Silas cast the evil spirit out of the girl and the men who earn money with her are angry. - ch.61-2

Er Páll og Sílas gengu fram hjá, elti stúlkan þá alltaf. Meðan hún elti þá, talaði illi andinn. Dag einn skipaði Páll illa andanum að fara úr stúlkunni. Hann gerði það. Mennirnir sem hún vann hjá urðu reiðir. Nú gátu þeir ekki grætt meiri peninga.

The angry men take Paul and Silas to the leaders of the city. - ch.61-3

Mennirnir tóku Pál og Sílas og fóru með þá til yfirmanna borgarinnar. Þeir sögðu, að Páll og Sílas höfðu orsakað vandræði.

Paul and Silas are whipped and put in prison. - ch.61-4

Leiðtogarnir létu húðstrýkja Pál og Sílas og setja þá í fangelsi.

Paul and Silas pray and sing hymns.  The prison shakes and the doors open. - ch.61-5

Þetta kvöld báðust Páll og Sílas fyrir og sungu himneskum föður lofsöngva. Allir í fangelsinu heyrðu til þeirra. Skyndilega tók jörðin að titra. Fangelsisdyrnar opnuðust.

The prison guard finds Silas and Paul still in the prison.  He asks them how he can be saved. - ch.61-6

Fangavörðurinn vaknaði og sá dyrnar opnar. Hann hélt að fangarnir hefðu flúið. Páll sagði honum að hafa ekki áhyggjur og að þeir væru þar allir. Fangavörðurinn kraup á kné frammi fyrir Páli og Sílasi og spurði hvernig hann gæti frelsast.

The prison guard is baptized along with his family. - ch.61-7

Páll og Sílas kenndu fangaverðinum og fjölskyldu hans fagnaðarerindið. Nótt þessa skírðist fangavörðurinn og fjölskylda hans.

Paul and Silas are set free from the prison. - ch.61-8

Næsta dag slepptu yfirmennirnir Páli og Sílasi úr fangelsinu. Páll og Sílas fóru til annarrar borgar til trúboðsstarfa.